Úrugvæinn Diego Alonso hefur verið ráðinn þjálfari nýstofnaðs liðs Inter Miami sem mun taka þátt í MLS deildinni í fótbolta á komandi leiktíð.
Goðsögnin David Beckham er einn af eigendum Inter Miami auk þess að vera forseti félagsins.
Alonso er 44 ára gamall fyrrum leikmaður sem lék meðal annars með Valencia, Atletico Madrid og Malaga en hann hefur getið af sér gott orð sem þjálfari í Mexíkó á undanförnum árum. Hann stýrði Pachuca frá 2014-2018 og þjálfaði síðast Monterrey þar sem hann stýrði liðinu til sigurs í Meistaradeild CONCACAF.
Fyrsti leikur Inter Miami verður gegn Los Angeles FC 1.mars 2020.
The first ever Head Coach of #InterMiamiCF: @AlonsoDT
— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) December 30, 2019
https://t.co/Y9o7YxYnMv pic.twitter.com/xBPWZFGQcl