Maðurinn sem barðist við árásarmanninn með skögultönn hylltur sem hetja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2019 11:42 Skjáskot úr myndbandi. Hér má sjá skögultönnina. Vísir/skjáskot. Starfsmaður veislusalarins þar sem árásin sem framin var í London á föstudaginn hófst hefur verið hylltur sem hetja fyrir framgöngu sína við það að yfirbuga árásarmanninn. Hann var stunginn fimm sinnum en tókst að reka árásarmanninn út vopnaður skögultönn úr náhvali sem hékk á vegg salarins.Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan í salnum. Meðal þeirra var maður sem aðeins hefur verið nafngreindur hefur verið sem Lukasz, pólskur starfsmaður veislusalarins.Á vef Sky News er rætt við Toby Williamson framkvæmdastjóra veislusalarins þar sem hann lýsir framgöngu Lukasz. Segir Williamson að Lukasz hafi verið að vaska upp glös í kjallaranum er hann heyrði öskur. Það var þá sem árásarmaðurinn, Usman Khan, lét til skarar skríða með þeim afleiðingum að tveir létust.„Hann er með próf í fyrstuhjálp svo hann ákveður að hlaupa upp. Það er augljóst hvað er í gangi,“ sagði Williamson við Sky News. Það sem blasti við var Khan, vopnaður tveimur hnífum, að gera atlögu að gestum salarins.„Hann sér þessa skögultönn og tekur hana og byrjar að slást,“ sagði Williamson og bætir við að Lukasz hafi verið einn síns liðs.„Hann er að reyna að kaupa tíma fyrir hina til þess að flýja. Hann nær að stinga í átt að árásarmanninum og hittir í brjóstkassa hans,“ sagði Williamson. Þá varð ljóst að Khan var klæddur í einhvers konar vesti og segir Willamson á meðan þessu stóð hafi Lukasz verið stunginn fimm sinnum.„Hann er illa særður en hættir ekki,“ segir Williamson. Fljótlega bættust aðrir í hópinn til aðstoða Lukasz. Flúði árásarmaðurinn þá út en mennirnir sem höfðu barist við hann eltu hann út, meðal annars vopnaðir skögultönninni og slökkvitæki. Á myndbandi sem fylgir fréttinni má sjá hvernig mönnunum tókst að yfirbuga Khan, áður en lögregla mætir á svæðið.Í frétt Sky News segir að Lukasz muni fá orðu í Póllandi fyrir hugrekki hans á föstudaginn en hann hefur verið hylltur sem hetja í Bretlandi fyrir þátt sinn í að yfirbuga árásarmanninn og koma í veg fyrir frekari mannskaða.Tveir létust í árásinni sem rannsökuð er sem hryðjuverk. Bretland England Tengdar fréttir Konan sem lést í árásinni í London var 23 ára fyrrum nemi við Cambridge Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint bæði fórnarlömb stunguárásarinnar á Lundúnarbrú síðasta föstudag. 1. desember 2019 17:17 25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53 Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58 Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. 1. desember 2019 15:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Starfsmaður veislusalarins þar sem árásin sem framin var í London á föstudaginn hófst hefur verið hylltur sem hetja fyrir framgöngu sína við það að yfirbuga árásarmanninn. Hann var stunginn fimm sinnum en tókst að reka árásarmanninn út vopnaður skögultönn úr náhvali sem hékk á vegg salarins.Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan í salnum. Meðal þeirra var maður sem aðeins hefur verið nafngreindur hefur verið sem Lukasz, pólskur starfsmaður veislusalarins.Á vef Sky News er rætt við Toby Williamson framkvæmdastjóra veislusalarins þar sem hann lýsir framgöngu Lukasz. Segir Williamson að Lukasz hafi verið að vaska upp glös í kjallaranum er hann heyrði öskur. Það var þá sem árásarmaðurinn, Usman Khan, lét til skarar skríða með þeim afleiðingum að tveir létust.„Hann er með próf í fyrstuhjálp svo hann ákveður að hlaupa upp. Það er augljóst hvað er í gangi,“ sagði Williamson við Sky News. Það sem blasti við var Khan, vopnaður tveimur hnífum, að gera atlögu að gestum salarins.„Hann sér þessa skögultönn og tekur hana og byrjar að slást,“ sagði Williamson og bætir við að Lukasz hafi verið einn síns liðs.„Hann er að reyna að kaupa tíma fyrir hina til þess að flýja. Hann nær að stinga í átt að árásarmanninum og hittir í brjóstkassa hans,“ sagði Williamson. Þá varð ljóst að Khan var klæddur í einhvers konar vesti og segir Willamson á meðan þessu stóð hafi Lukasz verið stunginn fimm sinnum.„Hann er illa særður en hættir ekki,“ segir Williamson. Fljótlega bættust aðrir í hópinn til aðstoða Lukasz. Flúði árásarmaðurinn þá út en mennirnir sem höfðu barist við hann eltu hann út, meðal annars vopnaðir skögultönninni og slökkvitæki. Á myndbandi sem fylgir fréttinni má sjá hvernig mönnunum tókst að yfirbuga Khan, áður en lögregla mætir á svæðið.Í frétt Sky News segir að Lukasz muni fá orðu í Póllandi fyrir hugrekki hans á föstudaginn en hann hefur verið hylltur sem hetja í Bretlandi fyrir þátt sinn í að yfirbuga árásarmanninn og koma í veg fyrir frekari mannskaða.Tveir létust í árásinni sem rannsökuð er sem hryðjuverk.
Bretland England Tengdar fréttir Konan sem lést í árásinni í London var 23 ára fyrrum nemi við Cambridge Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint bæði fórnarlömb stunguárásarinnar á Lundúnarbrú síðasta föstudag. 1. desember 2019 17:17 25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53 Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58 Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. 1. desember 2019 15:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Konan sem lést í árásinni í London var 23 ára fyrrum nemi við Cambridge Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint bæði fórnarlömb stunguárásarinnar á Lundúnarbrú síðasta föstudag. 1. desember 2019 17:17
25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53
Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39
Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58
Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. 1. desember 2019 15:01