Bein útsending: Áslaug Arna bregst við starfslokum Haraldar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 12:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun fjalla um málefni lögreglu á blaðamannafundi klukkan 13 í dag í Ráðherrabústaðnum. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í morgun kom ekkert nánar fram um efni fundarins. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sendi hins vegar í framhaldi af fundarborði Áslaugar Örnu tölvupóst á samstarfsfólk sitt hjá embætti ríkislögreglustjóra. Tilkynnti hann um starfslok um áramótin en hann hefur gegnt starfinu í 22 ár. Hann hefur lýst yfir áhuga á að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála og segist boðinn og búinn til að aðstoða ráðherra í þeim efnum. Reikna má með því að Áslaug ræði þessi mál en sömuleiðis skipulagsbreytingar á löggæslu í landinu sem unnið hefur verið að í ráðuneytinu undanfarnar vikur. Stendur meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir verður í beinni útsendingu frá blaðamannafundinum og sömuleiðis verður fylgst með gangi mála jafnóðum í vaktinni fyrir neðan spilarann, fyrir þá lesendur sem ekki eiga þess kost að horfa og hlusta á fundinn.Uppfært klukkan 13:37Beinni útsendingu er lokið en upptöku má sjá hér að neðan ásamt vaktinni.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun fjalla um málefni lögreglu á blaðamannafundi klukkan 13 í dag í Ráðherrabústaðnum. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í morgun kom ekkert nánar fram um efni fundarins. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sendi hins vegar í framhaldi af fundarborði Áslaugar Örnu tölvupóst á samstarfsfólk sitt hjá embætti ríkislögreglustjóra. Tilkynnti hann um starfslok um áramótin en hann hefur gegnt starfinu í 22 ár. Hann hefur lýst yfir áhuga á að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála og segist boðinn og búinn til að aðstoða ráðherra í þeim efnum. Reikna má með því að Áslaug ræði þessi mál en sömuleiðis skipulagsbreytingar á löggæslu í landinu sem unnið hefur verið að í ráðuneytinu undanfarnar vikur. Stendur meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir verður í beinni útsendingu frá blaðamannafundinum og sömuleiðis verður fylgst með gangi mála jafnóðum í vaktinni fyrir neðan spilarann, fyrir þá lesendur sem ekki eiga þess kost að horfa og hlusta á fundinn.Uppfært klukkan 13:37Beinni útsendingu er lokið en upptöku má sjá hér að neðan ásamt vaktinni.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira