Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2019 18:30 Landvernd segir yfirvöld og orkufyrirtækin hafa brugðist almenningi við uppbyggingu raforkuinnviða en skella sökinni á aðra. Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. Þjóðaröryggi var ógnað þegar fjarskipti rofnuðu og rafkynding ekki til staðar vegna rafmagnsleysis. Byggðalínan varð fyrir miklu tjóni. Hún er komin til ára sinna og kallað eftir úrbætum á henni. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sögðu það ferli tímafrekt og landeigendur, sem ekki eiga fasta búsetu þar, marga hverja trega til að hleypa innviðum í gegnum sína jörð. Samgönguráðherra sagði í fréttum í gær að þjóðaröryggi ætti að vega þyngra en réttur landeigenda. Þannig væri það á Norðurlöndunum. Á flótta undan eigin ábyrgð Framkvæmdastjóri Landverndar segir forsvarsmenn orkufyrirtækjanna hengja bakara fyrir smið. „Mér finnst þetta mjög skrýtin umræða komandi frá risastórum ríkisfyrirtækjum sem eiga að sjá til að innviðirnir séu í lagi, en virðast bara benda á einhverja aðra. Þeir hafa verið mjög virkir í því að leggja línur og láta allt ganga upp fyrir stóriðjuna. Svo þegar þeir eiga sinna þjónustuhlutverki sínu fyrir almenning og byggja upp innviði, þá er það einhverjum öðrum að kenna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það sem okkur sýnist hafa gerst er ekkert af þeim línum sem hafa í raun og veru verið umdeildar, heldur eru þetta staðir sem fyrirtæki hafa ekki staðið sig í þjónustu við.“ Vilja raflínur í jörð Hún segir Landvernd hafa bent á kosti þess að leggja raflínur í jörð. „Við höfum bent á það árum saman. Landsnet hefur bara núna á allra síðustu árum tekið það til greina. Við höfum farið í mjög mikla vinnu til að fá Landsnet og önnur raforkufyrirtæki til að skoða það yfir höfuð. Þau segja að jarðstrengir séu svo dýrir og komi ekki til greina. Við ætlum að þakka okkur pínulítið fyrir það að Landsnet er farið að skoða jarðstrengi fyrir alvöru.“ Landvernd hafi einungis farið í málaferli vegna raflína sem eiga að þjónusta stóriðju, þar á meðal vegna Bakkalínu og á Suðurnesjum. Umhverfismál þjóðaröryggismál Samtökin myndu mótmæla því harðlega ef gengið yrði kærurétt varðandi lagningu raflína, rétturinn standi ekki í vegi fyrir innviðauppbyggingu. Landvernd setji raunverulegt þjóðaröryggi ofar umhverfismálum. „Ef um raunverulegt þjóðaröryggi er að ræða er það eitthvað sem þarf að skoða heildstætt. Landsnet fór út í kringum ársfund sinn á þessu ári að rafmagnsskortur væri yfirvofandi í landinu og þetta væri þjóðaröryggismál. Þegar við erum að horfa á að 80 prósent af því rafmagni sem við erum að framleiða á Íslandi fer til stóriðju þá er þetta algjörlega út í hött að vera tala um þjóðaröryggismál út af rafmagnsskorti þegar við erum að selja alla raforkuna okkar til erlendra stórfyrirtækja. Eins og ástandið er í heiminum í dag, þá eru umhverfismál þjóðaröryggismál.“ Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Umhverfismál Tengdar fréttir Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Landvernd segir yfirvöld og orkufyrirtækin hafa brugðist almenningi við uppbyggingu raforkuinnviða en skella sökinni á aðra. Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. Þjóðaröryggi var ógnað þegar fjarskipti rofnuðu og rafkynding ekki til staðar vegna rafmagnsleysis. Byggðalínan varð fyrir miklu tjóni. Hún er komin til ára sinna og kallað eftir úrbætum á henni. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sögðu það ferli tímafrekt og landeigendur, sem ekki eiga fasta búsetu þar, marga hverja trega til að hleypa innviðum í gegnum sína jörð. Samgönguráðherra sagði í fréttum í gær að þjóðaröryggi ætti að vega þyngra en réttur landeigenda. Þannig væri það á Norðurlöndunum. Á flótta undan eigin ábyrgð Framkvæmdastjóri Landverndar segir forsvarsmenn orkufyrirtækjanna hengja bakara fyrir smið. „Mér finnst þetta mjög skrýtin umræða komandi frá risastórum ríkisfyrirtækjum sem eiga að sjá til að innviðirnir séu í lagi, en virðast bara benda á einhverja aðra. Þeir hafa verið mjög virkir í því að leggja línur og láta allt ganga upp fyrir stóriðjuna. Svo þegar þeir eiga sinna þjónustuhlutverki sínu fyrir almenning og byggja upp innviði, þá er það einhverjum öðrum að kenna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Það sem okkur sýnist hafa gerst er ekkert af þeim línum sem hafa í raun og veru verið umdeildar, heldur eru þetta staðir sem fyrirtæki hafa ekki staðið sig í þjónustu við.“ Vilja raflínur í jörð Hún segir Landvernd hafa bent á kosti þess að leggja raflínur í jörð. „Við höfum bent á það árum saman. Landsnet hefur bara núna á allra síðustu árum tekið það til greina. Við höfum farið í mjög mikla vinnu til að fá Landsnet og önnur raforkufyrirtæki til að skoða það yfir höfuð. Þau segja að jarðstrengir séu svo dýrir og komi ekki til greina. Við ætlum að þakka okkur pínulítið fyrir það að Landsnet er farið að skoða jarðstrengi fyrir alvöru.“ Landvernd hafi einungis farið í málaferli vegna raflína sem eiga að þjónusta stóriðju, þar á meðal vegna Bakkalínu og á Suðurnesjum. Umhverfismál þjóðaröryggismál Samtökin myndu mótmæla því harðlega ef gengið yrði kærurétt varðandi lagningu raflína, rétturinn standi ekki í vegi fyrir innviðauppbyggingu. Landvernd setji raunverulegt þjóðaröryggi ofar umhverfismálum. „Ef um raunverulegt þjóðaröryggi er að ræða er það eitthvað sem þarf að skoða heildstætt. Landsnet fór út í kringum ársfund sinn á þessu ári að rafmagnsskortur væri yfirvofandi í landinu og þetta væri þjóðaröryggismál. Þegar við erum að horfa á að 80 prósent af því rafmagni sem við erum að framleiða á Íslandi fer til stóriðju þá er þetta algjörlega út í hött að vera tala um þjóðaröryggismál út af rafmagnsskorti þegar við erum að selja alla raforkuna okkar til erlendra stórfyrirtækja. Eins og ástandið er í heiminum í dag, þá eru umhverfismál þjóðaröryggismál.“
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Umhverfismál Tengdar fréttir Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43