Bretar sakaðir um glæpi gegn mannkyninu vegna Chagos-eyja Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 15:40 Hópur Chagos-búa reyndi að vekja athygli á málstað sínum þegar Frans páfi messaði á Máritíusi í september. Vísir/EPA Forsætisráðherra Máritíusar sakar bresk stjórnvöld um að fremja glæpi gegn mannkyninu með því að koma í veg fyrir að eyjaskeggjar fái að snúa aftur til fyrri heimila sinna á Chagos-eyjum í Indlandshafi í trássi við úrskurð dómstóls Sameinuðu þjóðanna. Bretar sölsuðu undir sig Chagos-eyjar sem þá tilheyrðu bresku nýlendunni Máritíusi árið 1965 og ráku alla íbúa eyjanna í burtu til að rýma til fyrir bandarískri herstöð, fleiri en þúsund manns. Það er sagt hafa verið hluti af leynilegu samkomulagi sem Bretar gerðu án vitundar heimamanna á Máritíusi um það leyti sem landið sóttist eftir sjálfstæði. Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag komst að þeirri niðurstöðu að Bretar ættu að skila Chagos-eyjum fyrr á þessu ári. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að gefa Bretum hálfs árs frest til að byrja ferlið. Álit dómstólsins er ráðgefandi og hafa bresk stjórnvöld neitað að verða við því. Pravind Jugnauth, forsætisráðherra Máritíusar, segir framferði Breta skammarlegt og einkennast af þrjósku. Hann íhugar nú að kæra einstaka breska embættismenn fyrir glæpi gegn mannkyninu fyrir Alþjóðasakamáladómstólnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bresk stjórnvöld segja álit dómstólsins rangt en hafa engu að síður beðist afsökunar á framkomu sinni við íbúa eyjanna. Þau hafa jafnframt lofað að skila eyjunum þegar þeirra verður ekki lengur þörf af „öryggisástæðum“. Þá hafa Bretar boðið brottfluttum íbúum eyjanna að kíkja í stuttar heimsóknir þangað. Chagos-búar, sem dvelja enn á Márítíusi og eru teknir að reskjast, saka bresk stjórnvöld um að draga lappirnar viljandi í von um að fólkið sem var rekið heiman frá sér deyi úr elli. Þeir hafa sniðgengið boð Breta um heimsóknir sem þeir telja tilraun þeirra til að deila og drottna yfir Chagos-búum. „Þetta er brot á grundvallaratriðum mannréttinda. Ég skil ekki hvers vegna Bretland, þessi ríkisstjórn, er svona þrjóskt,“ segir Jugnauth forsætisráðherra. Bretland Máritíus Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Forsætisráðherra Máritíusar sakar bresk stjórnvöld um að fremja glæpi gegn mannkyninu með því að koma í veg fyrir að eyjaskeggjar fái að snúa aftur til fyrri heimila sinna á Chagos-eyjum í Indlandshafi í trássi við úrskurð dómstóls Sameinuðu þjóðanna. Bretar sölsuðu undir sig Chagos-eyjar sem þá tilheyrðu bresku nýlendunni Máritíusi árið 1965 og ráku alla íbúa eyjanna í burtu til að rýma til fyrir bandarískri herstöð, fleiri en þúsund manns. Það er sagt hafa verið hluti af leynilegu samkomulagi sem Bretar gerðu án vitundar heimamanna á Máritíusi um það leyti sem landið sóttist eftir sjálfstæði. Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag komst að þeirri niðurstöðu að Bretar ættu að skila Chagos-eyjum fyrr á þessu ári. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að gefa Bretum hálfs árs frest til að byrja ferlið. Álit dómstólsins er ráðgefandi og hafa bresk stjórnvöld neitað að verða við því. Pravind Jugnauth, forsætisráðherra Máritíusar, segir framferði Breta skammarlegt og einkennast af þrjósku. Hann íhugar nú að kæra einstaka breska embættismenn fyrir glæpi gegn mannkyninu fyrir Alþjóðasakamáladómstólnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bresk stjórnvöld segja álit dómstólsins rangt en hafa engu að síður beðist afsökunar á framkomu sinni við íbúa eyjanna. Þau hafa jafnframt lofað að skila eyjunum þegar þeirra verður ekki lengur þörf af „öryggisástæðum“. Þá hafa Bretar boðið brottfluttum íbúum eyjanna að kíkja í stuttar heimsóknir þangað. Chagos-búar, sem dvelja enn á Márítíusi og eru teknir að reskjast, saka bresk stjórnvöld um að draga lappirnar viljandi í von um að fólkið sem var rekið heiman frá sér deyi úr elli. Þeir hafa sniðgengið boð Breta um heimsóknir sem þeir telja tilraun þeirra til að deila og drottna yfir Chagos-búum. „Þetta er brot á grundvallaratriðum mannréttinda. Ég skil ekki hvers vegna Bretland, þessi ríkisstjórn, er svona þrjóskt,“ segir Jugnauth forsætisráðherra.
Bretland Máritíus Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira