Erlent

Brexit og heilbrigðismál efst á baugi í ræðu drottningar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Elísabet Bretlandsdrottning flutti stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á breska þinginu í dag. Stjórnin ætlar að einbeita sér að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Það var að venju mikill viðbúnaður þegar breska drottningin heimsótti þingmenn sína á þessum fyrsta fundi eftir að Íhaldsflokkurinn tryggði sér hreinan meirihluta í nýafstöðnum kosningum.

Boris Johnson forsætisráðherra útlistaði stefnu ríkisstjórnar sinnar í ræðunni, sem Elísabet drottning flutti svo. Yfirvofandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu var efst á baugi.



„Fyrsta forgangsatriði ríkisstjórnar minnar er að stýra Bretlandi út úr Evrópusambandinu þann 31. janúar. Ráðherrar munu leggja fram frumvörp til þess að tryggja útgöngu á þeim degi og til þess að tryggja að þau tækifæri sem bjóðast í kjölfarið verði nýtt,“ sagði Elísabet drottning. Einnig að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir innspýtingu í heilbrigðiskerfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×