Rhein-Neckar Löwen vann mikilvægan eisn marks sigur, 33-32, á TVB Stuttgart er liðin mættust í þýska handboltanum í dag.
Staðan var jöfn í hálfleik, 14-14, en heimamenn undir stjórn Kristjáns Andréssonar voru sterkari í síðari hálfleik og innbyrðu mikilvæg tvö stig.
Alexander Petersson gerði tvö mörk fyrir en markahæstur Ljónanna var Jannik Kohlbacher sem skoraði átta mörk.
Löwen er í 4. sætinu með tuttugu stig en TVB Stuttgart er í 15. sætinu með sex stig.
Kiel vann einnig eins marks sigur en Kiel vann 27-26 á Leipzig. Kiel er í 2. sætinu með 20 stig, tveimur stigum á eftir Flensburg, en Kiel á þó tvo leiki til góða.
Oddur Grétarsson fór á kostum er Balingen gerði jafntefli við Die Eulen Ludwigshafen, 25-25, en Oddur skoraði níu mörk fyrir Balingen og var markahæsti leikmaður vallarins.
Balingen er í 11. sæti deildarinnar.
