Þau Jones og Merritt voru stungin til bana af dæmdum hryðjuverkamanni sem var á reynslulausn, hinum 28 ára Usman Khan. Þrír til viðbótar særðust í árás Khan en hann var sjálfur skotinn til bana af lögreglu.
Fjölskylda Merritt og kærasta hans sóttu minningarathöfnina í Cambridge, en Merritt og Jones höfðu bæði úrskrifast úr Cambridgeháskóla og sótt sérstakt námskeið um endurhæfingu fanga á vegum háskólans þegar þau voru drepin.
Boris Johnson forsætisráðherra, Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna sóttu allir minningarathöfnina í Lundúnum. Sagði Khan borgarstjóri að íbúar Lundúna myndu aldrei láta hryðjuverkamenn kúga sig.
Usman Khan hafði verið sleppt úr fangelsi í desember á síðasta ári eftir að hafa afplánað helming refsingar sinnar.