Matip rifjaði upp áhrifaríka ræðu Klopp fyrir leikinn gegn Barcelona Anton Ingi Leifsson skrifar 6. maí 2020 08:30 Klopp og Matip fallast í faðma eftir sigurinn á Börsungum. vísir/getty Það voru fæstir sem bjuggust við því að Liverpool myndi komast áfram úr undanúrslitaeinvíginu gegn Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-0. Joel Matip, varnarmaður Liverpool, rifjaði upp ræðu Jurgen Klopp fyrir leikinn. Ótrúleg endurkoma Liverpool verður lengi í minnum höfð en Liverpool vann síðari leikinn 4-0 og komst í úrslitaleikinn þar sem liðið hafði betur gegn Tottenham. Matip segir að sá þýski Klopp hafi barið sjálfstrausti í sína menn. „Hann sagði okkur að við ættum raunverulegan möguleika og að við gætum skapað eitthvað sem við gætum sagt börnunum okkar frá í framtíðinni. Við trúðum þessu og andrúmsloftið var magnað þegar við komum á völlinn þrátt fyrir að allir hafi vitað hvernig fyrri leikurinn fór og hverjum við vorum að spila á móti,“ sagði Matip. „Andinn var góður og varð bara betri og betri. Þetta var rosalegt. Þetta var eins og stór maskína sem vann saman; leikmennirnir og stuðningsmennirnir.“ Joel Matip recalls Jurgen Klopp's inspirational speech ahead of Barcelona victory | @MaddockMirrorhttps://t.co/71FjIIOKPW pic.twitter.com/0zmz0mr6cN— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2020 „Við vorum að ná meiri og meiri hraða í leikinn og með hverju marki urðu allir gráðugri. Allir á pöllunum, leikmennirnir á vellinum og á bekknum. Allir urðu sneggri og gerðu allt betur. Það var mikill hávaði og þú þurftir að kalla hærra inni á vellinum en á svona stundum var það ekki það versta.“ Liverpool komst yfir strax á sjöundu mínútu er Divock Origi skoraði en staðan var 1-0 í hálfleik. Gini Wijnaldum skoraði svo á 54. mínútu og aftur tveimur mínútum síðar áður en Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool ellefu mínútum fyrir leikslok. „Öll mörkin voru mikilvæg en að skora snemma gaf okkur meiri trú. Ef þeir hefðu haldið hreinu lengi þá hefði það drepið okkur en við fengum trúna á að við gætum gert eitthvað. Við hugsuðum um að við ætlum að vinna leikinn en við gátum aldrei hugsað að þetta myndi enda svona.“ „Ég hugsaði eftir markið hjá Gini að við værum að fara vinna þennan leik því við spiluðum vel en eftir seinna markið hugsaði ég að við gætum gert þetta. Þegar Divock skoraði þá trúði ég því ekki. Ég vissi ekki hvað gerðist því Trent lét bara boltann niður og svo var hann í netinu.“ „Ég varð smá ringlaður en þegar allir voru að fagna þá kom ég bara hlaupandi. Ég trúði þessu ekki. Ég myndi líklega segja að þetta væri besta augnablikið á mínum ferli því þetta var svo sérstakt,“ sagði Matip. It was crazy. It was like a whole machine working together. An interview with Joel Matip ahead of this week's one-year anniversary of that night against Barcelona at Anfield.Including details of his view of that quickly-taken corner...https://t.co/7EfIIMvunk pic.twitter.com/8EPczRg9L6— James Carroll (@James_Carroll84) May 5, 2020 Enski boltinn Meistaradeildin Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira
Það voru fæstir sem bjuggust við því að Liverpool myndi komast áfram úr undanúrslitaeinvíginu gegn Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-0. Joel Matip, varnarmaður Liverpool, rifjaði upp ræðu Jurgen Klopp fyrir leikinn. Ótrúleg endurkoma Liverpool verður lengi í minnum höfð en Liverpool vann síðari leikinn 4-0 og komst í úrslitaleikinn þar sem liðið hafði betur gegn Tottenham. Matip segir að sá þýski Klopp hafi barið sjálfstrausti í sína menn. „Hann sagði okkur að við ættum raunverulegan möguleika og að við gætum skapað eitthvað sem við gætum sagt börnunum okkar frá í framtíðinni. Við trúðum þessu og andrúmsloftið var magnað þegar við komum á völlinn þrátt fyrir að allir hafi vitað hvernig fyrri leikurinn fór og hverjum við vorum að spila á móti,“ sagði Matip. „Andinn var góður og varð bara betri og betri. Þetta var rosalegt. Þetta var eins og stór maskína sem vann saman; leikmennirnir og stuðningsmennirnir.“ Joel Matip recalls Jurgen Klopp's inspirational speech ahead of Barcelona victory | @MaddockMirrorhttps://t.co/71FjIIOKPW pic.twitter.com/0zmz0mr6cN— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2020 „Við vorum að ná meiri og meiri hraða í leikinn og með hverju marki urðu allir gráðugri. Allir á pöllunum, leikmennirnir á vellinum og á bekknum. Allir urðu sneggri og gerðu allt betur. Það var mikill hávaði og þú þurftir að kalla hærra inni á vellinum en á svona stundum var það ekki það versta.“ Liverpool komst yfir strax á sjöundu mínútu er Divock Origi skoraði en staðan var 1-0 í hálfleik. Gini Wijnaldum skoraði svo á 54. mínútu og aftur tveimur mínútum síðar áður en Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool ellefu mínútum fyrir leikslok. „Öll mörkin voru mikilvæg en að skora snemma gaf okkur meiri trú. Ef þeir hefðu haldið hreinu lengi þá hefði það drepið okkur en við fengum trúna á að við gætum gert eitthvað. Við hugsuðum um að við ætlum að vinna leikinn en við gátum aldrei hugsað að þetta myndi enda svona.“ „Ég hugsaði eftir markið hjá Gini að við værum að fara vinna þennan leik því við spiluðum vel en eftir seinna markið hugsaði ég að við gætum gert þetta. Þegar Divock skoraði þá trúði ég því ekki. Ég vissi ekki hvað gerðist því Trent lét bara boltann niður og svo var hann í netinu.“ „Ég varð smá ringlaður en þegar allir voru að fagna þá kom ég bara hlaupandi. Ég trúði þessu ekki. Ég myndi líklega segja að þetta væri besta augnablikið á mínum ferli því þetta var svo sérstakt,“ sagði Matip. It was crazy. It was like a whole machine working together. An interview with Joel Matip ahead of this week's one-year anniversary of that night against Barcelona at Anfield.Including details of his view of that quickly-taken corner...https://t.co/7EfIIMvunk pic.twitter.com/8EPczRg9L6— James Carroll (@James_Carroll84) May 5, 2020
Enski boltinn Meistaradeildin Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira