Málfarsfasistar fá á baukinn Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2019 09:54 Höfundur Vigdísar bókarinnar um konuforsetann hefur ritað umvöndunarsinnum á netinu handskrifað bréf. Ein þeirra bóka sem hefur hlotið góðar undirtektir í jólabókaflóðinu er Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring. En, þar er þó ekki um eintómt lof og prís að ræða. Umvöndunarsemi netverja er við brugðið og hafa margir viljað hnýta í þetta orð „konuforseti“ og telja það ekki boðlegt. Rán hefur gripið til þess ráðs að rita handskrifað bréf sem hún birtir á netinu og sjá má hér neðar. Rán hefur einnig eignast góðan bandamann í Eiríki Rögnvaldssyni prófessor emeritus sem hefur snúið vörn í sókn. Hann ritar pistil um málið í Facebookhópinn Málvöndunarhópinn þar sem hann nefnir að oftar en einu sinni hafi á þeim vettvangi skapast umræða um orðið „konuforseti“ sem kemur fyrir í titli á nýrri barnabók um Vigdísi Finnbogadóttur. „Margir hafa hneykslast á þessu orði og sagt að það sé barnamál – þetta heiti „kvenforseti“ á íslensku. Það er auðvitað rétt að það er hefð fyrir orðinu „kvenforseti“ þótt sú hefð sé raunar ekki ýkja gömul – elsta dæmið um orðið á tímarit.is er 60 ára gamalt og orðið komst ekki í almenna notkun fyrr en með kjöri Vigdísar 1980.“ Eftir að umvöndunarsemin keyrði um þverbak ákvað Eiríkur að grípa í taumana. Hann hefur nú kveðið úr um að ekkert sé að orðinu konuforseti. Eiríkur segir það einfaldlega svo að bæði orðin, „kvenforseti“ og „konuforseti“, séu jafnrétt íslenska, í þeim skilningi að þau lúta orðmyndunarreglum málsins. hann segir jafnframt samsett orð í íslensku einkum af tvennum toga – í sumum er fyrri liðurinn orðstofn, eins og „kven-“, en í öðrum er fyrri liðurinn eignarfall (eintölu eða fleirtölu), eins og „konu-“. Það eru til ýmsar fullkomlega viðurkenndar samsetningar með „konu-“ sem fyrri lið – „konudagur“, „konukvöld“, „konuríki“, „konubíll“, „konuleit“, „konuefni“, „konukind“, „Konukot“ og fleiri orð mætti nefna. „En þótt báðar orðmyndunaraðferðirnar sem nefndar eru hér að ofan séu jafnréttar er almennt séð eðlilegt að halda sig við hefðina – ef komin er hefð á aðra aðferðina er oft ástæðulaust að mynda orð sömu merkingar eftir hinni aðferðinni. En það er samt ekki rangt.“ Eiríkur setur þannig ofan í við umvöndunarseggi, segir rétt að athuga að fjölbreytni í málnotkun þykir yfirleitt af hinu góða. Það er ekkert að því að hafa fleiri en eitt orð yfir sama hugtak. „En hér hangir meira á spýtunni,“ segir Eiríkur meðal annars um málið. „Börn hafa gaman af tungumálinu og hæfileikar þeirra til nýsköpunar í máli eru dýrmætir fyrir íslenskuna og framtíð hennar. Með því að hafna nýsköpun barnanna, með því að vera sífellt að segja að þeirra orð séu ekki til, erum við að brjóta niður áhuga þeirra á málinu og vinna gegn íslenskunni. Þess í stað eigum við að taka nýmyndunum barnanna vel og nota þær til að kveikja umræður um tungumálið – umræður sem börnin eru móttækileg fyrir.“ Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Ein þeirra bóka sem hefur hlotið góðar undirtektir í jólabókaflóðinu er Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring. En, þar er þó ekki um eintómt lof og prís að ræða. Umvöndunarsemi netverja er við brugðið og hafa margir viljað hnýta í þetta orð „konuforseti“ og telja það ekki boðlegt. Rán hefur gripið til þess ráðs að rita handskrifað bréf sem hún birtir á netinu og sjá má hér neðar. Rán hefur einnig eignast góðan bandamann í Eiríki Rögnvaldssyni prófessor emeritus sem hefur snúið vörn í sókn. Hann ritar pistil um málið í Facebookhópinn Málvöndunarhópinn þar sem hann nefnir að oftar en einu sinni hafi á þeim vettvangi skapast umræða um orðið „konuforseti“ sem kemur fyrir í titli á nýrri barnabók um Vigdísi Finnbogadóttur. „Margir hafa hneykslast á þessu orði og sagt að það sé barnamál – þetta heiti „kvenforseti“ á íslensku. Það er auðvitað rétt að það er hefð fyrir orðinu „kvenforseti“ þótt sú hefð sé raunar ekki ýkja gömul – elsta dæmið um orðið á tímarit.is er 60 ára gamalt og orðið komst ekki í almenna notkun fyrr en með kjöri Vigdísar 1980.“ Eftir að umvöndunarsemin keyrði um þverbak ákvað Eiríkur að grípa í taumana. Hann hefur nú kveðið úr um að ekkert sé að orðinu konuforseti. Eiríkur segir það einfaldlega svo að bæði orðin, „kvenforseti“ og „konuforseti“, séu jafnrétt íslenska, í þeim skilningi að þau lúta orðmyndunarreglum málsins. hann segir jafnframt samsett orð í íslensku einkum af tvennum toga – í sumum er fyrri liðurinn orðstofn, eins og „kven-“, en í öðrum er fyrri liðurinn eignarfall (eintölu eða fleirtölu), eins og „konu-“. Það eru til ýmsar fullkomlega viðurkenndar samsetningar með „konu-“ sem fyrri lið – „konudagur“, „konukvöld“, „konuríki“, „konubíll“, „konuleit“, „konuefni“, „konukind“, „Konukot“ og fleiri orð mætti nefna. „En þótt báðar orðmyndunaraðferðirnar sem nefndar eru hér að ofan séu jafnréttar er almennt séð eðlilegt að halda sig við hefðina – ef komin er hefð á aðra aðferðina er oft ástæðulaust að mynda orð sömu merkingar eftir hinni aðferðinni. En það er samt ekki rangt.“ Eiríkur setur þannig ofan í við umvöndunarseggi, segir rétt að athuga að fjölbreytni í málnotkun þykir yfirleitt af hinu góða. Það er ekkert að því að hafa fleiri en eitt orð yfir sama hugtak. „En hér hangir meira á spýtunni,“ segir Eiríkur meðal annars um málið. „Börn hafa gaman af tungumálinu og hæfileikar þeirra til nýsköpunar í máli eru dýrmætir fyrir íslenskuna og framtíð hennar. Með því að hafna nýsköpun barnanna, með því að vera sífellt að segja að þeirra orð séu ekki til, erum við að brjóta niður áhuga þeirra á málinu og vinna gegn íslenskunni. Þess í stað eigum við að taka nýmyndunum barnanna vel og nota þær til að kveikja umræður um tungumálið – umræður sem börnin eru móttækileg fyrir.“
Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira