Fótbolti

Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúmenski sjónvarpsmaðurinn á Laugardalsvelli.
Rúmenski sjónvarpsmaðurinn á Laugardalsvelli. mynd/twitter-síða ksí

Sem kunnugt er mætast Ísland og Rúmenía í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars á næsta ári.

Fulltrúar frá sjónvarpsrétthafanum í Rúmeníu eru staddir á Íslandi og í gær kíktu þeir á aðstæður á Laugardalsvelli.

Veðurguðirnir buðu rúmenska sjónvarpsmanninn velkominn með snjó og roki.

Á Twitter-síðu KSÍ birtist myndband af veðurbörðum sjónvarpsmanninum arkandi um snævi þakinn Laugardalsvöll.



Stefnt er að því að leikurinn 26. mars fari fram á Laugardalsvelli. Það ræðst þó af tíðarfarinu.

Starfsmenn Laugardalsvallar hafa unnið hörðum höndum að því að halda vellinum í góðu ásigkomulagi eins og Guðjón Guðmundsson kynnti sér í Sportpakkanum í síðustu viku.


Tengdar fréttir

Ákvörðun um leikstað í umspilinu þarf að liggja fyrir 20. desember 

Fótbolti Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, þarf eins og knattspyrnusambönd sem eiga lið í umspili um laus sæti í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla að staðfesta heimavöll sinn í umspilsleikjum til evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, fyrir 20. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×