Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2019 18:30 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Vísir/Egill Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. Framkvæmdastjóri Landverndar sagði Landsnet hafa brugðist skyldum sínum gagnvart almenning við uppbyggingu á raforkuinnviðum. „Við höfum verið að segja þetta árum saman sjálf að við komumst ekki nógu hratt í að byggja upp innviðina. Ég tek því undir þessa gagnrýni. Það hefur verið hjá okkur fyrst og fremst tafir að fá leyfi, sérstaklega vegna framkvæmda sem eru umdeildar,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Sauðárkrókslína er orðin 40 ára gömul og brást algjörlega í óveðrinu í liðinni viku. Sveitarstjórnin hafði barist í tíu ár fyrir úrbótum. „Það var fyrst og fremst að það tók langan tíma að klára aðalskipulagið hjá sveitarfélaginu. Við vorum fyrst og fremst að bíða eftir því. Við vorum búnir að fjármagna okkur og kaupa hluta búnaðarins. En þetta tafðist meira en við ætluðum.“ Sveitarstjórn Skagafjarðar bendir á að Sauðárkrókslína 2 hafi verið inni aðalskipulagi frá 2012. Landsnet sótti um breytingar 2017 sem sveitarfélagið afgreiddi síðan í apríl 2019. Landsneti hafi ekki sótt um framkvæmdaleyfi fyrr en 18. júlí 2019 sem sveitarstjórnin afgreiddi 31. júlí. Vilja nota jarðstrengi Landeigendur sem gagnrýndir eru fyrir að hleypa ekki innviðum í gegnum jörð sína hafa bent á að þeir myndu glaðir hleypa jarðstrengjum þar í gegn. Guðmundur segir Landsnet nýta jarðstrengi eins og kostur er. „Við notum mjög mikið jarðstrengi og allstaðar þar sem við komum því við samkvæmt þeim reglum sem við störfum eftir nýtum við jarðstrengi. Auðvitað eru jarðstrengir þess eðlis að þeir hafa líka umhverfisáhrif og eru kannski ekki alltaf kostur en mjög mörgum tilfellum góður kostur. Þegar við tölum um stóru flutningslínurnar, sem mest er deilt um, er ekki hægt að leggja þær allar í jörð. Ástæðan er tæknilegt mál, þá getum við ekki stjórnað spennunni og tryggt nægjanleg gæði til neytenda og því takmörkuð auðlind. Þegar við horfum til Norðurlands þá er kannski hægt að leggja 10 til 15 prósent af þessum stóru línum í jörð. Hvort það leysi mál, getur vel verið í sumum tilfellum en alveg örugglega ekki öllum.“ Nauðsynlegt að skapa sátt Hann segir nauðsynlegt að skapa sátt um framkvæmdir. „Ég held að það sé mikilvægast fyrir okkur að ná betri sátt um þessar framkvæmdir. Það er lykillinn að því að komast áfram. Í framhaldi af því þurfum við að huga að regluverkinu sem við erum að nota og hvort ekki sé hægt að gera það einfaldara og skilvirkara. Í því samhengi höfum við horft til annarra þjóða. Það eru aðrir sem hafa lent í sambærilegri stöðu. Þar er búið að breyta regluverkinu og taka þetta saman í eitt ferli í staðinn fyrir mörg. Þar koma þessir aðilar allir saman og komast að niðurstöðu og í framhaldi að því er veitt framkvæmdaleyfi.“ Spurður hvaða framkvæmdir þyrfti að ráðast í strax til að koma í veg fyrir að svona aðstæður skapist aftur líkt og raunin varð í óveðrinu í liðinni viku svarar Guðmundur: „Við höfum lagt áherslu á að styrkja meginflutningskerfið fyrir norðan. Það eru þrjár línur sem við leggjum áherslu á. Það er Kröflulína 3, Hólasandslína 3 sem fer frá Kröflu inn á Akureyri og svo Blöndulínu 3. Þá erum við komnir með sterkt eyjakerfi fyrir norðan. Byggðalínan var að leysa út nokkrum sinnum á þessu svæði. Síðan horfum við á svæðisbundnu kerfin, þar sem skemmdirnar lentu núna. Þar þarf líka að ráðast í úrbætur. Það höfum við verið að gera hægt og bítandi með því að byggja spennustöðvar sem eru inni og óháðar veðrum. Og reyna að fjölga fæðileiðum til notenda. Ef önnur fæðing hefði verið inn á Dalvík þá hefði hugsanlega ekki verið straumleysi ef sú fæðilína hefði staðist veðrið.“ Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. Framkvæmdastjóri Landverndar sagði Landsnet hafa brugðist skyldum sínum gagnvart almenning við uppbyggingu á raforkuinnviðum. „Við höfum verið að segja þetta árum saman sjálf að við komumst ekki nógu hratt í að byggja upp innviðina. Ég tek því undir þessa gagnrýni. Það hefur verið hjá okkur fyrst og fremst tafir að fá leyfi, sérstaklega vegna framkvæmda sem eru umdeildar,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Sauðárkrókslína er orðin 40 ára gömul og brást algjörlega í óveðrinu í liðinni viku. Sveitarstjórnin hafði barist í tíu ár fyrir úrbótum. „Það var fyrst og fremst að það tók langan tíma að klára aðalskipulagið hjá sveitarfélaginu. Við vorum fyrst og fremst að bíða eftir því. Við vorum búnir að fjármagna okkur og kaupa hluta búnaðarins. En þetta tafðist meira en við ætluðum.“ Sveitarstjórn Skagafjarðar bendir á að Sauðárkrókslína 2 hafi verið inni aðalskipulagi frá 2012. Landsnet sótti um breytingar 2017 sem sveitarfélagið afgreiddi síðan í apríl 2019. Landsneti hafi ekki sótt um framkvæmdaleyfi fyrr en 18. júlí 2019 sem sveitarstjórnin afgreiddi 31. júlí. Vilja nota jarðstrengi Landeigendur sem gagnrýndir eru fyrir að hleypa ekki innviðum í gegnum jörð sína hafa bent á að þeir myndu glaðir hleypa jarðstrengjum þar í gegn. Guðmundur segir Landsnet nýta jarðstrengi eins og kostur er. „Við notum mjög mikið jarðstrengi og allstaðar þar sem við komum því við samkvæmt þeim reglum sem við störfum eftir nýtum við jarðstrengi. Auðvitað eru jarðstrengir þess eðlis að þeir hafa líka umhverfisáhrif og eru kannski ekki alltaf kostur en mjög mörgum tilfellum góður kostur. Þegar við tölum um stóru flutningslínurnar, sem mest er deilt um, er ekki hægt að leggja þær allar í jörð. Ástæðan er tæknilegt mál, þá getum við ekki stjórnað spennunni og tryggt nægjanleg gæði til neytenda og því takmörkuð auðlind. Þegar við horfum til Norðurlands þá er kannski hægt að leggja 10 til 15 prósent af þessum stóru línum í jörð. Hvort það leysi mál, getur vel verið í sumum tilfellum en alveg örugglega ekki öllum.“ Nauðsynlegt að skapa sátt Hann segir nauðsynlegt að skapa sátt um framkvæmdir. „Ég held að það sé mikilvægast fyrir okkur að ná betri sátt um þessar framkvæmdir. Það er lykillinn að því að komast áfram. Í framhaldi af því þurfum við að huga að regluverkinu sem við erum að nota og hvort ekki sé hægt að gera það einfaldara og skilvirkara. Í því samhengi höfum við horft til annarra þjóða. Það eru aðrir sem hafa lent í sambærilegri stöðu. Þar er búið að breyta regluverkinu og taka þetta saman í eitt ferli í staðinn fyrir mörg. Þar koma þessir aðilar allir saman og komast að niðurstöðu og í framhaldi að því er veitt framkvæmdaleyfi.“ Spurður hvaða framkvæmdir þyrfti að ráðast í strax til að koma í veg fyrir að svona aðstæður skapist aftur líkt og raunin varð í óveðrinu í liðinni viku svarar Guðmundur: „Við höfum lagt áherslu á að styrkja meginflutningskerfið fyrir norðan. Það eru þrjár línur sem við leggjum áherslu á. Það er Kröflulína 3, Hólasandslína 3 sem fer frá Kröflu inn á Akureyri og svo Blöndulínu 3. Þá erum við komnir með sterkt eyjakerfi fyrir norðan. Byggðalínan var að leysa út nokkrum sinnum á þessu svæði. Síðan horfum við á svæðisbundnu kerfin, þar sem skemmdirnar lentu núna. Þar þarf líka að ráðast í úrbætur. Það höfum við verið að gera hægt og bítandi með því að byggja spennustöðvar sem eru inni og óháðar veðrum. Og reyna að fjölga fæðileiðum til notenda. Ef önnur fæðing hefði verið inn á Dalvík þá hefði hugsanlega ekki verið straumleysi ef sú fæðilína hefði staðist veðrið.“
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30
Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22