Lífið

Svona undirbýr flugfólk sig hér á landi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stella Ólafsdóttir flaug með Sindra yfir til Kaupamannahafnar en hér til hægri má sjá hana. Hún hefur flogið hjá Icelandair frá árinu 2006.
Stella Ólafsdóttir flaug með Sindra yfir til Kaupamannahafnar en hér til hægri má sjá hana. Hún hefur flogið hjá Icelandair frá árinu 2006.

Hversu öruggt er flugið? Hversu vel eru flugmenn, flugfreyjur og flugþjónar undirbúnir ef aðstæður skapast sem engan langar að lenda í?

Í Íslandi í dag á föstudagskvöldið kynnti Sindri Sindrason öryggismál hjá Icelandair, fór m.a. í flugherminn, prófaði rennibrautina, skoðaði björgunarbátana og komst að því hvaða vinna fer fram frá því áður en farþegar stíga um borð þar sem til þeir yfirgefa vélina.

Sindri fékk að skoða sig um á Flugvöllum í höfuðstöðfum Icelandair í Hafnarfirði og skellti sér meðal annars í flug til Kaupamannahafnar. Það var Sigrún Stefanía Kolsoe sem sýndi honum um svæðið á dögunum.

Starfsfólk fær til að mynda þjálfun í því hvernig eigi að binda niður fólk sem hefur verið til vandræða í flugferð.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.