Már Gunnarsson hlaut Kærleikskúluna 2019 Hrund Þórsdóttir skrifar 4. desember 2019 20:30 Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra velur handhafa Kærleikskúlunnar á hverju ári og heiðurinn í ár hlýtur Már Gunnarsson, tvítugur tónlistarmaður og afreksmaður í sundi, sem lætur blindu ekki stöðva sig í að ná markmiðum sínum. Hann fékk Kærleikskúluna afhenta á Kjarvalsstöðum í morgun. "Ég lít ekkert á sjálfan mig sem fatlaðan. Af hverju ætti ég að gera það? Ég geri bara það sem mér þykir skemmtilegt og það nægir mér," segir Már. Stjórn styrktarfélagsins segir Má einstaka fyrirmynd og sló hann til dæmis tíu Íslandsmet á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi nú í haust auk þess sem hann vann til bronsverðlauna í 100 metra baksundi. Hann setur markið hátt og stefnir á gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó árið 2020. Í tilefni dagsins sagði Már viðstöddum skemmtilega sögu frá lokum sundæfingar í vikunni: "Það kemur til mín ungur piltur og segir, Már, þú ert alveg frábær náungi. Þegar þú fæddist fattaði guð að hann hefði gert einhver mistök við augun þannig að hann ákvað að gera allt hitt fullkomið í staðinn," sagði Már og uppskar innileg hlátrasköll viðstaddra. Listakonan Ólöf Nordal gerir Kærleikskúluna, SÓL ÉG SÁ, í ár og allur ágóði af sölunni rennur til Reykjadals, sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni. Már hefur ekki bara vakið athygli sem kraftmikill íþróttamaður, heldur einnig sem tónlistarmaður og í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má sjá og heyra frá því þegar hann tók frumsamið lag fyrir viðstadda í tilefni dagsins. Sund Tónlist Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra velur handhafa Kærleikskúlunnar á hverju ári og heiðurinn í ár hlýtur Már Gunnarsson, tvítugur tónlistarmaður og afreksmaður í sundi, sem lætur blindu ekki stöðva sig í að ná markmiðum sínum. Hann fékk Kærleikskúluna afhenta á Kjarvalsstöðum í morgun. "Ég lít ekkert á sjálfan mig sem fatlaðan. Af hverju ætti ég að gera það? Ég geri bara það sem mér þykir skemmtilegt og það nægir mér," segir Már. Stjórn styrktarfélagsins segir Má einstaka fyrirmynd og sló hann til dæmis tíu Íslandsmet á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi nú í haust auk þess sem hann vann til bronsverðlauna í 100 metra baksundi. Hann setur markið hátt og stefnir á gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó árið 2020. Í tilefni dagsins sagði Már viðstöddum skemmtilega sögu frá lokum sundæfingar í vikunni: "Það kemur til mín ungur piltur og segir, Már, þú ert alveg frábær náungi. Þegar þú fæddist fattaði guð að hann hefði gert einhver mistök við augun þannig að hann ákvað að gera allt hitt fullkomið í staðinn," sagði Már og uppskar innileg hlátrasköll viðstaddra. Listakonan Ólöf Nordal gerir Kærleikskúluna, SÓL ÉG SÁ, í ár og allur ágóði af sölunni rennur til Reykjadals, sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni. Már hefur ekki bara vakið athygli sem kraftmikill íþróttamaður, heldur einnig sem tónlistarmaður og í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má sjá og heyra frá því þegar hann tók frumsamið lag fyrir viðstadda í tilefni dagsins.
Sund Tónlist Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira