Már Gunnarsson hlaut Kærleikskúluna 2019 Hrund Þórsdóttir skrifar 4. desember 2019 20:30 Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra velur handhafa Kærleikskúlunnar á hverju ári og heiðurinn í ár hlýtur Már Gunnarsson, tvítugur tónlistarmaður og afreksmaður í sundi, sem lætur blindu ekki stöðva sig í að ná markmiðum sínum. Hann fékk Kærleikskúluna afhenta á Kjarvalsstöðum í morgun. "Ég lít ekkert á sjálfan mig sem fatlaðan. Af hverju ætti ég að gera það? Ég geri bara það sem mér þykir skemmtilegt og það nægir mér," segir Már. Stjórn styrktarfélagsins segir Má einstaka fyrirmynd og sló hann til dæmis tíu Íslandsmet á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi nú í haust auk þess sem hann vann til bronsverðlauna í 100 metra baksundi. Hann setur markið hátt og stefnir á gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó árið 2020. Í tilefni dagsins sagði Már viðstöddum skemmtilega sögu frá lokum sundæfingar í vikunni: "Það kemur til mín ungur piltur og segir, Már, þú ert alveg frábær náungi. Þegar þú fæddist fattaði guð að hann hefði gert einhver mistök við augun þannig að hann ákvað að gera allt hitt fullkomið í staðinn," sagði Már og uppskar innileg hlátrasköll viðstaddra. Listakonan Ólöf Nordal gerir Kærleikskúluna, SÓL ÉG SÁ, í ár og allur ágóði af sölunni rennur til Reykjadals, sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni. Már hefur ekki bara vakið athygli sem kraftmikill íþróttamaður, heldur einnig sem tónlistarmaður og í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má sjá og heyra frá því þegar hann tók frumsamið lag fyrir viðstadda í tilefni dagsins. Sund Tónlist Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra velur handhafa Kærleikskúlunnar á hverju ári og heiðurinn í ár hlýtur Már Gunnarsson, tvítugur tónlistarmaður og afreksmaður í sundi, sem lætur blindu ekki stöðva sig í að ná markmiðum sínum. Hann fékk Kærleikskúluna afhenta á Kjarvalsstöðum í morgun. "Ég lít ekkert á sjálfan mig sem fatlaðan. Af hverju ætti ég að gera það? Ég geri bara það sem mér þykir skemmtilegt og það nægir mér," segir Már. Stjórn styrktarfélagsins segir Má einstaka fyrirmynd og sló hann til dæmis tíu Íslandsmet á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi nú í haust auk þess sem hann vann til bronsverðlauna í 100 metra baksundi. Hann setur markið hátt og stefnir á gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó árið 2020. Í tilefni dagsins sagði Már viðstöddum skemmtilega sögu frá lokum sundæfingar í vikunni: "Það kemur til mín ungur piltur og segir, Már, þú ert alveg frábær náungi. Þegar þú fæddist fattaði guð að hann hefði gert einhver mistök við augun þannig að hann ákvað að gera allt hitt fullkomið í staðinn," sagði Már og uppskar innileg hlátrasköll viðstaddra. Listakonan Ólöf Nordal gerir Kærleikskúluna, SÓL ÉG SÁ, í ár og allur ágóði af sölunni rennur til Reykjadals, sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni. Már hefur ekki bara vakið athygli sem kraftmikill íþróttamaður, heldur einnig sem tónlistarmaður og í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má sjá og heyra frá því þegar hann tók frumsamið lag fyrir viðstadda í tilefni dagsins.
Sund Tónlist Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira