Ef gefa á dýr í jólagjöf þarfnast það undirbúnings og ábyrgðar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2019 21:15 Formaður dýraverndarsambands Íslands varar við því að fólk gefi dýr óvænt í jólagjöf. Slíkt þurfi að undirbúa vel. Dýrin séu skyni gæddar verur sem þurfi að taka ábyrgð á. „Það hefur verið lenska að gefa dýr til fólks án þess að undirbúa það. Fólk á alltaf að vera meðvitað um það þegar það tekur að sér dýr að það er til þess tíma sem dýrið lifir,“ segir Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsambands Íslands. Hún segir til dæmis að ef gefa á barni dýr í jólagjöf þurfi að undirbúa það vel. „Ekki pakka hundinum í jólapakka og geyma frammi einhvers staðar. Það þarf að undirbúa gjöfina þannig að hvolpurinn sé ekki hræddur í aðstæðunum. Það er betra að koma á óvart með að biðja annan að geyma hann og koma svo með hann. Hins vegar er ekki sniðugt að taka dýr og gefa sem óvænta gjöf,“ segir hún. Hallgerður segir að þó að um sé að ræða smádýr þurfi að huga vel að þörfum þeirra. „Það er hætta á að þegar smádýrin eru gefin sem tækifærisgjafir jafnvel börnum að þá fylgi ekki með sú umönnun sem er nauðsynleg fyrir dýrin. Dýr eru skyni gæddar verur, þau eru ekki hlutir og það þarf að huga vel að þörum þeirra og fullorðnir þurfa að taka þá ábyrgð að sér,“ segir Hallgerður. Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins segir að starfsfólk upplýsi ávallt um þá ábyrgð sem því fylgir að fá sér dýr. Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins segir að starfsfólk upplýsi ávallt um þá ábyrgð sem því fylgir. „Það er þó nokkuð um það að fólk kemur hingað til að kaupa dýr og setja í jólapakkann. Við förum ítarlega í gegnum það með fólki hvaða ábyrgð fylgir því að taka að sér dýr,“ segir Þórarinn. Dýr Jól Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Formaður dýraverndarsambands Íslands varar við því að fólk gefi dýr óvænt í jólagjöf. Slíkt þurfi að undirbúa vel. Dýrin séu skyni gæddar verur sem þurfi að taka ábyrgð á. „Það hefur verið lenska að gefa dýr til fólks án þess að undirbúa það. Fólk á alltaf að vera meðvitað um það þegar það tekur að sér dýr að það er til þess tíma sem dýrið lifir,“ segir Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsambands Íslands. Hún segir til dæmis að ef gefa á barni dýr í jólagjöf þurfi að undirbúa það vel. „Ekki pakka hundinum í jólapakka og geyma frammi einhvers staðar. Það þarf að undirbúa gjöfina þannig að hvolpurinn sé ekki hræddur í aðstæðunum. Það er betra að koma á óvart með að biðja annan að geyma hann og koma svo með hann. Hins vegar er ekki sniðugt að taka dýr og gefa sem óvænta gjöf,“ segir hún. Hallgerður segir að þó að um sé að ræða smádýr þurfi að huga vel að þörfum þeirra. „Það er hætta á að þegar smádýrin eru gefin sem tækifærisgjafir jafnvel börnum að þá fylgi ekki með sú umönnun sem er nauðsynleg fyrir dýrin. Dýr eru skyni gæddar verur, þau eru ekki hlutir og það þarf að huga vel að þörum þeirra og fullorðnir þurfa að taka þá ábyrgð að sér,“ segir Hallgerður. Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins segir að starfsfólk upplýsi ávallt um þá ábyrgð sem því fylgir að fá sér dýr. Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins segir að starfsfólk upplýsi ávallt um þá ábyrgð sem því fylgir. „Það er þó nokkuð um það að fólk kemur hingað til að kaupa dýr og setja í jólapakkann. Við förum ítarlega í gegnum það með fólki hvaða ábyrgð fylgir því að taka að sér dýr,“ segir Þórarinn.
Dýr Jól Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira