Dauðvona aðdáandi fékk að sjá nýjustu Stjörnustríðsmyndina fyrir frumsýningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. nóvember 2019 22:35 Rey er ein af aðalpersónum nýjasta þríleiksins og mun vafalaust spila stórt hlutverk í næstu mynd. Skjáskot Afþreyingarrisinn Disney varð í vikunni við ósk dauðvona ofur-aðdáanda Stjörnustríðsmyndanna (e. Star Wars), um að fá að sjá nýjustu myndina í kvikmyndaflokknum. Myndin, sem ber heitið „Star Wars: Rise of Skywalker“ verður frumsýnd 19. desember og er beðið með eftirvæntingu um allan heim af þeim fjölmörgu aðdáendum sem myndaflokkurinn á. Óvíst er hvort maðurinn hefði lifað til að sjá myndina á þeim tíma. CNN greinir frá þessu. Líknarselið Rowans Hospice í Bretlandi birti á þriðjudaginn færslu á Twitter þar sem óskað var eftir hjálp netverja um að koma ósk ónafngreinds sjúklings hjá þeim til skila. „Við erum með sjúkling sem er risastór Stjörnustríðsaðdáandi. Því miður er tíminn honum ekki hliðhollur. Hann langar að sjá síðustu Stjörnustríðsmyndina, Rise of Skywalker, með ungum syni sínum,“ stóð meðal annars í færslunni.Can you help? We have a patient who's a HUGE #StarWars fan. Sadly, time is not on his side for the 20th Dec. His wish is to see the final Star Wars film #RiseOfSkywalker with his young son. If you know ANYBODY who might be able to make it happen, please share with them. Thank you — Rowans Hospice (@RowansHospice) November 26, 2019 Færslan fékk gríðarleg viðbrögð og meðal þeirra sem fleyttu skilaboðunum áfram var Mark Hamill, sem farið hefur með hlutverk Loga Geimgengils í myndunum, við góðan orðstír. Bob Iger, stjórnarformaður og forstjóri Disney, tísti síðan á fimmtudag að fyrirtækið myndi verða við ósk mannsins. „Þessa þakkargjörðarhátíð, erum við hjá Disney þakklát að geta deilt Rise of Skywalker með sjúklingi og fjölskyldu hans. Megi mátturinn vera með ykkur og okkur öllum,“ skrifaði Iger á Twitter og beindi orðum sínum að líknardeildinni.On this Thanksgiving, we at @Disney are grateful to be able to share #TheRiseOfSkywalker with a patient and his family @RowansHospice. May the force be with you and with us all! — Robert Iger (@RobertIger) November 28, 2019 Í yfirlýsingu frá líknardeildinni sagði Lisa Davies, starfsmaðurinn sem kom ósk sjúklingsins til annarra starfsmanna deildarinnar, að hún væri „algerlega orðlaus.“ „Við kunnum ótrúlega vel að meta að þau [hjá Disney] hafi lagt allt á sig til þess að gera þetta að veruleika.“ Bandaríkin Bretland Star Wars Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Afþreyingarrisinn Disney varð í vikunni við ósk dauðvona ofur-aðdáanda Stjörnustríðsmyndanna (e. Star Wars), um að fá að sjá nýjustu myndina í kvikmyndaflokknum. Myndin, sem ber heitið „Star Wars: Rise of Skywalker“ verður frumsýnd 19. desember og er beðið með eftirvæntingu um allan heim af þeim fjölmörgu aðdáendum sem myndaflokkurinn á. Óvíst er hvort maðurinn hefði lifað til að sjá myndina á þeim tíma. CNN greinir frá þessu. Líknarselið Rowans Hospice í Bretlandi birti á þriðjudaginn færslu á Twitter þar sem óskað var eftir hjálp netverja um að koma ósk ónafngreinds sjúklings hjá þeim til skila. „Við erum með sjúkling sem er risastór Stjörnustríðsaðdáandi. Því miður er tíminn honum ekki hliðhollur. Hann langar að sjá síðustu Stjörnustríðsmyndina, Rise of Skywalker, með ungum syni sínum,“ stóð meðal annars í færslunni.Can you help? We have a patient who's a HUGE #StarWars fan. Sadly, time is not on his side for the 20th Dec. His wish is to see the final Star Wars film #RiseOfSkywalker with his young son. If you know ANYBODY who might be able to make it happen, please share with them. Thank you — Rowans Hospice (@RowansHospice) November 26, 2019 Færslan fékk gríðarleg viðbrögð og meðal þeirra sem fleyttu skilaboðunum áfram var Mark Hamill, sem farið hefur með hlutverk Loga Geimgengils í myndunum, við góðan orðstír. Bob Iger, stjórnarformaður og forstjóri Disney, tísti síðan á fimmtudag að fyrirtækið myndi verða við ósk mannsins. „Þessa þakkargjörðarhátíð, erum við hjá Disney þakklát að geta deilt Rise of Skywalker með sjúklingi og fjölskyldu hans. Megi mátturinn vera með ykkur og okkur öllum,“ skrifaði Iger á Twitter og beindi orðum sínum að líknardeildinni.On this Thanksgiving, we at @Disney are grateful to be able to share #TheRiseOfSkywalker with a patient and his family @RowansHospice. May the force be with you and with us all! — Robert Iger (@RobertIger) November 28, 2019 Í yfirlýsingu frá líknardeildinni sagði Lisa Davies, starfsmaðurinn sem kom ósk sjúklingsins til annarra starfsmanna deildarinnar, að hún væri „algerlega orðlaus.“ „Við kunnum ótrúlega vel að meta að þau [hjá Disney] hafi lagt allt á sig til þess að gera þetta að veruleika.“
Bandaríkin Bretland Star Wars Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira