Fjórða konan hefur tilkynnt lögreglu um meint kynferðisbrot Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristjáni var sleppt úr haldi lögreglu í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar sem tekur hann að öllum líkindum ekki fyrir fyrr en á nýju ári. Fjallað verður nánar um mál Kristjáns Gunnars í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.
Þar ræðum við einnig við sóttvarnalækni vegna barns sem greindist með mislinga hér á landi í gær og förum yfir árið í Kauphöllinni með forstjóra hennar.
Loks lítum við yfir litríkan feril Vladimírs Pútíns, sem hefur nú stýrt Rússlandi í 20 ár, hitum upp fyrir áramótin og kynnum okkur áramótaveðrið.
Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Innlent