Mourinho náði því besta fram í Alli Hjörvar Ólafsson skrifar 25. nóvember 2019 15:45 Dele Alli, leikmaður Tottenham Hotspur. fréttablaðið José Mourinho stýrði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur þegar liðið lagði West Ham United að velli í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í hádeginu á laugardaginn. Mourinho tók við starfinu af Mauricio Pochettino en eitt af því sem Pochettino átti í vandræðum með undir lok stjórnartíðar sinnar var að ná ekki að fá sóknartengilið sinn, Dele Alli, til þess að sýna sitt rétta andlit. Svo virðist sem ákvörðun hafi verið tekin um að Christian Eriksen yfirgefi herbúðir Tottenham Hotspur annaðhvort þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar eða næsta sumar. Af þeim sökum hafi Mourinho ávkeðið að veðja á Alli og tekið mikinn hluta af fyrstu æfingaviku sinni í að búa til taktík sem henti honum vel. Þá hafi hann nálgast Alli á þann hátt að hann hefði tröllatrú á honum og gert honum grein fyrir mikilvægi hans í framþróun liðsins. Mourinho ræddi það í samtali við fjölmiðla eftir sigurinn gegn West Ham að hann hefði ákveðið að búa til jafnvægi inni á miðsvæðinu sem stuðlaði að því að Alli væri oftar í stöðu til þess að fá boltann á hættulegum svæðum á vellinum. Alli var miðpunkturinn í sóknarleik liðsins og sá sem sá um að búa til færi fyrir sóknarþríeykið Son Heung-min, Harry Kane og Lucas Moura. Eric Dier var settur í það hlutverk að vera sitjandi miðvallarleikmaður sem verndar vörnina. Harry Winks fékk svo þau fyrirmæli að það væri í hans verkahring að koma boltanum hratt og örugglega á Alli sem ætti svo að skapa usla í varnarlínu West Ham með hlaupum sínum og stungusendingum.Mourinho lagði áherslu á að skerpa á hlutverki Alli Mourinho sagði að taktíski hluti æfingavikunnar hefði snúist að töluverðu leyti um að sýna Alli til hvers væri ætlast af honum. Alli hefði svo tekist að framkvæma það vel inni á vellinum þegar á hólminn var komið. Alli og Son Heung-min náðu vel saman, bæði í markinu sem suður-kóreski framherjinn skoraði og í aðdraganda marksins sem Son lagði upp fyrir Moura. Mourinho hefur verið legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu nærgætinn í samskiptum við leikmenn sína þegar á móti blæs. Á meðan allt leikur í lyndi er hins vegar gott og gaman að leika undir stjórn portúgalska framherjans. Hann tekur ástfóstri við ákveðna leikmenn svo það lítur út fyrir að Alli sé í náðinni hjá Mourinho. Alli skaust hratt fram á sjónarsviðið eftir að hann gekk til liðs við Tottenham Hotspur frá MK Dons árið 2015. Meiðsli og andleg og líkamleg þreyta hefur hins vegar orðið til þess að hann hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessu ári. Það varð til þess að hlutverk hans hjá Tottenham Hotspur breyttist og hann var kominn aftar í goggunarröðina hjá Gareth Southgate hjá enska landsliðinu. Nú virðist öldin vera önnur, alla vega hjá Tottenham Hotspur, sé tekið mið af frumraun Mourinho við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu. Stoðsending Alli á Son um helgina var fyrsta stoðsending enska sóknartengiliðsins á yfirstandandi leiktíð en hann jafnaði með því tölfræði Eriksen í þeim efnum. Ef lesið er í leik helgarinnar hjá Tottenham Hotspur mun Alli taka hressilega fram úr Eriksen í fjölda stoðsendinga það sem eftir lifir leiktíðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira
José Mourinho stýrði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur þegar liðið lagði West Ham United að velli í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í hádeginu á laugardaginn. Mourinho tók við starfinu af Mauricio Pochettino en eitt af því sem Pochettino átti í vandræðum með undir lok stjórnartíðar sinnar var að ná ekki að fá sóknartengilið sinn, Dele Alli, til þess að sýna sitt rétta andlit. Svo virðist sem ákvörðun hafi verið tekin um að Christian Eriksen yfirgefi herbúðir Tottenham Hotspur annaðhvort þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar eða næsta sumar. Af þeim sökum hafi Mourinho ávkeðið að veðja á Alli og tekið mikinn hluta af fyrstu æfingaviku sinni í að búa til taktík sem henti honum vel. Þá hafi hann nálgast Alli á þann hátt að hann hefði tröllatrú á honum og gert honum grein fyrir mikilvægi hans í framþróun liðsins. Mourinho ræddi það í samtali við fjölmiðla eftir sigurinn gegn West Ham að hann hefði ákveðið að búa til jafnvægi inni á miðsvæðinu sem stuðlaði að því að Alli væri oftar í stöðu til þess að fá boltann á hættulegum svæðum á vellinum. Alli var miðpunkturinn í sóknarleik liðsins og sá sem sá um að búa til færi fyrir sóknarþríeykið Son Heung-min, Harry Kane og Lucas Moura. Eric Dier var settur í það hlutverk að vera sitjandi miðvallarleikmaður sem verndar vörnina. Harry Winks fékk svo þau fyrirmæli að það væri í hans verkahring að koma boltanum hratt og örugglega á Alli sem ætti svo að skapa usla í varnarlínu West Ham með hlaupum sínum og stungusendingum.Mourinho lagði áherslu á að skerpa á hlutverki Alli Mourinho sagði að taktíski hluti æfingavikunnar hefði snúist að töluverðu leyti um að sýna Alli til hvers væri ætlast af honum. Alli hefði svo tekist að framkvæma það vel inni á vellinum þegar á hólminn var komið. Alli og Son Heung-min náðu vel saman, bæði í markinu sem suður-kóreski framherjinn skoraði og í aðdraganda marksins sem Son lagði upp fyrir Moura. Mourinho hefur verið legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu nærgætinn í samskiptum við leikmenn sína þegar á móti blæs. Á meðan allt leikur í lyndi er hins vegar gott og gaman að leika undir stjórn portúgalska framherjans. Hann tekur ástfóstri við ákveðna leikmenn svo það lítur út fyrir að Alli sé í náðinni hjá Mourinho. Alli skaust hratt fram á sjónarsviðið eftir að hann gekk til liðs við Tottenham Hotspur frá MK Dons árið 2015. Meiðsli og andleg og líkamleg þreyta hefur hins vegar orðið til þess að hann hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessu ári. Það varð til þess að hlutverk hans hjá Tottenham Hotspur breyttist og hann var kominn aftar í goggunarröðina hjá Gareth Southgate hjá enska landsliðinu. Nú virðist öldin vera önnur, alla vega hjá Tottenham Hotspur, sé tekið mið af frumraun Mourinho við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu. Stoðsending Alli á Son um helgina var fyrsta stoðsending enska sóknartengiliðsins á yfirstandandi leiktíð en hann jafnaði með því tölfræði Eriksen í þeim efnum. Ef lesið er í leik helgarinnar hjá Tottenham Hotspur mun Alli taka hressilega fram úr Eriksen í fjölda stoðsendinga það sem eftir lifir leiktíðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira