Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Sylvía Hall skrifar 22. desember 2019 15:07 Ekki hafa fundist sambærileg skilaboð í öðrum kortum en Tesco hefur ákveðið að stöðva framleiðslu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Sex ára stúlka fann handskrifuð skilaboð þar sem óskað var eftir því að mannréttindasamtökum yrði gert viðvart „Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í skilaboðum sem hin sex ára gamla Florence Widdicombe fann í einu jólakorti sem keypt var í verslun Tesco. Hún segist hafa orðið mjög leið þegar hún skildi loks hvað skilaboðin þýddu. Florence hafði verið að skrifa jólakort til skólafélaga sinna þegar hún fann skilaboðin. Kortið var sakleysislegt að sjá, með mynd af ketti með jólahúfu. Líkt og áður sagði var eitt kortanna ekki autt heldur hafði verið búið að skrifa inn í það. „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu og jafnframt vísað á Peter Humphrey, breskan blaðamann sem hefur áður verið fangi í fangelsinu. Frá Shanghai Qingpu fangelsinu.Vísir/Getty Faðir stúlkunnar segir skilaboðin hafa verið sérstaklega átakanleg og táknræn í ljósi þess að jólahátíðin stendur nú yfir. Þau hafi gert sér grein fyrir alvarleika skilaboðanna og komið þeim áleiðis til Humphrey líkt og beðið var um. „Það er óréttlæti í heiminum og það er fólk í erfiðum aðstæðum og við vitum það og við lesum um það á hverjum degi,“ sagði Ben Widdicombe, faðir Florence, í samtali við BBC. Hann segir það hafa verið tilviljun að þau hafi komið auga á skilaboðin í ljósi þess að margar fjölskyldur kaupa of mörg jólakort sem enda síðan óopnuð ofan í skúffum til næsta árs. Jólakortin eru seld til styrktar góðgerðarmála á ári hverju. Verksmiðjan sem jólakortin eru framleidd í var skoðuð í síðasta mánuði og voru engin merki um brot á banni við nauðungarvinnu fanga. Talsmaður Tesco segir fyrirtækið taka málinu alvarlega og þau hafi ákveðið að hætta framleiðslu kortanna í verksmiðjunni sem þau hafa hingað til starfað með. Þá muni þau hefja rannsókn á málinu þar sem þau hafi hingað til gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að eiga ekki í viðskiptum við birgja sem nýti sér nauðungarvinnu. Bretland Kína Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Sex ára stúlka fann handskrifuð skilaboð þar sem óskað var eftir því að mannréttindasamtökum yrði gert viðvart „Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í skilaboðum sem hin sex ára gamla Florence Widdicombe fann í einu jólakorti sem keypt var í verslun Tesco. Hún segist hafa orðið mjög leið þegar hún skildi loks hvað skilaboðin þýddu. Florence hafði verið að skrifa jólakort til skólafélaga sinna þegar hún fann skilaboðin. Kortið var sakleysislegt að sjá, með mynd af ketti með jólahúfu. Líkt og áður sagði var eitt kortanna ekki autt heldur hafði verið búið að skrifa inn í það. „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu og jafnframt vísað á Peter Humphrey, breskan blaðamann sem hefur áður verið fangi í fangelsinu. Frá Shanghai Qingpu fangelsinu.Vísir/Getty Faðir stúlkunnar segir skilaboðin hafa verið sérstaklega átakanleg og táknræn í ljósi þess að jólahátíðin stendur nú yfir. Þau hafi gert sér grein fyrir alvarleika skilaboðanna og komið þeim áleiðis til Humphrey líkt og beðið var um. „Það er óréttlæti í heiminum og það er fólk í erfiðum aðstæðum og við vitum það og við lesum um það á hverjum degi,“ sagði Ben Widdicombe, faðir Florence, í samtali við BBC. Hann segir það hafa verið tilviljun að þau hafi komið auga á skilaboðin í ljósi þess að margar fjölskyldur kaupa of mörg jólakort sem enda síðan óopnuð ofan í skúffum til næsta árs. Jólakortin eru seld til styrktar góðgerðarmála á ári hverju. Verksmiðjan sem jólakortin eru framleidd í var skoðuð í síðasta mánuði og voru engin merki um brot á banni við nauðungarvinnu fanga. Talsmaður Tesco segir fyrirtækið taka málinu alvarlega og þau hafi ákveðið að hætta framleiðslu kortanna í verksmiðjunni sem þau hafa hingað til starfað með. Þá muni þau hefja rannsókn á málinu þar sem þau hafi hingað til gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að eiga ekki í viðskiptum við birgja sem nýti sér nauðungarvinnu.
Bretland Kína Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira