Bretar sakaðir um glæpi gegn mannkyninu vegna Chagos-eyja Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 15:40 Hópur Chagos-búa reyndi að vekja athygli á málstað sínum þegar Frans páfi messaði á Máritíusi í september. Vísir/EPA Forsætisráðherra Máritíusar sakar bresk stjórnvöld um að fremja glæpi gegn mannkyninu með því að koma í veg fyrir að eyjaskeggjar fái að snúa aftur til fyrri heimila sinna á Chagos-eyjum í Indlandshafi í trássi við úrskurð dómstóls Sameinuðu þjóðanna. Bretar sölsuðu undir sig Chagos-eyjar sem þá tilheyrðu bresku nýlendunni Máritíusi árið 1965 og ráku alla íbúa eyjanna í burtu til að rýma til fyrir bandarískri herstöð, fleiri en þúsund manns. Það er sagt hafa verið hluti af leynilegu samkomulagi sem Bretar gerðu án vitundar heimamanna á Máritíusi um það leyti sem landið sóttist eftir sjálfstæði. Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag komst að þeirri niðurstöðu að Bretar ættu að skila Chagos-eyjum fyrr á þessu ári. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að gefa Bretum hálfs árs frest til að byrja ferlið. Álit dómstólsins er ráðgefandi og hafa bresk stjórnvöld neitað að verða við því. Pravind Jugnauth, forsætisráðherra Máritíusar, segir framferði Breta skammarlegt og einkennast af þrjósku. Hann íhugar nú að kæra einstaka breska embættismenn fyrir glæpi gegn mannkyninu fyrir Alþjóðasakamáladómstólnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bresk stjórnvöld segja álit dómstólsins rangt en hafa engu að síður beðist afsökunar á framkomu sinni við íbúa eyjanna. Þau hafa jafnframt lofað að skila eyjunum þegar þeirra verður ekki lengur þörf af „öryggisástæðum“. Þá hafa Bretar boðið brottfluttum íbúum eyjanna að kíkja í stuttar heimsóknir þangað. Chagos-búar, sem dvelja enn á Márítíusi og eru teknir að reskjast, saka bresk stjórnvöld um að draga lappirnar viljandi í von um að fólkið sem var rekið heiman frá sér deyi úr elli. Þeir hafa sniðgengið boð Breta um heimsóknir sem þeir telja tilraun þeirra til að deila og drottna yfir Chagos-búum. „Þetta er brot á grundvallaratriðum mannréttinda. Ég skil ekki hvers vegna Bretland, þessi ríkisstjórn, er svona þrjóskt,“ segir Jugnauth forsætisráðherra. Bretland Máritíus Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Forsætisráðherra Máritíusar sakar bresk stjórnvöld um að fremja glæpi gegn mannkyninu með því að koma í veg fyrir að eyjaskeggjar fái að snúa aftur til fyrri heimila sinna á Chagos-eyjum í Indlandshafi í trássi við úrskurð dómstóls Sameinuðu þjóðanna. Bretar sölsuðu undir sig Chagos-eyjar sem þá tilheyrðu bresku nýlendunni Máritíusi árið 1965 og ráku alla íbúa eyjanna í burtu til að rýma til fyrir bandarískri herstöð, fleiri en þúsund manns. Það er sagt hafa verið hluti af leynilegu samkomulagi sem Bretar gerðu án vitundar heimamanna á Máritíusi um það leyti sem landið sóttist eftir sjálfstæði. Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag komst að þeirri niðurstöðu að Bretar ættu að skila Chagos-eyjum fyrr á þessu ári. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að gefa Bretum hálfs árs frest til að byrja ferlið. Álit dómstólsins er ráðgefandi og hafa bresk stjórnvöld neitað að verða við því. Pravind Jugnauth, forsætisráðherra Máritíusar, segir framferði Breta skammarlegt og einkennast af þrjósku. Hann íhugar nú að kæra einstaka breska embættismenn fyrir glæpi gegn mannkyninu fyrir Alþjóðasakamáladómstólnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bresk stjórnvöld segja álit dómstólsins rangt en hafa engu að síður beðist afsökunar á framkomu sinni við íbúa eyjanna. Þau hafa jafnframt lofað að skila eyjunum þegar þeirra verður ekki lengur þörf af „öryggisástæðum“. Þá hafa Bretar boðið brottfluttum íbúum eyjanna að kíkja í stuttar heimsóknir þangað. Chagos-búar, sem dvelja enn á Márítíusi og eru teknir að reskjast, saka bresk stjórnvöld um að draga lappirnar viljandi í von um að fólkið sem var rekið heiman frá sér deyi úr elli. Þeir hafa sniðgengið boð Breta um heimsóknir sem þeir telja tilraun þeirra til að deila og drottna yfir Chagos-búum. „Þetta er brot á grundvallaratriðum mannréttinda. Ég skil ekki hvers vegna Bretland, þessi ríkisstjórn, er svona þrjóskt,“ segir Jugnauth forsætisráðherra.
Bretland Máritíus Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira