Segir það af og frá að dómarar Landsréttar hafi beitt Jón Steinar óréttlæti Andri Eysteinsson skrifar 25. nóvember 2019 18:34 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson svaraði gagnrýni Jón Steinars Gunnlaugssonar. Vísir/Vilhelm/GVA „Það er kunnuglegt stef að þegar Jón Steinar tapar dómsmáli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg, þá ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður í aðsendri grein er snýr að ummælum Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi dómara við Hæstarétt sem birtust í grein Jóns í Morgunblaðinu í morgun. Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, sem uppkveðinn var 22. nóvember síðastliðinn var Jón Steinar sýknaður af kröfum Benedikts Bogasonar, hæstaréttardómara, sem krafðist þess að fimm ummæli í bók Jóns, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun, yrðu dæmd ómerk. Jón Steinar hafði gagnrýnt að Benedikt Bogasyni hafi ekki verið gert að greiða málskostnað en með dómi var kostnaðurinn felldur niður. „Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. nóvember 2019 sagði Jón Steinar síðan að hagsmuna- og kunningjatengsl dómara málsins við umbjóðanda minn hafi ráðið því að málskostnaður í málinu var felldur niður og með því hafi dómararnir brugðist hlutleysisskyldu sinni og enginn annar íslenskur borgari hefði notið þessara sætinda af borði dómaranna við sömu aðstæður,“ skrifar Vilhjálmur í athugasemd sinni sem birt hefur verið á Vísi. Segir Vilhjálmur að þótt það sé kunnuglegt stef að Jón Steinar fullyrði að dómarar séu hlutdrægir þegar niðurstaða sé honum ekki þóknanleg sé það nýtt af nálinni að Jón Steinar haldi því fram að dómarar séu hlutdrægir í máli sem hann vinnur. „Fyrir þeim aðdróttunum er engin innistæða en ekkert við málsmeðferð Landsréttar gaf Jóni Steinari tilefni til þess að vega með þessum hætti að dómurum málsins,“ skrifar Vilhjálmur og bendir á að í þremur af sjö einkamálum, þar sem dómur var kveðinn upp í Landsrétti 22. nóvember, hafi málskostnaður verið felldur niður. „Það er því af og frá að dómarar Landsréttar hafi lagt einhverja sérstaka lykkju á leið sína til þess að beita Jón Steinar órétti,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður. Dómstólar Tengdar fréttir Athugasemd vegna ummæla Jóns Steinars Gunnlaugssonar um dómara Landsréttar Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, uppkveðnum 22. nóvember 2019, var Jón Steinar Gunnlaugsson sýknaður af kröfum umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar og málskostnaður felldur niður. 25. nóvember 2019 18:20 Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Það er kunnuglegt stef að þegar Jón Steinar tapar dómsmáli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg, þá ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður í aðsendri grein er snýr að ummælum Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi dómara við Hæstarétt sem birtust í grein Jóns í Morgunblaðinu í morgun. Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, sem uppkveðinn var 22. nóvember síðastliðinn var Jón Steinar sýknaður af kröfum Benedikts Bogasonar, hæstaréttardómara, sem krafðist þess að fimm ummæli í bók Jóns, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun, yrðu dæmd ómerk. Jón Steinar hafði gagnrýnt að Benedikt Bogasyni hafi ekki verið gert að greiða málskostnað en með dómi var kostnaðurinn felldur niður. „Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. nóvember 2019 sagði Jón Steinar síðan að hagsmuna- og kunningjatengsl dómara málsins við umbjóðanda minn hafi ráðið því að málskostnaður í málinu var felldur niður og með því hafi dómararnir brugðist hlutleysisskyldu sinni og enginn annar íslenskur borgari hefði notið þessara sætinda af borði dómaranna við sömu aðstæður,“ skrifar Vilhjálmur í athugasemd sinni sem birt hefur verið á Vísi. Segir Vilhjálmur að þótt það sé kunnuglegt stef að Jón Steinar fullyrði að dómarar séu hlutdrægir þegar niðurstaða sé honum ekki þóknanleg sé það nýtt af nálinni að Jón Steinar haldi því fram að dómarar séu hlutdrægir í máli sem hann vinnur. „Fyrir þeim aðdróttunum er engin innistæða en ekkert við málsmeðferð Landsréttar gaf Jóni Steinari tilefni til þess að vega með þessum hætti að dómurum málsins,“ skrifar Vilhjálmur og bendir á að í þremur af sjö einkamálum, þar sem dómur var kveðinn upp í Landsrétti 22. nóvember, hafi málskostnaður verið felldur niður. „Það er því af og frá að dómarar Landsréttar hafi lagt einhverja sérstaka lykkju á leið sína til þess að beita Jón Steinar órétti,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður.
Dómstólar Tengdar fréttir Athugasemd vegna ummæla Jóns Steinars Gunnlaugssonar um dómara Landsréttar Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, uppkveðnum 22. nóvember 2019, var Jón Steinar Gunnlaugsson sýknaður af kröfum umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar og málskostnaður felldur niður. 25. nóvember 2019 18:20 Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Athugasemd vegna ummæla Jóns Steinars Gunnlaugssonar um dómara Landsréttar Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, uppkveðnum 22. nóvember 2019, var Jón Steinar Gunnlaugsson sýknaður af kröfum umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar og málskostnaður felldur niður. 25. nóvember 2019 18:20
Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30