Nýrri slökkviliðsmenn upplifi sig ekki sem hluta af liðinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2019 21:00 Slökkviliðsmenn sem ráðnir voru í Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á síðustu þremur árum eru þeir sem eru óánægðastir samkvæmt trúnaðarmanni. Þeir gangi aðrar vaktir og upplifi sig ekki sem hluta af liðinu. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýsa slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnu. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Trúnaðarmaður slökkviliðsmanna telur óánægjuna fyrst og fremst snúast um breytt vaktakerfi sem slökkviliðið tók upp árið 2015 og gildir einungis fyrir þá starfsmenn sem hófu störf eftir þann tíma. Umræddar vaktir eru bæði styttri og óreglulegri.„Þetta er blandað kerfi af tólf tíma kerfi sem við erum með og svo átta tíma kerfi. Þetta eru margir komu- og brottfarartímar og líka launamunur sem getur verið allt að hundrað þúsund krónur, eftir því hvar þú stendur í kerfinu,“ segir Bjarni Ingimarsson trúnaðarmaður.Um sextíu manns séu á þessum vöktum. „Flestir eru náttúrulega ósáttir, reiðir og pirraðir, yfir þessu kerfi og hvernig það er uppsett,“ segir Bjarni.Þeir upplifi sig ekki sem hluta af liðinu þar sem þeir gangi ekki fastar vaktir eins og aðrir starfsmenn.Þá segir Bjarni að það skorti upplýsingaflæði til starfsmanna, sérstaklega þeirra sem séu á blönduðum vöktum.„Þeim finnst þeir ekki vera að fá sömu samskipti. Þau þekkja reyndar ekki yfirstjórnina jafnvel og við sem byrjuðum áður fyrr. Við fórum bara upp á skrifstofu og spjölluðum við slökkviliðsstjóra eða varaslökkviliðsstjóra ef þannig bar við. Þannig er það ekki í dag og þá kannski verða samskiptin stirðari,“ segir Bjarni.Hann er þó sannfærður um að óánægjan hafi engin áhrif á störf slökkviliðsmanna.„Það sýnir það að þeir starfsmenn sem byrjuðu 2015 eru enn þá í starfi hjá okkur þrátt fyrir óánægjuna. Það sýnir áhugann á starfinu og það kristallast í þeirri góðu þjónustu sem við veitum okkar skjólstæðingum,“ segir Bjarni Ingimarsson, trúnaðarmaður slökkviliðsmanna. Slökkvilið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. 5. desember 2019 22:18 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Slökkviliðsmenn sem ráðnir voru í Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á síðustu þremur árum eru þeir sem eru óánægðastir samkvæmt trúnaðarmanni. Þeir gangi aðrar vaktir og upplifi sig ekki sem hluta af liðinu. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýsa slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnu. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Trúnaðarmaður slökkviliðsmanna telur óánægjuna fyrst og fremst snúast um breytt vaktakerfi sem slökkviliðið tók upp árið 2015 og gildir einungis fyrir þá starfsmenn sem hófu störf eftir þann tíma. Umræddar vaktir eru bæði styttri og óreglulegri.„Þetta er blandað kerfi af tólf tíma kerfi sem við erum með og svo átta tíma kerfi. Þetta eru margir komu- og brottfarartímar og líka launamunur sem getur verið allt að hundrað þúsund krónur, eftir því hvar þú stendur í kerfinu,“ segir Bjarni Ingimarsson trúnaðarmaður.Um sextíu manns séu á þessum vöktum. „Flestir eru náttúrulega ósáttir, reiðir og pirraðir, yfir þessu kerfi og hvernig það er uppsett,“ segir Bjarni.Þeir upplifi sig ekki sem hluta af liðinu þar sem þeir gangi ekki fastar vaktir eins og aðrir starfsmenn.Þá segir Bjarni að það skorti upplýsingaflæði til starfsmanna, sérstaklega þeirra sem séu á blönduðum vöktum.„Þeim finnst þeir ekki vera að fá sömu samskipti. Þau þekkja reyndar ekki yfirstjórnina jafnvel og við sem byrjuðum áður fyrr. Við fórum bara upp á skrifstofu og spjölluðum við slökkviliðsstjóra eða varaslökkviliðsstjóra ef þannig bar við. Þannig er það ekki í dag og þá kannski verða samskiptin stirðari,“ segir Bjarni.Hann er þó sannfærður um að óánægjan hafi engin áhrif á störf slökkviliðsmanna.„Það sýnir það að þeir starfsmenn sem byrjuðu 2015 eru enn þá í starfi hjá okkur þrátt fyrir óánægjuna. Það sýnir áhugann á starfinu og það kristallast í þeirri góðu þjónustu sem við veitum okkar skjólstæðingum,“ segir Bjarni Ingimarsson, trúnaðarmaður slökkviliðsmanna.
Slökkvilið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. 5. desember 2019 22:18 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. 5. desember 2019 22:18