Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2019 16:52 Höfuðstöðvar Árvarkurs við Rauðavatn þar sem Morgunblaðið, Mbl og K100 er til húsa. Vísir/EgillA Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. Fréttablaðið segir að í tölvupóstinum komi fram að „vegna erfiðrar rekstrarstöðu og niðurskurðar s.l. mánuði þá verði ekki gefnar jólagjafir í ár. Hafði það sem allra best.“ Starfsfólk Árvakurs hefur undanfarin tvö ár fengið 30 þúsund króna gjafabréf í 66°N. Árin þar á undan voru gjafabréf í Bónus eða Krónuna upp á 15-20 þúsund krónur reglulega jólagjöf. Fimmtán starfsmönnum var sagt upp hjá Árvakri í lok nóvember. Þeirra á meðal voru almennir blaðamenn og íþróttafréttamenn á Mbl.is sem lýst höfðu yfir vonbrigðum með ákvörðun Haraldar Johannessen, ritstjóra og framkvæmdastjóra Árvakurs, að láta aðra blaðamenn halda Mbl.is lifandi á meðan verkfallsaðgerðum blaðamanna stóð. Var meðal annars íþróttadeildin skorin verulega niður. Þremur fastráðnum íþróttafréttamönnum með mikla reynslu var sagt upp. 415 milljóna króna tap í fyrra Rekstur Árvakurs hefur gengið erfiðlega undanfarin ár en um 300 manns starfa hjá fyrirtækinu samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu þess. Árið 2018 reyndist Árvakri hf. sérstaklega erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. Tapið árið 2017 var 284 milljónir króna og hafði þá sexfaldast frá árinu á undan þegar tapið nam um 50 milljónum króna. Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri við hlið Davíðs Oddssonar, sagði í viðtali við Morgunblaðið í september að ráðist hafi verið í umfangsmiklar aðgerðir til að hagræða í rekstri félagsins. Ekki kom þó fram í hverju aðgerðirnar fælust. Vísir sendi Haraldi fyrirspurn um aðgerðirnar á sínum tíma en aldrei barst svar. Haraldur sagði í viðtali við Morgunblaðið að rekstrarumhverfi fjölmiðla væri afar erfitt. Samkeppni við Ríkisútvarpið væri sífellt erfiðari og þá hefði neikvæð umræða á vinnumarkaði haft verulega neikvæð áhrif á auglýsingamarkaði. Ákveðið hefði verið að ráðast í hlutafjáraukningu til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Hlutafé Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, var aukið um 200 milljónir króna síðastliðinn vetur.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um jólagjafir Árvakurs undanfarin tvö ár. Fjölmiðlar Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08 Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. Fréttablaðið segir að í tölvupóstinum komi fram að „vegna erfiðrar rekstrarstöðu og niðurskurðar s.l. mánuði þá verði ekki gefnar jólagjafir í ár. Hafði það sem allra best.“ Starfsfólk Árvakurs hefur undanfarin tvö ár fengið 30 þúsund króna gjafabréf í 66°N. Árin þar á undan voru gjafabréf í Bónus eða Krónuna upp á 15-20 þúsund krónur reglulega jólagjöf. Fimmtán starfsmönnum var sagt upp hjá Árvakri í lok nóvember. Þeirra á meðal voru almennir blaðamenn og íþróttafréttamenn á Mbl.is sem lýst höfðu yfir vonbrigðum með ákvörðun Haraldar Johannessen, ritstjóra og framkvæmdastjóra Árvakurs, að láta aðra blaðamenn halda Mbl.is lifandi á meðan verkfallsaðgerðum blaðamanna stóð. Var meðal annars íþróttadeildin skorin verulega niður. Þremur fastráðnum íþróttafréttamönnum með mikla reynslu var sagt upp. 415 milljóna króna tap í fyrra Rekstur Árvakurs hefur gengið erfiðlega undanfarin ár en um 300 manns starfa hjá fyrirtækinu samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu þess. Árið 2018 reyndist Árvakri hf. sérstaklega erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. Tapið árið 2017 var 284 milljónir króna og hafði þá sexfaldast frá árinu á undan þegar tapið nam um 50 milljónum króna. Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri við hlið Davíðs Oddssonar, sagði í viðtali við Morgunblaðið í september að ráðist hafi verið í umfangsmiklar aðgerðir til að hagræða í rekstri félagsins. Ekki kom þó fram í hverju aðgerðirnar fælust. Vísir sendi Haraldi fyrirspurn um aðgerðirnar á sínum tíma en aldrei barst svar. Haraldur sagði í viðtali við Morgunblaðið að rekstrarumhverfi fjölmiðla væri afar erfitt. Samkeppni við Ríkisútvarpið væri sífellt erfiðari og þá hefði neikvæð umræða á vinnumarkaði haft verulega neikvæð áhrif á auglýsingamarkaði. Ákveðið hefði verið að ráðast í hlutafjáraukningu til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Hlutafé Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, var aukið um 200 milljónir króna síðastliðinn vetur.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um jólagjafir Árvakurs undanfarin tvö ár.
Fjölmiðlar Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08 Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08
Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39
Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent