Sportpakkinn: Átján ára hollenskur landsliðsmaður hetja Bayern í sínum fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 15:00 Joshua Zirkzee átti frábæra innkomu hjá Bayern í gærkvöldi. Hér fagnar hann markinu sínu. Getty/TF-Images Bayern er enn fjórum stigum á eftir efstu liðum þýsku deildarinnar eftir leikina í gær en það munaði ekki miklu að munurinn væri enn meiri. Arnar Björnsson skoðaði leiki gærdagsins í þýsku bundesligunni og óvænta hetju Bæjara. Knattspyrnustjóri Borussia Mönchengladbach gerði sex breytingar frá tapi gegn Wolfsburg um helgina þegar neðsta liðið Paderborn kom í heimsókn á Borussia Park gærkvöldi. Gladbach gat jafnað við Leipzig á toppnum í Bundesligunni með sigri. Staðan var 0-0 í hálfleik en seinni hálfleikurinn var nýhafinn þegar Patrick Herrmann vann boltann af Jamilu Collins. Lars Stindl sendi á Alassane Plea og Frakkinn skoraði fimmta mark sitt í deildinni í vetur. Um miðjan hálfleikinn var dæmd vítaspyrna þegar Sebastian Schonlau slæmdi hendinni í andlitið á Patrick Hermann. Lars Stindl skoraði úr vítaspyrnunni. Gladbach vann leikinn því 2-0 og er líkt og Leipzig með 34 stig en Leipzig heldur fyrsta sætinu á markamun. Bayern Mülnchen er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir efstu liðunum. Freiburg var mótherji meistaranna í Bayern München. Hinn 19 ára Alphonso Davies lagði upp fyrsta markið fyrir Robert Lewandowski. Nítjánda mark Pólverjans í deildinni á leiktíðinni og 221. mark hans í Bundesligunni. Hann er þar með orðinn sá þriðji markahæsti frá upphafi eftir að hafa farið fram úr Jupp Heynkes í gærkvöldi.Markahæstu leikmenn í þýsku Bundesligunni frá upphafi:1. Gerd Müller 365 mörk í 365 leikjum2. Klaus Fishcer 268 mörk í 268 leikjum3. Robert Lewandowski 221 mark í 306 leikjum4. Jupp Heynkes 220 mörk í 369 leikjum5. Manfred Burgemüller 213 mörk í 447 leikjum Vincenzo Grifo jafnaði metin þegar hálftími var eftir en átján ára hollenskur landsliðsmaður, Joshua Zirkzee, kom af varamannabekknum í sínum fyrsta leik í deildinni. Hann var aðeins búinn að vera inn á í 104 sekúndur þegar hann kom Bæjurum yfir á annarri mínútu uppbótatímans. Zirkzee er sá þriðji yngsti sem skorar fyrir Bæjara í Bundesligunni, aðeins Roque Santa Cruz og Alphonso Davies voru yngri. Serge Gnabry bætti þriðja markinu við skömmu síðar og FC Bayern vann leikinn 3-1. Schalke er í fimmta sæti, stigi á eftir Bayern og Borussia Dortmund. Tyrkneski miðvörðurinn, Ozan Kabak, kom Schalke yfir gegn Wolfsburg í byrjun seinni hálfleiks. Þessi 19 ára strákur var valinn besti nýliðinn á síðustu leiktíð og lék sinn 1. og eina landsleik gegn Íslendingum í síðasta mánuði. Kevin Mbabu jafnaði metin og tryggði Wolfsburg stig, liðið er í 8. sæti með 24 stig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Átján ára hollenskur landsliðsmaður hetja Bayern í sínum fyrsta leik Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjá meira
Bayern er enn fjórum stigum á eftir efstu liðum þýsku deildarinnar eftir leikina í gær en það munaði ekki miklu að munurinn væri enn meiri. Arnar Björnsson skoðaði leiki gærdagsins í þýsku bundesligunni og óvænta hetju Bæjara. Knattspyrnustjóri Borussia Mönchengladbach gerði sex breytingar frá tapi gegn Wolfsburg um helgina þegar neðsta liðið Paderborn kom í heimsókn á Borussia Park gærkvöldi. Gladbach gat jafnað við Leipzig á toppnum í Bundesligunni með sigri. Staðan var 0-0 í hálfleik en seinni hálfleikurinn var nýhafinn þegar Patrick Herrmann vann boltann af Jamilu Collins. Lars Stindl sendi á Alassane Plea og Frakkinn skoraði fimmta mark sitt í deildinni í vetur. Um miðjan hálfleikinn var dæmd vítaspyrna þegar Sebastian Schonlau slæmdi hendinni í andlitið á Patrick Hermann. Lars Stindl skoraði úr vítaspyrnunni. Gladbach vann leikinn því 2-0 og er líkt og Leipzig með 34 stig en Leipzig heldur fyrsta sætinu á markamun. Bayern Mülnchen er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir efstu liðunum. Freiburg var mótherji meistaranna í Bayern München. Hinn 19 ára Alphonso Davies lagði upp fyrsta markið fyrir Robert Lewandowski. Nítjánda mark Pólverjans í deildinni á leiktíðinni og 221. mark hans í Bundesligunni. Hann er þar með orðinn sá þriðji markahæsti frá upphafi eftir að hafa farið fram úr Jupp Heynkes í gærkvöldi.Markahæstu leikmenn í þýsku Bundesligunni frá upphafi:1. Gerd Müller 365 mörk í 365 leikjum2. Klaus Fishcer 268 mörk í 268 leikjum3. Robert Lewandowski 221 mark í 306 leikjum4. Jupp Heynkes 220 mörk í 369 leikjum5. Manfred Burgemüller 213 mörk í 447 leikjum Vincenzo Grifo jafnaði metin þegar hálftími var eftir en átján ára hollenskur landsliðsmaður, Joshua Zirkzee, kom af varamannabekknum í sínum fyrsta leik í deildinni. Hann var aðeins búinn að vera inn á í 104 sekúndur þegar hann kom Bæjurum yfir á annarri mínútu uppbótatímans. Zirkzee er sá þriðji yngsti sem skorar fyrir Bæjara í Bundesligunni, aðeins Roque Santa Cruz og Alphonso Davies voru yngri. Serge Gnabry bætti þriðja markinu við skömmu síðar og FC Bayern vann leikinn 3-1. Schalke er í fimmta sæti, stigi á eftir Bayern og Borussia Dortmund. Tyrkneski miðvörðurinn, Ozan Kabak, kom Schalke yfir gegn Wolfsburg í byrjun seinni hálfleiks. Þessi 19 ára strákur var valinn besti nýliðinn á síðustu leiktíð og lék sinn 1. og eina landsleik gegn Íslendingum í síðasta mánuði. Kevin Mbabu jafnaði metin og tryggði Wolfsburg stig, liðið er í 8. sæti með 24 stig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Átján ára hollenskur landsliðsmaður hetja Bayern í sínum fyrsta leik
Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjá meira