Sportpakkinn: Giggs komst loksins á stórmót Arnar Björnsson skrifar 20. nóvember 2019 15:45 Giggs fagnar eftir sigurinn á Ungverjum í Cardiff. vísir/getty Wales varð tuttugasta og síðasta liðið til að tryggja sér farseðilinn í úrslit Evrópumótsins. Wales mætti Ungverjalandi í Cardiff í gær og varð að vinna til að ná öðru sætinu í E-riðlinum. Króatar voru öruggir, Ungverjum dugði jafntefli en þeir unnu Walesverja 1-0 í Búdapest með marki Máté Pátkai. Wales náði forystu á 15. mínútu, Joe Allen og Connor Roberts náðu vel saman og Roberts sendi Gareth Bale upp kantinn. Frábær fyrirgjöf Bale fór á kollinn á Aaron Ramsey, góð sókn skilaði glæsilegu marki. Ramsey var ekki með í fyrstu átta leikjunum í keppninni, kom af varamannabekknum í 2-0 sigri á Aserbaídsjan á laugardaginn. Ungverjar ógnuðu markinu á 27. mínútu, Botond Baráth skallaði aukaspyrnu fyrirliðans, Balázs Dzsudzsák yfir markið. Skömmu síðan náðu Walesverjar frábær sókn, Daniel James og Aaron Ramsey brunuðu fram og Bale fékk boltann á hægri kantinum, fyrirgjöf hans með hægri var mögnuð en Kiefer Moore skallaði yfir. Ungverjar urðu að skora og þeir voru nálægt því á 34. mínútu, Wayne Hennessey í markinu varði þá meistaralega í tvígang fyrst frá Dominik Szoboszlai og síðan aftur frá Roland Sallai. Seinni háfleikurinn var nýbyrjaður þegar Wales fékk aukaspyrnu. Ben Davies sendi boltann inn á vítateiginn, Moore reyndi skot en boltann fór á Ramsey sem sultuslakur skoraði framhjá Peter Gulácsi í marki Ungverja. Walesverjar fengu fínt tækifæri til að skora þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok, Ramsey sendi á hinn eldfljóta Daniel James sem fór illa með Gergő Lovrencsics. Ramsey fékk boltann en Gulácsi varði frá honum. Walesverjar fögnuðu í leikslok, þeir enduðu í öðru sæti, unnu fjóra leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum. Fyrir fjórum árum lék Wales í fyrsta sinn í úrslitum Evrópumótsins, unnu þá riðilinn og enduðu einu stigi á undan Englendingum. Í undanúrslitum töpuðu þeir fyrir Portúgölum sem urðu Evrópumeistarar. Þá var Chris Coleman með liðið en tók Ryan Giggs tók við í janúar í fyrra. Giggs skoraði 12 mörk í 64 landsleikjum á árunum 1991-2007. Hann upplifaði aldrei að keppa á stórmóti líkt og margir frábærir fótboltamenn. Giggs lék 963 leiki með Manchester United, varð 13 sinnum Englandsmeistari og vann alls 34 titla á ferlinum. Þessi sigursæli knattspyrnumaður var að vonum kátur þegar EM farseðillinn var tryggður. „Eftir það sem gerðist í sumar [tap í tveimur leikjum í röð gegn Króatíu og Ungverjalandi] og vinna síðan sæti á EM sýnir báráttu, ákveðni, gæði og baráttuanda strákanna. Aldrei að gefast upp. Þeir eiga mikið hrós. Við máttum ekki gera mistök og frammistaða strákanna verðskuldar úrslitin,“ sagði Giggs. Aaron Ramsey hefur lítið getað spilað vegna meiðsla. „Já betra er seint en aldrei. Við höfum saknað hans og þau gæði sem hann býr yfir. Það eru margir góðir leikmenn í hópnum en slíkir leikmenn vaxa ekki á trjánum. Það er ekki hægt að vinna með betri leikmanni, hann var góður á laugardag [í 2-0 sigri á Aserbaídsjan] og hann hélt áfram í kvöld. Þú þarft að vera góður í fótbolta og ég er svo sannarlega ánægður með hann,“ sagði Ramsey. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Walesverjar komnir á EM EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð“ Vinsældir Gareths Bale í Madríd jukust ekki eftir uppátæki gærdagsins. 20. nóvember 2019 12:30 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Wales varð tuttugasta og síðasta liðið til að tryggja sér farseðilinn í úrslit Evrópumótsins. Wales mætti Ungverjalandi í Cardiff í gær og varð að vinna til að ná öðru sætinu í E-riðlinum. Króatar voru öruggir, Ungverjum dugði jafntefli en þeir unnu Walesverja 1-0 í Búdapest með marki Máté Pátkai. Wales náði forystu á 15. mínútu, Joe Allen og Connor Roberts náðu vel saman og Roberts sendi Gareth Bale upp kantinn. Frábær fyrirgjöf Bale fór á kollinn á Aaron Ramsey, góð sókn skilaði glæsilegu marki. Ramsey var ekki með í fyrstu átta leikjunum í keppninni, kom af varamannabekknum í 2-0 sigri á Aserbaídsjan á laugardaginn. Ungverjar ógnuðu markinu á 27. mínútu, Botond Baráth skallaði aukaspyrnu fyrirliðans, Balázs Dzsudzsák yfir markið. Skömmu síðan náðu Walesverjar frábær sókn, Daniel James og Aaron Ramsey brunuðu fram og Bale fékk boltann á hægri kantinum, fyrirgjöf hans með hægri var mögnuð en Kiefer Moore skallaði yfir. Ungverjar urðu að skora og þeir voru nálægt því á 34. mínútu, Wayne Hennessey í markinu varði þá meistaralega í tvígang fyrst frá Dominik Szoboszlai og síðan aftur frá Roland Sallai. Seinni háfleikurinn var nýbyrjaður þegar Wales fékk aukaspyrnu. Ben Davies sendi boltann inn á vítateiginn, Moore reyndi skot en boltann fór á Ramsey sem sultuslakur skoraði framhjá Peter Gulácsi í marki Ungverja. Walesverjar fengu fínt tækifæri til að skora þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok, Ramsey sendi á hinn eldfljóta Daniel James sem fór illa með Gergő Lovrencsics. Ramsey fékk boltann en Gulácsi varði frá honum. Walesverjar fögnuðu í leikslok, þeir enduðu í öðru sæti, unnu fjóra leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum. Fyrir fjórum árum lék Wales í fyrsta sinn í úrslitum Evrópumótsins, unnu þá riðilinn og enduðu einu stigi á undan Englendingum. Í undanúrslitum töpuðu þeir fyrir Portúgölum sem urðu Evrópumeistarar. Þá var Chris Coleman með liðið en tók Ryan Giggs tók við í janúar í fyrra. Giggs skoraði 12 mörk í 64 landsleikjum á árunum 1991-2007. Hann upplifaði aldrei að keppa á stórmóti líkt og margir frábærir fótboltamenn. Giggs lék 963 leiki með Manchester United, varð 13 sinnum Englandsmeistari og vann alls 34 titla á ferlinum. Þessi sigursæli knattspyrnumaður var að vonum kátur þegar EM farseðillinn var tryggður. „Eftir það sem gerðist í sumar [tap í tveimur leikjum í röð gegn Króatíu og Ungverjalandi] og vinna síðan sæti á EM sýnir báráttu, ákveðni, gæði og baráttuanda strákanna. Aldrei að gefast upp. Þeir eiga mikið hrós. Við máttum ekki gera mistök og frammistaða strákanna verðskuldar úrslitin,“ sagði Giggs. Aaron Ramsey hefur lítið getað spilað vegna meiðsla. „Já betra er seint en aldrei. Við höfum saknað hans og þau gæði sem hann býr yfir. Það eru margir góðir leikmenn í hópnum en slíkir leikmenn vaxa ekki á trjánum. Það er ekki hægt að vinna með betri leikmanni, hann var góður á laugardag [í 2-0 sigri á Aserbaídsjan] og hann hélt áfram í kvöld. Þú þarft að vera góður í fótbolta og ég er svo sannarlega ánægður með hann,“ sagði Ramsey. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Walesverjar komnir á EM
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð“ Vinsældir Gareths Bale í Madríd jukust ekki eftir uppátæki gærdagsins. 20. nóvember 2019 12:30 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38
„Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð“ Vinsældir Gareths Bale í Madríd jukust ekki eftir uppátæki gærdagsins. 20. nóvember 2019 12:30
Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30