Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2019 17:22 Icelandair hefur aflýst öllu flugi sínu eftir hádegi á morgun samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. Vísir/vilhelm Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. Flugi Icelandair til Kaupmannahafnar klukkan 14 hefur einnig verið aflýst sem og flugi félagsins til London Heathrow klukkan 16:15. Þá hefur öllum komum Icelandair á Keflavíkurflugvelli milli klukkan 14:05 og 16:00 verið aflýst sem og komum frá Kaupmannahöfn og London Heathrow um kvöldið. Önnur flug til og frá Keflavíkurflugvelli er á áætlun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ákvarðanir um að fella niður flug vegna veðurs sé alfarið í höndum flugrekenda en Isavia hafi það hlutverk að veita flugrekendum bestu mögulegu upplýsingar hverju sinni um aðstæður og veður á vellinum. Eins og fréttastofa hefur fjallað um í dag er miklu aftakaveðri spáð á landinu á morgun þar sem appelsínugular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu frá morgni og fram á miðvikudag. Fréttatilkynning frá Icelandair raskana á flugi þriðjudaginn 10. desember Vegna yfirvofandi óveðurs á morgun hefur verið gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hjá Icelandair en gert er ráð fyrir að raskanir á flugi muni hafa áhrif á yfir 4000 farþega. Búið er að upplýsa alla farþega um röskunina og unnið er að endurbókun. Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með “umsjón með bókun” á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega.Sjá hér fyrir neðan fréttatilkynningu frá Icelandair vegna morgundagsins:Flug til og frá Evrópu Gert er ráð fyrir að allt flug til Evrópu verði á áætlun í fyrramálið. Hins vegar hefur öllu flugi frá Evrópu til Íslands á morgun verið seinkað og búið er að setja upp ný flug fyrir viðkomandi farþega. Gert er ráð fyrir að brottför þeirra frá Evrópu verði við fyrsta tækifæri á miðvikudagsmorgun. Tengifarþegar sem eru á leið frá Evrópu til Norður Ameríku verða endurbókað með öðrum flugfélögum.Öllum brottförum frá Keflavík seinnipartinn aflýst Þá hefur öllu flugi til Evrópu og Bandaríkjanna frá Keflavík seinnipartinn á morgun verið aflýst. Icelandair hefur þegar haft samband við farþega vegna endurbókunar en 170 farþegar þáðu boð um að flýta brottför til dagsins í dag. Þrátt fyrir það verða um erlendir 520 farþegar sem eiga flug til Evrópu og Bandaríkjanna seinnipartinn á morgun áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eiga bókað frá Bandaríkjunum til Evrópu á morgun með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er vonast til að flug verði að mestu leyti á áætlun frá Keflavík á miðvikudagsmorgun en þó ert gert ráð fyrir einhverjum seinkunum, t.d. til Manchester og Osló.Fréttin var uppfærð kl. 17:54 með tilkynningu Icelandair. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. Flugi Icelandair til Kaupmannahafnar klukkan 14 hefur einnig verið aflýst sem og flugi félagsins til London Heathrow klukkan 16:15. Þá hefur öllum komum Icelandair á Keflavíkurflugvelli milli klukkan 14:05 og 16:00 verið aflýst sem og komum frá Kaupmannahöfn og London Heathrow um kvöldið. Önnur flug til og frá Keflavíkurflugvelli er á áætlun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ákvarðanir um að fella niður flug vegna veðurs sé alfarið í höndum flugrekenda en Isavia hafi það hlutverk að veita flugrekendum bestu mögulegu upplýsingar hverju sinni um aðstæður og veður á vellinum. Eins og fréttastofa hefur fjallað um í dag er miklu aftakaveðri spáð á landinu á morgun þar sem appelsínugular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu frá morgni og fram á miðvikudag. Fréttatilkynning frá Icelandair raskana á flugi þriðjudaginn 10. desember Vegna yfirvofandi óveðurs á morgun hefur verið gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hjá Icelandair en gert er ráð fyrir að raskanir á flugi muni hafa áhrif á yfir 4000 farþega. Búið er að upplýsa alla farþega um röskunina og unnið er að endurbókun. Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með “umsjón með bókun” á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega.Sjá hér fyrir neðan fréttatilkynningu frá Icelandair vegna morgundagsins:Flug til og frá Evrópu Gert er ráð fyrir að allt flug til Evrópu verði á áætlun í fyrramálið. Hins vegar hefur öllu flugi frá Evrópu til Íslands á morgun verið seinkað og búið er að setja upp ný flug fyrir viðkomandi farþega. Gert er ráð fyrir að brottför þeirra frá Evrópu verði við fyrsta tækifæri á miðvikudagsmorgun. Tengifarþegar sem eru á leið frá Evrópu til Norður Ameríku verða endurbókað með öðrum flugfélögum.Öllum brottförum frá Keflavík seinnipartinn aflýst Þá hefur öllu flugi til Evrópu og Bandaríkjanna frá Keflavík seinnipartinn á morgun verið aflýst. Icelandair hefur þegar haft samband við farþega vegna endurbókunar en 170 farþegar þáðu boð um að flýta brottför til dagsins í dag. Þrátt fyrir það verða um erlendir 520 farþegar sem eiga flug til Evrópu og Bandaríkjanna seinnipartinn á morgun áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eiga bókað frá Bandaríkjunum til Evrópu á morgun með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er vonast til að flug verði að mestu leyti á áætlun frá Keflavík á miðvikudagsmorgun en þó ert gert ráð fyrir einhverjum seinkunum, t.d. til Manchester og Osló.Fréttin var uppfærð kl. 17:54 með tilkynningu Icelandair.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira