Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2019 19:15 Mikill hiti er í bændum og búaliði í Biskupstungum sem mótmæla harðlega áformum stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Þá leggst sveitarstjórn Bláskógabyggðar alfarið gegn um stofnun þjóðgarðsins. Íbúar í Reykholti í Biskupstungum sem er í Bláskógabyggð koma mikið saman í Bjarnabúð til að ræða málin, fá sér kaffi og taka í nefið. Mál málanna þessa dagana eru áform umhverfis og auðlindaráðherra um að leggja fram frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Ísland. Anddyri þjóðgarðsins yrði í Bláskógabyggð við Kjalveg. Miðhálendið tekur yfir um 40% af flatarmáli Íslands. Tungnamönnum líst ekkert á hugmyndina, hvað þá sveitarstjórn Bláskógabyggðar sem segir alls ekki tímabært að stofna þjóðgarð á miðhálendinu. „Þetta kemur fyrst og fremst illa við okkur varðandi það að við erum að missa skipulagsvaldið, skipulagsvaldið mun skerðast, það er alveg klárt og hvernig menn segja að útfærslan eigi að vera. Þetta er eitthvað, sem sveitarfélög verða að passa gríðarlega upp á því það er alltaf verið að tala um á tyllidögum að styrkja sveitarstjórnarstigið en með þessu er verið að veikja sveitarstjórnarstigið,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Er þetta eigingirni í ykkur? „Nei, alls ekki, alls ekki, ég held að við höfum passað vel upp á afréttin og hálendið hingað til og munum gera það áfram. Ég held að okkur sé best treystandi til að sjá um þessi mál.“ Málið er heitt í Biskupstungum enda hafa allir skoðun á því hvort þjóðgarður verður byggður upp á miðhálendinu eða ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðrún S. Magnúsdóttir er fjallkóngur Tungnamanna, bóndi og situr í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Hún vill alls ekki þjóðgarð á miðhálendið. „Það kemur nú berlega í ljós núna á þessum dögum að það væri nú nær að byggja upp sterka innviði þar sem er byggð á Íslandi fyrir norðan, austan og vestan þar sem allt er í molum núna. Svona ný ríkisstofnun, þetta er ekkert annað en ný ríkisstofnun hún kallar á gríðarlega fjármuni ef vel á að vera,“ segir Guðrún og bætir við: „Við höfum mikla tengingu við hálendið. Þetta mun bara stíga á okkur og menn skulu ekki halda það Magnús Hlynur að þegar þetta er orðið ríkisstofnun og menn fyrir sunnan, því ráðherra mun að endingu hafa mestu völd, hver sem það verður hverju sinni, þá erum við ekki að fara að vinna þarna í sjálfboðaliðavinnu meðan einhverjir herrar fyrri sunnan fá greidd laun fyrir það, menn verða þá að sjá um skúringarnar sjálfir líka.“ Bláskógabyggð Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Mikill hiti er í bændum og búaliði í Biskupstungum sem mótmæla harðlega áformum stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Þá leggst sveitarstjórn Bláskógabyggðar alfarið gegn um stofnun þjóðgarðsins. Íbúar í Reykholti í Biskupstungum sem er í Bláskógabyggð koma mikið saman í Bjarnabúð til að ræða málin, fá sér kaffi og taka í nefið. Mál málanna þessa dagana eru áform umhverfis og auðlindaráðherra um að leggja fram frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Ísland. Anddyri þjóðgarðsins yrði í Bláskógabyggð við Kjalveg. Miðhálendið tekur yfir um 40% af flatarmáli Íslands. Tungnamönnum líst ekkert á hugmyndina, hvað þá sveitarstjórn Bláskógabyggðar sem segir alls ekki tímabært að stofna þjóðgarð á miðhálendinu. „Þetta kemur fyrst og fremst illa við okkur varðandi það að við erum að missa skipulagsvaldið, skipulagsvaldið mun skerðast, það er alveg klárt og hvernig menn segja að útfærslan eigi að vera. Þetta er eitthvað, sem sveitarfélög verða að passa gríðarlega upp á því það er alltaf verið að tala um á tyllidögum að styrkja sveitarstjórnarstigið en með þessu er verið að veikja sveitarstjórnarstigið,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Er þetta eigingirni í ykkur? „Nei, alls ekki, alls ekki, ég held að við höfum passað vel upp á afréttin og hálendið hingað til og munum gera það áfram. Ég held að okkur sé best treystandi til að sjá um þessi mál.“ Málið er heitt í Biskupstungum enda hafa allir skoðun á því hvort þjóðgarður verður byggður upp á miðhálendinu eða ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðrún S. Magnúsdóttir er fjallkóngur Tungnamanna, bóndi og situr í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Hún vill alls ekki þjóðgarð á miðhálendið. „Það kemur nú berlega í ljós núna á þessum dögum að það væri nú nær að byggja upp sterka innviði þar sem er byggð á Íslandi fyrir norðan, austan og vestan þar sem allt er í molum núna. Svona ný ríkisstofnun, þetta er ekkert annað en ný ríkisstofnun hún kallar á gríðarlega fjármuni ef vel á að vera,“ segir Guðrún og bætir við: „Við höfum mikla tengingu við hálendið. Þetta mun bara stíga á okkur og menn skulu ekki halda það Magnús Hlynur að þegar þetta er orðið ríkisstofnun og menn fyrir sunnan, því ráðherra mun að endingu hafa mestu völd, hver sem það verður hverju sinni, þá erum við ekki að fara að vinna þarna í sjálfboðaliðavinnu meðan einhverjir herrar fyrri sunnan fá greidd laun fyrir það, menn verða þá að sjá um skúringarnar sjálfir líka.“
Bláskógabyggð Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira