Ekki er ljóst hvar leikur Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020 ef Laugardalsvöllur verður ekki leikfær 26. mars á næsta ári.
„Ég að vona að þetta gangi upp en við búum á Íslandi. Völlurinn er opinn og það er ekki hiti undir honum. Í raun er þetta bagalegt ástand, að efast um hvort við getum spilað hérna,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.
„Kiddi vallarstjóri og hans fólk mun gera allt til að við getum spilað hér en þau ráða kannski ekki við veður og vinda.“
Ákveða þarf leikstað í umspilinu fyrir 20. desember. Ekki er búið að ákveða varavöll ef Laugardalsvöllurinn verður óleikfær.
„Það er ekki búið að ákveða það. Ég veit að Klara [Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ], Guðni [Bergsson, formaður KSÍ] og þeirra fólk fundar um þetta statt og stöðugt. En þetta þarf að vera klárt 20. desember,“ sagði Freyr.
Ekki búið að ákveða varavöll

Tengdar fréttir

Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu
Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020.

Hagi mætir á Laugardalsvöll rúmum 20 árum eftir að pabbi hans fór illa með okkur
Einn af skærustu stjörnum rúmenska landsliðsins á ekki langt að sækja hæfileikana.

Sportpakkinn: Fá góða hjálp frá Lars og Svíum við undirbúninginn
Ísland mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020.

Rúmenar þjálfaralausir
Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu.

Íslensku A-landsliðin gætu leikið fjóra leiki í Ungverjalandi á næsta ári
A-landslið Íslands gætu farið fjórar ferðir til Ungverjalands á næsta ári.

Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum
Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta.