Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 fjöllum við um kirkjusókn yfir jólin. Sr. Pálmi Matthíasson segir að þótt þeim hafi fækkað sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hafi þeim ekki farið fækkandi sem sækja jólamessu. Einnig sýnum við frá hátíðarmessu í Dómskirkjunni og tökum ferðamenn tali sem eru á Íslandi yfir jólin.

Síðustu ár hafa orðið miklar breytingar á opnunartíma yfir hátíðirnar og því auðveldara að fá alls kyns þjónustu fyrir ferðamenn. Við ræðum einnig við veitingamenn sem segja okkur frá fullum veitingasal á aðfangadag.

Þetta og ýmislegt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30 á Jóladag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×