Hafa ráðið einkaspæjara til að rannsaka hvarf Jóns Þrastar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2019 08:27 Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Systir Jóns Þrastar Jónssonar, íslensks manns sem hvarf í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur, ásamt unnustu hans, ráðið írskan einkaspæjara til aðstoðar við leitina. Þetta kemur fram í viðtali írska dagblaðsins The Irish Sun við systur Jóns Þrastar sem birtist í morgun. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Upptökur úr öryggismyndavélum hafa varpað ljósi á ferðir hans umræddan dag en síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í borginni.Grunar að eitthvað hafi komið fyrir hann Anna Hildur Jónsdóttir, systir Jóns Þrastar, lýsir því í viðtali við Irish Sun að hún sé hrædd um að bróðir sinn finnist ekki á lífi. Þá gruni hana jafnvel að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við hvarfið og segist fullviss um að Jón Þröstur hefði aldrei „flúið“ líf sitt á Íslandi. „Við verðum að komast að því hvað kom fyrir Jón. Börnin hans eiga rétt á því að vita það. Hugsanirnar og spurningarnar munu fylgja okkur ævilangt,“ segir Anna Hildur við Irish Sun.Sjá einnig: Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“Jón Þröstur er pókerspilari og hafði tekið þátt í pókermóti á meðan á dvöl hans í Dyflinni stóð. „Mig grunar að honum hafi ekki gengið ýkja vel í pókerleiknum. Ef til vill komst hann í slæman félagsskap eftir [leikinn]. Kannski vann hann of mikið og þeim líkaði það ekki. Ég held að eitthvað hafi komið fyrir hann.“ Tekur við viðkvæmum upplýsingum í trúnaði Lögregla á Írlandi hefur farið með rannsókn málsins. Umfangsmikilli leit að Jóni Þresti var strax hrundið af stað og skyldmenni hans hafa mörg verið með annan fótinn á Írlandi síðan. Lítið hefur farið fyrir leitinni síðustu mánuði en í frétt Irish Sun segir að Anna Hildur, ásamt Jönu Guðjónsdóttur, unnustu Jóns Þrastar, hafi ráðið írska einkaspæjarann Liam Brady til að rannsaka hvarfið. Haft er eftir Brady í frétt blaðsins að hann leiti upplýsinga sem almenningur sé ef til vill smeykur við að láta lögreglu í té. Búi fólk yfir slíkum upplýsingum geti það leitað til hans í trúnaði, m.a. í gegnum netfangið liam@liamabrady.ie. Í frétt Irish Sun segir að Brady hafi rannsakað hvarf fimmtán ára írskrar stúlku, Amy Fitzpatrick, á Spáni árið 2008. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún kvaddi vinkonu sína við hús þeirrar síðarnefndu. Ári eftir að hún hvarf barst móður hennar krafa um lausnargjald en ekkert kom út úr því. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. 25. júní 2019 17:58 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira
Systir Jóns Þrastar Jónssonar, íslensks manns sem hvarf í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur, ásamt unnustu hans, ráðið írskan einkaspæjara til aðstoðar við leitina. Þetta kemur fram í viðtali írska dagblaðsins The Irish Sun við systur Jóns Þrastar sem birtist í morgun. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Upptökur úr öryggismyndavélum hafa varpað ljósi á ferðir hans umræddan dag en síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í borginni.Grunar að eitthvað hafi komið fyrir hann Anna Hildur Jónsdóttir, systir Jóns Þrastar, lýsir því í viðtali við Irish Sun að hún sé hrædd um að bróðir sinn finnist ekki á lífi. Þá gruni hana jafnvel að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við hvarfið og segist fullviss um að Jón Þröstur hefði aldrei „flúið“ líf sitt á Íslandi. „Við verðum að komast að því hvað kom fyrir Jón. Börnin hans eiga rétt á því að vita það. Hugsanirnar og spurningarnar munu fylgja okkur ævilangt,“ segir Anna Hildur við Irish Sun.Sjá einnig: Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“Jón Þröstur er pókerspilari og hafði tekið þátt í pókermóti á meðan á dvöl hans í Dyflinni stóð. „Mig grunar að honum hafi ekki gengið ýkja vel í pókerleiknum. Ef til vill komst hann í slæman félagsskap eftir [leikinn]. Kannski vann hann of mikið og þeim líkaði það ekki. Ég held að eitthvað hafi komið fyrir hann.“ Tekur við viðkvæmum upplýsingum í trúnaði Lögregla á Írlandi hefur farið með rannsókn málsins. Umfangsmikilli leit að Jóni Þresti var strax hrundið af stað og skyldmenni hans hafa mörg verið með annan fótinn á Írlandi síðan. Lítið hefur farið fyrir leitinni síðustu mánuði en í frétt Irish Sun segir að Anna Hildur, ásamt Jönu Guðjónsdóttur, unnustu Jóns Þrastar, hafi ráðið írska einkaspæjarann Liam Brady til að rannsaka hvarfið. Haft er eftir Brady í frétt blaðsins að hann leiti upplýsinga sem almenningur sé ef til vill smeykur við að láta lögreglu í té. Búi fólk yfir slíkum upplýsingum geti það leitað til hans í trúnaði, m.a. í gegnum netfangið liam@liamabrady.ie. Í frétt Irish Sun segir að Brady hafi rannsakað hvarf fimmtán ára írskrar stúlku, Amy Fitzpatrick, á Spáni árið 2008. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún kvaddi vinkonu sína við hús þeirrar síðarnefndu. Ári eftir að hún hvarf barst móður hennar krafa um lausnargjald en ekkert kom út úr því.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. 25. júní 2019 17:58 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira
Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15
Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11
Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. 25. júní 2019 17:58