Lýsir nektarsenunum í Game of Thrones sem hryllilegum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 10:15 Emilia Clarke fór með eitt aðalhlutverkið í þáttunum vinsælu Game of Thrones. vísir/getty Breska leikkonan Emilia Clarke sem fór með eitt af aðalhlutverkunum í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones segir að henni hafi liðið illa þegar verið var að taka sumar af nektarsenunum í þáttunum. Clarke fór með hlutverk drottningarinnar Daenerys Targaryen í þáttunum sem urðu alræmdir fyrir grófar kynlífssenur og ofbeldi. Clarke var 23 ára gömul þegar hún hóf að leika í þáttunum. Hún kveðst hafa verið grátandi áður en hún þurfti að leika í tilteknum nektarsenum sem hún lýsir sem hryllilegum. Fjallað er um málið á vef Guardian og vísað í viðtal við leikkonuna í hlaðvarpinu Armchair Expert með Dax Shepard. „Ég tók starfinu og svo sendu þeir mér handritin að þáttunum. Ég las þau og þá hugsaði ég með mér „Já, þarna liggur hundurinn grafinn,““ segir Clarke og vísar í nektarsenurnar.„Þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki“ „Ég var nýútskrifuð úr leiklistarskóla og ég nálgaðist þetta eins og starf: ef þetta er í handritinu þá er þetta augljóslega nauðsynlegt. Þetta er eins og það er, ég ætla að láta þetta „meika sens,“ það er það sem ég ætla að gera og allt verður í lagi.“ Clarke lýsir því svo hvernig henni hafi liðið. Hún hafi til dæmis aldrei verið á svo stóru kvikmyndasetti áður. „Ég hafði verið á setti tvisvar áður og þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki. Ég veit ekki hvað ég á að gera og ég veit ekki til hvers er ætlast af mér og ég veit ekki hvað þú vilt og ég veit ekki hvað ég vil,“ segir Clarke og bætir við að þegar fyrsta serían var tekin upp hafi hún upplifað það sem svo að hún væri ekki þess verðug að krefjast einhvers eða að þurfa einhvers.Jason Momoa og Emilia Clarke.vísir/gettyÞakkar Jason Momoa fyrir að passa upp á hana Clarke er í dag 33 ára gömul. Hún þakkar mótleikara sínum Jason Momoa fyrir að hafa passað upp á hana en í viðtalinu er hún spurð út í atriði í seríu eitt þar sem karakter Momoa, Khal Drogo, nauðgar Daenerys á brúðkaupsnótt þeirra. „Hann grét meira en ég. Það er aðeins núna sem ég átta mig á því hversu heppin ég var því þetta hefði getað farið allt, allt öðruvísi. Jason hafði reynslu, hann var reynslumikill leikari sem hafði gert alls konar áður, og sagði við mig „Elskan, svona á þetta að vera, svona á þetta ekki að vera og ég tryggi að það verði svoleiðis.“ Svo sagði hann „Getur hún fengið slopp? Hún er skjálfandi!“ Hann var svo ljúfur og hugulsamur og hugsaði um mig eins og manneskju,“ segir Clarke. Í dag segist hún mun ákveðnari varðandi það hvað henni þyki þægilegt og hversu mikla nekt þarf fyrir atriði. „Ég hef rifist um þetta og sagt „Nei, þetta lak verður uppi“ og þeir segja á móti „Þú vilt ekki valda Game of Thrones-aðdáendum þínum vonbrigðum.“ Þá segi ég þeim að fara til fjandans.“ Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Breska leikkonan Emilia Clarke sem fór með eitt af aðalhlutverkunum í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones segir að henni hafi liðið illa þegar verið var að taka sumar af nektarsenunum í þáttunum. Clarke fór með hlutverk drottningarinnar Daenerys Targaryen í þáttunum sem urðu alræmdir fyrir grófar kynlífssenur og ofbeldi. Clarke var 23 ára gömul þegar hún hóf að leika í þáttunum. Hún kveðst hafa verið grátandi áður en hún þurfti að leika í tilteknum nektarsenum sem hún lýsir sem hryllilegum. Fjallað er um málið á vef Guardian og vísað í viðtal við leikkonuna í hlaðvarpinu Armchair Expert með Dax Shepard. „Ég tók starfinu og svo sendu þeir mér handritin að þáttunum. Ég las þau og þá hugsaði ég með mér „Já, þarna liggur hundurinn grafinn,““ segir Clarke og vísar í nektarsenurnar.„Þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki“ „Ég var nýútskrifuð úr leiklistarskóla og ég nálgaðist þetta eins og starf: ef þetta er í handritinu þá er þetta augljóslega nauðsynlegt. Þetta er eins og það er, ég ætla að láta þetta „meika sens,“ það er það sem ég ætla að gera og allt verður í lagi.“ Clarke lýsir því svo hvernig henni hafi liðið. Hún hafi til dæmis aldrei verið á svo stóru kvikmyndasetti áður. „Ég hafði verið á setti tvisvar áður og þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki. Ég veit ekki hvað ég á að gera og ég veit ekki til hvers er ætlast af mér og ég veit ekki hvað þú vilt og ég veit ekki hvað ég vil,“ segir Clarke og bætir við að þegar fyrsta serían var tekin upp hafi hún upplifað það sem svo að hún væri ekki þess verðug að krefjast einhvers eða að þurfa einhvers.Jason Momoa og Emilia Clarke.vísir/gettyÞakkar Jason Momoa fyrir að passa upp á hana Clarke er í dag 33 ára gömul. Hún þakkar mótleikara sínum Jason Momoa fyrir að hafa passað upp á hana en í viðtalinu er hún spurð út í atriði í seríu eitt þar sem karakter Momoa, Khal Drogo, nauðgar Daenerys á brúðkaupsnótt þeirra. „Hann grét meira en ég. Það er aðeins núna sem ég átta mig á því hversu heppin ég var því þetta hefði getað farið allt, allt öðruvísi. Jason hafði reynslu, hann var reynslumikill leikari sem hafði gert alls konar áður, og sagði við mig „Elskan, svona á þetta að vera, svona á þetta ekki að vera og ég tryggi að það verði svoleiðis.“ Svo sagði hann „Getur hún fengið slopp? Hún er skjálfandi!“ Hann var svo ljúfur og hugulsamur og hugsaði um mig eins og manneskju,“ segir Clarke. Í dag segist hún mun ákveðnari varðandi það hvað henni þyki þægilegt og hversu mikla nekt þarf fyrir atriði. „Ég hef rifist um þetta og sagt „Nei, þetta lak verður uppi“ og þeir segja á móti „Þú vilt ekki valda Game of Thrones-aðdáendum þínum vonbrigðum.“ Þá segi ég þeim að fara til fjandans.“
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira