Menning

Bein út­sending: Lögin úr Mamma mia!, Billy Elliot og fleiri söng­leikjum

Tinni Sveinsson skrifar
Úr söngleiknum Mamma Mia!
Úr söngleiknum Mamma Mia! Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni.

Í hádeginu á miðvikudag ætlar frábær hópur leikara að taka lagið úr þeim fjölmörgu og skemmtilegu söngleikjum sem sýndir hafa verið undanfarin misseri. Þarna verða tekin lög úr Mamma Mia!, Billy Elliot, Matthildi og fleiri verkum. Gerist ekki hressara í hádeginu.

Þau sem koma fram eru Jóhann Sigurðarson, Esther Talía Casey, Valur Freyr Einarsson, Rakel Björk Björnsdóttir, Björgvin Franz Gíslason og Þórunn Arna Kristjánsdóttir.

Framundan í Borgó í beinni

Á fimmtudagskvöld klukkan 20 verður fluttur leiklestur á verkinu Helgi Þór Rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson sem sýnt var Nýja sviðinu á nýliðnu leikári í leikstjórn Stefáns Jónssonar. Leikararnir Hjörtur Jóhann Jónsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Hilmar Guðjónssson, Erlen Ísabella Einarsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson lesa.

Á laugardag klukkan 12 les leikarinn Hjörtur Jóhann stórskemmtilega ævintýrið um Hans Hugprúða.

Allar útsendingar Borgarleikhússins eru aðgengilegar hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.