Körfubolti

„Þórsarar eru með hörkugott byrjunarlið“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þór Ak. vann sinn fyrsta leik í Domino's deild karla í vetur þegar liðið bar sigurorð af Val, 79-88, á fimmtudaginn.

„Þór var næstum því búinn að vinna Stjörnuna í síðustu umferð. Þá voru þeir sjóðandi heitir og settu öll þriggja stiga skot niður,“ sagði Benedikt Guðmundsson í Domino's Körfuboltakvöldi.

„Það var ekki málið gegn Val. Þeir komust alla leið að körfunni, tóku annað hvort sniðsskot eða komust á vítalínuna.“

Þótt illa hafi gengið hjá Þór í vetur segir Hermann Hauksson að ýmislegt sé í liðið spunnið. Þórsarar hafi sérstaklega sýnt það eftir að hafa tapað með 61 stigi fyrir Njarðvíkingum, 113-52, í 7. umferð.

„Þeir hafa verið sterkir og svakalega vel spilandi eftir burstið gegn Njarðvík. Næsti leikur þar á eftir var gegn Stjörnunni og þeir töpuðu honum á lokaskotinu,“ sagði Hermann.

„Það er stígandi í þessu og þeir eru með hörkugott byrjunarlið.“

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Pavel: Eiginlega ekki fyndið lengur

Valur tapaði óvænt fyrir Þór Akureyri í Dominos-deild karla í körfubolta fyrr í kvöld. Fyrir leikinn var Þór á botni deildarinnar og hafði ekki unnið leik, á meðan lið Vals hafði tapað fjórum leikjum í röð eftir annars ágæta byrjun á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×