Landsréttur mun að öllum líkindum ekki ná að fjalla um mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, fyrr en á nýju ári. Handtaka hans og aðgerðir lögreglu við heimili hans að Aragötu í vesturbæ Reykjavíkur hafa verið mjög til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga.
En eins og fram hefur komið hefur honum verið sleppt lausum úr gæsluvarðhaldi. Kæra á úrskurði héraðsdóms um að Kristján Gunnar sæti ekki gæsluvarðhaldi yfir áramótin hefur ekki enn borist Landsrétti, samkvæmt upplýsingum frá réttinum.
Lögreglan hefur kært úrskurðinn en héraðsdómur hefur ekki sent hann áfram til Landréttar sem ber að fjalla um kærur sem þessar.
Eftir að kæran berst Landsrétti er málsaðilum tilkynnt um það og þá hefst sólarhrings frestur málsaðila, sem eru þá Kristján Gunnar annars vegar og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hins vegar, til að skila inn greinargerð. Að þeim fresti liðnum er málið tekið til úrskurður hjá Landsrétti. Venja sé sú að ekki sé úrskurðað á gamlaárs- og nýársdag. Líklegt má því teljast að niðurstaða liggi fyrir 2. janúar á nýju ári.
Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin

Tengdar fréttir

Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað
Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi.

Gæsluvarðhald yfir lektornum rennur út í dag
Gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, sem er grunaður um brot gegn þremur konum, rennur út í dag.

Ákvörðun um áframhaldandi varðhald tekin í dag
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi.

Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara
Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu.