Ekkert að fela mokast út frá útgefanda Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2019 14:31 Frumraun þeirra Aðalsteins, Helga og Stefáns ætlar heldur betur að falla í kramið enda efnið eldfimt í meira lagi. Svo virðist sem Íslendingar hafi mikinn og einlægan áhuga á Samherjamálinu. Það merkir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. „Bókin var að klárast hjá mér eftir fjóra sólarhringa á markaði. Ég þarf að rjúka í endurprentun. Þjóðin virðist sólgin í þetta mál,“ segir Egill í samtali við Vísi og er þar að tala um bókina Ekkert að fela – á slóð Samherja í Afríku. Víst er að Samherjamálið hefur hrist upp í þjóðfélaginu svo um munar. Tvöfaldur Kveiks-þáttur þeirra Aðalsteins Kjartanssonar, Helga Seljan og Stefáns Drengssonar var sýndur fyrir tíu dögum sem fjallar meðal annars um mútumál Samherja í Namibíu. Þar hefur málið haft alvarlegar afleiðingar, þær að allir þeir Namibíumenn sem taldir eru hafa þegið mútur frá norðlenska útgerðarfélaginu hafa sagt sig frá embættum. Þeir Aðalsteinn, Helgi og Stefán fylgdu þættinum eftir með því að senda frá sér bókina Ekkert að fela. Fyrsta prentun var í 2,500 eintökum og sagðist framkvæmdastjórinn hafa verið bjartsýnn með söluna. En, nú er upplagið allt farið frá útgefanda. Víst er að málið er einstaklega viðkvæmt á Eyjafjarðarsvæðinu og hafa jafnvel heyrst þær raddir að bókin hreyfist lítt þar í búðum. Egill segist ekkert vita um bóksölu nyrðra. Fátítt er að „blaðamannabækur“, sem er til að mynda stór bókmenntagrein úti í Bandaríkjunum, seljist svo vel á Íslandi. En, kaupendur slíkra bóka virðist hafi nú tekið vel við sér. Egill Örn segir því miður það svo hafa verið að tiltölulega fáar blaðamannabækur hafi verið gefnar út á Íslandi. En nú horfir til bjartari tíðar með það. Bókmenntir Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Svo virðist sem Íslendingar hafi mikinn og einlægan áhuga á Samherjamálinu. Það merkir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. „Bókin var að klárast hjá mér eftir fjóra sólarhringa á markaði. Ég þarf að rjúka í endurprentun. Þjóðin virðist sólgin í þetta mál,“ segir Egill í samtali við Vísi og er þar að tala um bókina Ekkert að fela – á slóð Samherja í Afríku. Víst er að Samherjamálið hefur hrist upp í þjóðfélaginu svo um munar. Tvöfaldur Kveiks-þáttur þeirra Aðalsteins Kjartanssonar, Helga Seljan og Stefáns Drengssonar var sýndur fyrir tíu dögum sem fjallar meðal annars um mútumál Samherja í Namibíu. Þar hefur málið haft alvarlegar afleiðingar, þær að allir þeir Namibíumenn sem taldir eru hafa þegið mútur frá norðlenska útgerðarfélaginu hafa sagt sig frá embættum. Þeir Aðalsteinn, Helgi og Stefán fylgdu þættinum eftir með því að senda frá sér bókina Ekkert að fela. Fyrsta prentun var í 2,500 eintökum og sagðist framkvæmdastjórinn hafa verið bjartsýnn með söluna. En, nú er upplagið allt farið frá útgefanda. Víst er að málið er einstaklega viðkvæmt á Eyjafjarðarsvæðinu og hafa jafnvel heyrst þær raddir að bókin hreyfist lítt þar í búðum. Egill segist ekkert vita um bóksölu nyrðra. Fátítt er að „blaðamannabækur“, sem er til að mynda stór bókmenntagrein úti í Bandaríkjunum, seljist svo vel á Íslandi. En, kaupendur slíkra bóka virðist hafi nú tekið vel við sér. Egill Örn segir því miður það svo hafa verið að tiltölulega fáar blaðamannabækur hafi verið gefnar út á Íslandi. En nú horfir til bjartari tíðar með það.
Bókmenntir Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02
Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00
Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33