Patrekur: Ekki víst að ég þjálfi meistaraflokkslið næsta vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2019 14:30 Patrekur ásamt aðstoðarmanni sínum, Claus Hansen, sem tekur við af honum næsta sumar. mynd/skjern Danska handboltaliðið Skjern tilkynnti í dag að Patrekur Jóhannesson myndi láta af þjálfun liðsins næsta sumar. Patrekur tók við liðinu síðasta sumar eftir að hafa gert Selfoss að Íslandsmeisturum. „Það eru svona þrjár vikur síðan ég tók þessa ákvörðun. Það var gluggi í samningnum sem gerði mér kleift að taka þessa ákvörðun núna. Þetta er búið að vera erfitt þar sem ég er með fjölskylduna heima og ég einn úti,“ segir Patrekur og bætti við að það væri gott að vera búinn að taka þessa ákvörðun og geta nú horft til framtíðar. „Þetta er samt ekkert búið hérna úti og við ætlum að láta til okkar taka í þessari sterku deild hérna eftir áramót. Aðstoðarmaður minn tekur svo við liðinu og það er fær þjálfari sem heldur áfram á sömu braut.“Sér ekki eftir neinu Þjálfarinn segist ekki sjá eftir því að hafa stokkið á þetta tækifæri þó svo það hafi verið stutt ævintýri að þessu sinni. „Alls ekki. Ég hefði alltaf séð eftir því ef ég hefði ekki tekið slaginn. Síðan ráða aðstæður því að ég hef ákveðið að fara heim,“ segir Patrekur en hefur hann þjálfað í síðasta sinn erlendis? „Ég vil nú ekki útiloka það en það verður að teljast ólíklegt að ég fari út á næstu árum þó svo maður viti aldrei hvað gerist. Hugurinn stefnir þó ekki aftur út á næstunni.“Gæti farið í unglingaþjálfun Patrekur segir alls óvíst hvað taki við er hann kemur heim. Hann sé nýbúinn að taka þessa ákvörðun og hefur ekkert ákveðið. „Ég verð nú að finna mér einhverja vinnu sama hver hún er. Það er ansi líklegt að ég geri eitthvað tengt handboltanum sama hvort það sé að þjálfa eitthvað lið eða hreinlega demba mér í unglingaþjálfun og láta gott af mér leiða þar. Mér finnst það líka spennandi. Það er því ekkert víst að ég fari að þjálfa meistaraflokkslið næsta vetur. Þetta verður bara allt að koma í ljós.“ Handbolti Tengdar fréttir Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Danska handboltaliðið Skjern tilkynnti í dag að Patrekur Jóhannesson myndi láta af þjálfun liðsins næsta sumar. Patrekur tók við liðinu síðasta sumar eftir að hafa gert Selfoss að Íslandsmeisturum. „Það eru svona þrjár vikur síðan ég tók þessa ákvörðun. Það var gluggi í samningnum sem gerði mér kleift að taka þessa ákvörðun núna. Þetta er búið að vera erfitt þar sem ég er með fjölskylduna heima og ég einn úti,“ segir Patrekur og bætti við að það væri gott að vera búinn að taka þessa ákvörðun og geta nú horft til framtíðar. „Þetta er samt ekkert búið hérna úti og við ætlum að láta til okkar taka í þessari sterku deild hérna eftir áramót. Aðstoðarmaður minn tekur svo við liðinu og það er fær þjálfari sem heldur áfram á sömu braut.“Sér ekki eftir neinu Þjálfarinn segist ekki sjá eftir því að hafa stokkið á þetta tækifæri þó svo það hafi verið stutt ævintýri að þessu sinni. „Alls ekki. Ég hefði alltaf séð eftir því ef ég hefði ekki tekið slaginn. Síðan ráða aðstæður því að ég hef ákveðið að fara heim,“ segir Patrekur en hefur hann þjálfað í síðasta sinn erlendis? „Ég vil nú ekki útiloka það en það verður að teljast ólíklegt að ég fari út á næstu árum þó svo maður viti aldrei hvað gerist. Hugurinn stefnir þó ekki aftur út á næstunni.“Gæti farið í unglingaþjálfun Patrekur segir alls óvíst hvað taki við er hann kemur heim. Hann sé nýbúinn að taka þessa ákvörðun og hefur ekkert ákveðið. „Ég verð nú að finna mér einhverja vinnu sama hver hún er. Það er ansi líklegt að ég geri eitthvað tengt handboltanum sama hvort það sé að þjálfa eitthvað lið eða hreinlega demba mér í unglingaþjálfun og láta gott af mér leiða þar. Mér finnst það líka spennandi. Það er því ekkert víst að ég fari að þjálfa meistaraflokkslið næsta vetur. Þetta verður bara allt að koma í ljós.“
Handbolti Tengdar fréttir Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04