Gott að huga að vatnslögnum fyrir komandi frostgadd Eiður Þór Árnason skrifar 13. desember 2019 19:20 Frostið er ekkert á förum á næstunni. Vísir/Vilhelm Kalt verður í veðri fram yfir helgi og ættu landsmenn að búa sig undir tveggja stafa frost næstu daga.Er mælt með því að fólk fari að huga að vatnslögnum í híbýlum sínum og sumarbústöðum, enda getur mikið frost valdið skemmdum á lögnum og jafnvel eignatjóni. „Allt sem getur klikkað, það klikkar alltaf á versta tíma, það er bara þannig,“ segir Sigurður Ingvar Hannesson, formaður félags pípulagningameistara. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að það sé gjarnan mikill annatími hjá pípulagningarmeisturum í kringum kuldaköst líkt og nú. „Aðalhættan er núna í vatnslögnum. Við tölum um heitavatn og svo vatnslagnir en fólk gleymir kannski að taka slöngur af garðkrönum. Það er mjög hættulegt vegna þess að þá tæmir hann sig ekki og þá getur hann frosið og sprungið inn í veggjum.“ Mikilvægt að passa upp á slönguna Í ljósi þessa segir hann það eiga að vera fyrsta verk fólks að athuga með slönguna.„Ef þið erum með garðslönguna út í garði eða tengda við krana sem á að tæma sig út, takið það af.“ Einnig ef fólk sér eitthvað vatn úti þá hvetur Sigurður fólk til þess að tæma það ef hægt er. Sigurður segir að svokallaðir þrýstijafnarar eigi það oft til að gefa sig á þessum tíma eða þá að bilun komi í ljós þegar kalt er í veðri. Bilunin lýsi sér oftast í því að þrýstijafnarinn festist í ákveðinni stöðu og gefi þá ekki meiri hita en stillingin gaf til kynna áður en hann festist. Aðalmálið að loka fyrir neysluvatn Sumir sumarhúsaeigendur gætu einnig þurft að huga að sínum málum. Sigurður segir að ef hitaveitukerfið sé í lagi í húsinu þá þurfi fólk yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af komandi frosti. „Númer eitt og tvö er að loka fyrir neysluvatn.“ „Það er aðalmálið, að það sé ekki opið vatn inn í húsið þegar enginn er á staðnum.“ Þegar kemur að heitum pottum þá segir hann að ef gengið sé rétt frá þeim sé engin þörf á áhyggjum á þessum tíma. „Ef að menn opna fyrir frárennslið, vatnið á að vera sjálftæmandi eða með hitaþræði í. Þannig ef að það er rétt gengið frá þessu í upphafi þá á það ekki að skipta máli.“ Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. 13. desember 2019 08:12 Norðanátt ríkir áfram yfir kalda helgi Í næstu viku dregur svo úr frosti. 12. desember 2019 07:03 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Kalt verður í veðri fram yfir helgi og ættu landsmenn að búa sig undir tveggja stafa frost næstu daga.Er mælt með því að fólk fari að huga að vatnslögnum í híbýlum sínum og sumarbústöðum, enda getur mikið frost valdið skemmdum á lögnum og jafnvel eignatjóni. „Allt sem getur klikkað, það klikkar alltaf á versta tíma, það er bara þannig,“ segir Sigurður Ingvar Hannesson, formaður félags pípulagningameistara. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að það sé gjarnan mikill annatími hjá pípulagningarmeisturum í kringum kuldaköst líkt og nú. „Aðalhættan er núna í vatnslögnum. Við tölum um heitavatn og svo vatnslagnir en fólk gleymir kannski að taka slöngur af garðkrönum. Það er mjög hættulegt vegna þess að þá tæmir hann sig ekki og þá getur hann frosið og sprungið inn í veggjum.“ Mikilvægt að passa upp á slönguna Í ljósi þessa segir hann það eiga að vera fyrsta verk fólks að athuga með slönguna.„Ef þið erum með garðslönguna út í garði eða tengda við krana sem á að tæma sig út, takið það af.“ Einnig ef fólk sér eitthvað vatn úti þá hvetur Sigurður fólk til þess að tæma það ef hægt er. Sigurður segir að svokallaðir þrýstijafnarar eigi það oft til að gefa sig á þessum tíma eða þá að bilun komi í ljós þegar kalt er í veðri. Bilunin lýsi sér oftast í því að þrýstijafnarinn festist í ákveðinni stöðu og gefi þá ekki meiri hita en stillingin gaf til kynna áður en hann festist. Aðalmálið að loka fyrir neysluvatn Sumir sumarhúsaeigendur gætu einnig þurft að huga að sínum málum. Sigurður segir að ef hitaveitukerfið sé í lagi í húsinu þá þurfi fólk yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af komandi frosti. „Númer eitt og tvö er að loka fyrir neysluvatn.“ „Það er aðalmálið, að það sé ekki opið vatn inn í húsið þegar enginn er á staðnum.“ Þegar kemur að heitum pottum þá segir hann að ef gengið sé rétt frá þeim sé engin þörf á áhyggjum á þessum tíma. „Ef að menn opna fyrir frárennslið, vatnið á að vera sjálftæmandi eða með hitaþræði í. Þannig ef að það er rétt gengið frá þessu í upphafi þá á það ekki að skipta máli.“
Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. 13. desember 2019 08:12 Norðanátt ríkir áfram yfir kalda helgi Í næstu viku dregur svo úr frosti. 12. desember 2019 07:03 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. 13. desember 2019 08:12