Getur misst aleiguna á einungis örfáum mínútum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. desember 2019 20:00 Slökkviliðsmenn sem munu vinna yfir jól og áramót vonast eftir útkallslausri hátíð en eru þó við öllu búnir komi upp hættuástand. Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu biður fólk um að huga að eldvörnum heimilisins, eins og reykskynjurum og slökkvitækjum, sem geta skipt sköpum komi upp eldur. „Við höfum alltaf áhyggjur á þessum tíma. Þetta er jú hátíð ljóss og friðar og kertin er eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af ef ekki er rétt með farið,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. „Það sem við höfum svona helst séð er að kerti í gluggum, sem fólk lætur loga í gluggakistum þar sem eru gluggatjöld. Það er eitthvað sem hefur komið fyrir að það kvikni í gluggatjöldum og kerti í kertaskreytingum er eitthvað sem kemur reglulega upp þar sem kertið getur fallið til hliðar og nær niður í brennanlegt efni sem býr til skreytinguna og þarna þarf fólk að passa sig og lykilatriðið er að fara aldrei út úr rými þar sem er logandi kerti,“ segir Pétur. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu settu upp aðstæður þar sem slíkt gerist og á myndbandi sést að á innan við tíu mínútum er herbergi orðið alelda og ekki við neitt ráðið. Pétur segir húsbrunar hafi breyst á síðustu þrjátíu árum þar sem efnasamsetning húsgagna sé önnur en áður. „Í dag erum við með miklu léttari efni sem eru auðbrennanleg og brunahraðinn og brunaofsinn verður svo margfalt meiri í dag en hann var fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum síðan.“ „Við höfum séð dæmi þess að fólk varla eða jafnvel ekki nær að forða sér út úr húsum sem kviknar í, jafnvel þó það sé reykskynjari. Þannig að það er full ástæða til þess að sýna ítrustu varkárni,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Áramót Jól Slökkvilið Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Slökkviliðsmenn sem munu vinna yfir jól og áramót vonast eftir útkallslausri hátíð en eru þó við öllu búnir komi upp hættuástand. Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu biður fólk um að huga að eldvörnum heimilisins, eins og reykskynjurum og slökkvitækjum, sem geta skipt sköpum komi upp eldur. „Við höfum alltaf áhyggjur á þessum tíma. Þetta er jú hátíð ljóss og friðar og kertin er eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af ef ekki er rétt með farið,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. „Það sem við höfum svona helst séð er að kerti í gluggum, sem fólk lætur loga í gluggakistum þar sem eru gluggatjöld. Það er eitthvað sem hefur komið fyrir að það kvikni í gluggatjöldum og kerti í kertaskreytingum er eitthvað sem kemur reglulega upp þar sem kertið getur fallið til hliðar og nær niður í brennanlegt efni sem býr til skreytinguna og þarna þarf fólk að passa sig og lykilatriðið er að fara aldrei út úr rými þar sem er logandi kerti,“ segir Pétur. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu settu upp aðstæður þar sem slíkt gerist og á myndbandi sést að á innan við tíu mínútum er herbergi orðið alelda og ekki við neitt ráðið. Pétur segir húsbrunar hafi breyst á síðustu þrjátíu árum þar sem efnasamsetning húsgagna sé önnur en áður. „Í dag erum við með miklu léttari efni sem eru auðbrennanleg og brunahraðinn og brunaofsinn verður svo margfalt meiri í dag en hann var fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum síðan.“ „Við höfum séð dæmi þess að fólk varla eða jafnvel ekki nær að forða sér út úr húsum sem kviknar í, jafnvel þó það sé reykskynjari. Þannig að það er full ástæða til þess að sýna ítrustu varkárni,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
Áramót Jól Slökkvilið Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira