Fjórir af fimm og tveir til viðbótar vanhæfir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 13:24 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir velur úr þeim þremur umsækjendum sem dómnefndin mat hæfasta. Vísir/Vilhelm Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt, Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Landsrétt og Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, þykja hæfust þeirra átta umsækjenda sem sóttu um laust embætti Hæstaréttardómara á dögunum. Hinir umsækjendurnir þrír voru Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, Ása Ólafsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Guðni Á. Haraldsson lögmaður og Oddný Mjöll Arnardóttir.Umsögn dómnefndar var birt á vef dómstólaráðuneytisins fyrir helgi. Athygli vekur hve flókið reyndist að skipa dómnefndina í þetta skiptið en nefndin hefur það hlutverk að fara yfir mál umsækjenda um dómarastörf hér á landi. Fjórir af fimm aðalmönnum í hæfnisnefnd lýstu yfir vanhæfi til að koma að mati á umsækjendunum átta. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara er skipuð fimm einstaklingum. Ingimundur Einarsson dómari er formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru Kristín Benediktsdóttir dósent, Ragnhildur Helgadóttir prófessor, Ragnheiður Harðardóttir dómari og Óskar Sigurðsson lögmaður. Öll nema Ragnhildur Helgadóttir lýstu yfir vanhæfi vegna tengsla við umsækjendur. Sem dæmi er Ingimundur bróðir Ingveldar sem sækir um og vék hann því úr nefndinni. Tóku varamennirnir Áslaug Árnadóttir, Valtýr Sigurðsson, Halldór Halldórsson og Guðrún Björk Bjarnadóttir sæti í nefndinni. Í framhaldinu lýsti Valtýr sig vanhæfan og var Víðir Smári Petersen lögmaður tilnefndur í hans stað. Einn umsækjandi gerði athugasemd við skipan hans og var skipanin í framhaldinu dregin til baka. Var Reimar Pétursson lögmaður skipaður í nefndina í stað Valtýs. Þá var Áslaug skipuð formaður nefndarinnar. Var það mat nefndarinnar að allir umsækjendurnir átta væru hæfir til að gegna stöðu Hæstaréttardómara. En fyrrnefnd þrjú væru hæfust umsækjenda. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun í framhaldinu skipa nýjan Hæstaréttardómara. Dómstólar Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt, Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Landsrétt og Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, þykja hæfust þeirra átta umsækjenda sem sóttu um laust embætti Hæstaréttardómara á dögunum. Hinir umsækjendurnir þrír voru Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, Ása Ólafsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Guðni Á. Haraldsson lögmaður og Oddný Mjöll Arnardóttir.Umsögn dómnefndar var birt á vef dómstólaráðuneytisins fyrir helgi. Athygli vekur hve flókið reyndist að skipa dómnefndina í þetta skiptið en nefndin hefur það hlutverk að fara yfir mál umsækjenda um dómarastörf hér á landi. Fjórir af fimm aðalmönnum í hæfnisnefnd lýstu yfir vanhæfi til að koma að mati á umsækjendunum átta. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara er skipuð fimm einstaklingum. Ingimundur Einarsson dómari er formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru Kristín Benediktsdóttir dósent, Ragnhildur Helgadóttir prófessor, Ragnheiður Harðardóttir dómari og Óskar Sigurðsson lögmaður. Öll nema Ragnhildur Helgadóttir lýstu yfir vanhæfi vegna tengsla við umsækjendur. Sem dæmi er Ingimundur bróðir Ingveldar sem sækir um og vék hann því úr nefndinni. Tóku varamennirnir Áslaug Árnadóttir, Valtýr Sigurðsson, Halldór Halldórsson og Guðrún Björk Bjarnadóttir sæti í nefndinni. Í framhaldinu lýsti Valtýr sig vanhæfan og var Víðir Smári Petersen lögmaður tilnefndur í hans stað. Einn umsækjandi gerði athugasemd við skipan hans og var skipanin í framhaldinu dregin til baka. Var Reimar Pétursson lögmaður skipaður í nefndina í stað Valtýs. Þá var Áslaug skipuð formaður nefndarinnar. Var það mat nefndarinnar að allir umsækjendurnir átta væru hæfir til að gegna stöðu Hæstaréttardómara. En fyrrnefnd þrjú væru hæfust umsækjenda. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun í framhaldinu skipa nýjan Hæstaréttardómara.
Dómstólar Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira