Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2019 00:26 Simon Coveney (t.h.) er ekki par sáttur með fullyrðingar Boris Johnson (t.v.) í sambandi við áhrif Brexit á viðskipti við Norður-Írland. getty/ Jack Taylor Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Coveney ítrekaði það í Brussel á mánudag að samkvæmt útgöngusamningnum sem forsætisráðherrann hafði samið um við Evrópusambandið yrðu skoðaðar gaumgæfilega þegar þær færu yfir landamærin, sama í hvora áttina væri verið að flytja þær. „Þetta var kýrskýrt þegar samningurinn var gerður,“ sagði hann í samtali við fréttafólk í Brussel. „Evrópusambandið hefur gert það skýrt að það vilji ekki að flutningur vara verði fyrir áhrifum en á sama tíma þarf að gæta þess að fylgst verði með vörum sem verið er að flytja á milli Norður-Írlands og Bretlands til að tryggja að Evrópusambandið viti hvað er að koma inn á innri markaðinn í gegn um Norður-Írland.“ Þessar athugasemdir Coveney eru í mótsögn við það sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði síðasta sunnudag en hann hélt því fram að vörur yrðu ekki athugaðar þegar þær væru fluttar á milli Norður-Írlands og Bretlands. Síðar á mánudag sakaði Arlene Foster, leiðtogi norðurírska stjórnmálaflokksins Lýðræðislega sambandsflokksins, forsætisráðherrann um að segja ranglega frá Brexit samningnum og að hafa gengið á bak orða sinna við Norður-Írland. Coveney sagði í samtali við fréttafólk að samningamenn beggja hliða hafi varið miklum tíma í að skilgreina hvert einasta atriði í samningnum til að vera vissir um að ekki kæmu upp ágreiningsmál. Þá yrðu vörur á leið frá Bretlandi til Norður-Írlands skoðaðar mun betur en vörur á leiðinni til Bretlands. „Það hefur alltaf verið aðgreining milli vara á leið frá Bretlandi inn í Norður-Írland og frá Norður-Írlandi inn í Bretland og við höfum eytt mörgum klukkustundum í að ræða og semja um það og ég held að útskýra það líka.“ Coveney bætti því við að hæpið væri að það tækist að semja um fríverslunarsamning við Bretland fyrir árslok 2020. Johnson hefur verið ásakaður um að ljúga um Brexit samninginn og líkindi þess að semja um fríverslun innan árs. Í síðustu viku var minnisblaði úr Brexit-deild breskra yfirvalda lekið. Í skjalinu kom fram að varhugavert væri að virkja Brexit samninginn fyrir árslok 2020 eins og Johnson hefur ítrekað sagt að muni gerast. Þá myndi það krefjast nýrra reglna og kerfa í verslun við Norður-Írland. Þá kom einnig fram í skjalinu, sem Financial Times fékk í hendur sínar, að 98% útflutningsfyrirtækja myndu eiga í erfiðleikum með að standa undir kostnaði vegna aukinnar pappírsvinnu. Það myndi líklega hafa mest áhrif á neytendur sem þyrftu að greiða hærra verð fyrir vöruna. Yfirvöld hafa hafnað því að nokkuð sé til í þessu skjali og hafnaði einnig skjali sem var lekið til Verkamannaflokksins á föstudag. Yfirvöld héldu því fram að það skjal hafi einungis verið skyndiútreikningar sem gerðir höfðu verið þegar Johnson kom með Brexit samninginn heim til Bretlands í október. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Norður-Írland Tengdar fréttir Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03 Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00 Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2019 18:04 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Coveney ítrekaði það í Brussel á mánudag að samkvæmt útgöngusamningnum sem forsætisráðherrann hafði samið um við Evrópusambandið yrðu skoðaðar gaumgæfilega þegar þær færu yfir landamærin, sama í hvora áttina væri verið að flytja þær. „Þetta var kýrskýrt þegar samningurinn var gerður,“ sagði hann í samtali við fréttafólk í Brussel. „Evrópusambandið hefur gert það skýrt að það vilji ekki að flutningur vara verði fyrir áhrifum en á sama tíma þarf að gæta þess að fylgst verði með vörum sem verið er að flytja á milli Norður-Írlands og Bretlands til að tryggja að Evrópusambandið viti hvað er að koma inn á innri markaðinn í gegn um Norður-Írland.“ Þessar athugasemdir Coveney eru í mótsögn við það sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði síðasta sunnudag en hann hélt því fram að vörur yrðu ekki athugaðar þegar þær væru fluttar á milli Norður-Írlands og Bretlands. Síðar á mánudag sakaði Arlene Foster, leiðtogi norðurírska stjórnmálaflokksins Lýðræðislega sambandsflokksins, forsætisráðherrann um að segja ranglega frá Brexit samningnum og að hafa gengið á bak orða sinna við Norður-Írland. Coveney sagði í samtali við fréttafólk að samningamenn beggja hliða hafi varið miklum tíma í að skilgreina hvert einasta atriði í samningnum til að vera vissir um að ekki kæmu upp ágreiningsmál. Þá yrðu vörur á leið frá Bretlandi til Norður-Írlands skoðaðar mun betur en vörur á leiðinni til Bretlands. „Það hefur alltaf verið aðgreining milli vara á leið frá Bretlandi inn í Norður-Írland og frá Norður-Írlandi inn í Bretland og við höfum eytt mörgum klukkustundum í að ræða og semja um það og ég held að útskýra það líka.“ Coveney bætti því við að hæpið væri að það tækist að semja um fríverslunarsamning við Bretland fyrir árslok 2020. Johnson hefur verið ásakaður um að ljúga um Brexit samninginn og líkindi þess að semja um fríverslun innan árs. Í síðustu viku var minnisblaði úr Brexit-deild breskra yfirvalda lekið. Í skjalinu kom fram að varhugavert væri að virkja Brexit samninginn fyrir árslok 2020 eins og Johnson hefur ítrekað sagt að muni gerast. Þá myndi það krefjast nýrra reglna og kerfa í verslun við Norður-Írland. Þá kom einnig fram í skjalinu, sem Financial Times fékk í hendur sínar, að 98% útflutningsfyrirtækja myndu eiga í erfiðleikum með að standa undir kostnaði vegna aukinnar pappírsvinnu. Það myndi líklega hafa mest áhrif á neytendur sem þyrftu að greiða hærra verð fyrir vöruna. Yfirvöld hafa hafnað því að nokkuð sé til í þessu skjali og hafnaði einnig skjali sem var lekið til Verkamannaflokksins á föstudag. Yfirvöld héldu því fram að það skjal hafi einungis verið skyndiútreikningar sem gerðir höfðu verið þegar Johnson kom með Brexit samninginn heim til Bretlands í október.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Norður-Írland Tengdar fréttir Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03 Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00 Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2019 18:04 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03
Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00
Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2019 18:04