Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2019 16:53 Ásdís Rán og Ruja Ignatova. FBL/STEFÁN/FLICKR/ONECOIN Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. Ignatova er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þetta kom fram í máli Ásdísar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Um er að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja.Sjá einnig: Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamálÁsdís Rán segist efast um að um þúsund milljarða sé að ræða en segir ljóst að um „gífurlega mikið af peningum“ hafi verið í fyrirtæki Ignatova. Hún segist þó viss um að engin svik hafi átt sér stað innan fyrirtækisins. Hún hafi verið við hlið Ignatova allan tímann og fyrirtæki hennar hafi sprungið mjög hratt út. „Ég skil alveg að fólki finnist skrítið að ég sé besta vinkona hennar en sé ekki tengd þessu,“ sagði Ásdís Rán. „En þetta er bara svona. Ég var að vinna fyrir fyrirtækið, það er alveg satt en ég tengist ekkert þessum fjársvikamálum eða skattamálum hjá fyrirtækinu sjálfu, þannig séð.“ Ásdís Rán segist hafa verið hjá Ignatova í tvo mánuði áður en hún hvarf. Nokkrum dögum eftir hún fljúgi aftur heim, hafi Ignatova horfið. Hún hafi farið í gegnum hvarf hennar hundrað sinnum í huga sínum. „Hún var orðin rosalega taugatrekkt á þessu tímabili. Þegar fólk er svona rosaleg ríkt í austur Evrópu þá er það hættulegt. Hún var búin að fá allskonar hótanir frá fólki sem vildi fá hluta af hennar peningum. Bara í stað fyrir að leyfa henni að lifa eða stunda sín viðskipti í friði. Eitthvað svoleiðis.“ Ignatova er gift þýskum lögfræðingi og á barn með honum en Ásdís segir að hjónin hafi verið í skilnaðarferli þegar hún hvarf. Ásdís segist telja líklegt að Ignatova hafi látið sig hverfa til að sleppa undan skattarannsóknum. „Þetta var orðið þannig að hún gat ekki ferðast til einhverra sérstakra landa, því hún átti alveg von á því að vera tekin á flugvellinum og sett í fangelsi þar til rannsóknin væri búin. Það gæti tekið tvö, þrjú ár og jafnvel meira og hún gæti setið í fangelsi á meðan.“ Ásdís sagðist hafa lengi verið í þeirri trú að Ignatova væri dáin en eins og áður hefur komið fram hefur hún ekki sést í rúm tvö ár. Ásdísi hafi þótt undarlegt að vinkona sín hafi ekkert reynt að hafa samband við sig. „Aðrir vilja segja mér að það sé ekki rétt. Hún hafi undirbúið að láta sig hverfa,“ sagði Ásdís en ítrekaði að þetta væru allt getgátur.Hlusta má á Ásdísi í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Búlgaría Rafmyntir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. Ignatova er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þetta kom fram í máli Ásdísar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Um er að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja.Sjá einnig: Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamálÁsdís Rán segist efast um að um þúsund milljarða sé að ræða en segir ljóst að um „gífurlega mikið af peningum“ hafi verið í fyrirtæki Ignatova. Hún segist þó viss um að engin svik hafi átt sér stað innan fyrirtækisins. Hún hafi verið við hlið Ignatova allan tímann og fyrirtæki hennar hafi sprungið mjög hratt út. „Ég skil alveg að fólki finnist skrítið að ég sé besta vinkona hennar en sé ekki tengd þessu,“ sagði Ásdís Rán. „En þetta er bara svona. Ég var að vinna fyrir fyrirtækið, það er alveg satt en ég tengist ekkert þessum fjársvikamálum eða skattamálum hjá fyrirtækinu sjálfu, þannig séð.“ Ásdís Rán segist hafa verið hjá Ignatova í tvo mánuði áður en hún hvarf. Nokkrum dögum eftir hún fljúgi aftur heim, hafi Ignatova horfið. Hún hafi farið í gegnum hvarf hennar hundrað sinnum í huga sínum. „Hún var orðin rosalega taugatrekkt á þessu tímabili. Þegar fólk er svona rosaleg ríkt í austur Evrópu þá er það hættulegt. Hún var búin að fá allskonar hótanir frá fólki sem vildi fá hluta af hennar peningum. Bara í stað fyrir að leyfa henni að lifa eða stunda sín viðskipti í friði. Eitthvað svoleiðis.“ Ignatova er gift þýskum lögfræðingi og á barn með honum en Ásdís segir að hjónin hafi verið í skilnaðarferli þegar hún hvarf. Ásdís segist telja líklegt að Ignatova hafi látið sig hverfa til að sleppa undan skattarannsóknum. „Þetta var orðið þannig að hún gat ekki ferðast til einhverra sérstakra landa, því hún átti alveg von á því að vera tekin á flugvellinum og sett í fangelsi þar til rannsóknin væri búin. Það gæti tekið tvö, þrjú ár og jafnvel meira og hún gæti setið í fangelsi á meðan.“ Ásdís sagðist hafa lengi verið í þeirri trú að Ignatova væri dáin en eins og áður hefur komið fram hefur hún ekki sést í rúm tvö ár. Ásdísi hafi þótt undarlegt að vinkona sín hafi ekkert reynt að hafa samband við sig. „Aðrir vilja segja mér að það sé ekki rétt. Hún hafi undirbúið að láta sig hverfa,“ sagði Ásdís en ítrekaði að þetta væru allt getgátur.Hlusta má á Ásdísi í Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Búlgaría Rafmyntir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28