Segir það af og frá að dómarar Landsréttar hafi beitt Jón Steinar óréttlæti Andri Eysteinsson skrifar 25. nóvember 2019 18:34 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson svaraði gagnrýni Jón Steinars Gunnlaugssonar. Vísir/Vilhelm/GVA „Það er kunnuglegt stef að þegar Jón Steinar tapar dómsmáli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg, þá ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður í aðsendri grein er snýr að ummælum Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi dómara við Hæstarétt sem birtust í grein Jóns í Morgunblaðinu í morgun. Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, sem uppkveðinn var 22. nóvember síðastliðinn var Jón Steinar sýknaður af kröfum Benedikts Bogasonar, hæstaréttardómara, sem krafðist þess að fimm ummæli í bók Jóns, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun, yrðu dæmd ómerk. Jón Steinar hafði gagnrýnt að Benedikt Bogasyni hafi ekki verið gert að greiða málskostnað en með dómi var kostnaðurinn felldur niður. „Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. nóvember 2019 sagði Jón Steinar síðan að hagsmuna- og kunningjatengsl dómara málsins við umbjóðanda minn hafi ráðið því að málskostnaður í málinu var felldur niður og með því hafi dómararnir brugðist hlutleysisskyldu sinni og enginn annar íslenskur borgari hefði notið þessara sætinda af borði dómaranna við sömu aðstæður,“ skrifar Vilhjálmur í athugasemd sinni sem birt hefur verið á Vísi. Segir Vilhjálmur að þótt það sé kunnuglegt stef að Jón Steinar fullyrði að dómarar séu hlutdrægir þegar niðurstaða sé honum ekki þóknanleg sé það nýtt af nálinni að Jón Steinar haldi því fram að dómarar séu hlutdrægir í máli sem hann vinnur. „Fyrir þeim aðdróttunum er engin innistæða en ekkert við málsmeðferð Landsréttar gaf Jóni Steinari tilefni til þess að vega með þessum hætti að dómurum málsins,“ skrifar Vilhjálmur og bendir á að í þremur af sjö einkamálum, þar sem dómur var kveðinn upp í Landsrétti 22. nóvember, hafi málskostnaður verið felldur niður. „Það er því af og frá að dómarar Landsréttar hafi lagt einhverja sérstaka lykkju á leið sína til þess að beita Jón Steinar órétti,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður. Dómstólar Tengdar fréttir Athugasemd vegna ummæla Jóns Steinars Gunnlaugssonar um dómara Landsréttar Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, uppkveðnum 22. nóvember 2019, var Jón Steinar Gunnlaugsson sýknaður af kröfum umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar og málskostnaður felldur niður. 25. nóvember 2019 18:20 Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Það er kunnuglegt stef að þegar Jón Steinar tapar dómsmáli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg, þá ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður í aðsendri grein er snýr að ummælum Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi dómara við Hæstarétt sem birtust í grein Jóns í Morgunblaðinu í morgun. Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, sem uppkveðinn var 22. nóvember síðastliðinn var Jón Steinar sýknaður af kröfum Benedikts Bogasonar, hæstaréttardómara, sem krafðist þess að fimm ummæli í bók Jóns, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun, yrðu dæmd ómerk. Jón Steinar hafði gagnrýnt að Benedikt Bogasyni hafi ekki verið gert að greiða málskostnað en með dómi var kostnaðurinn felldur niður. „Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. nóvember 2019 sagði Jón Steinar síðan að hagsmuna- og kunningjatengsl dómara málsins við umbjóðanda minn hafi ráðið því að málskostnaður í málinu var felldur niður og með því hafi dómararnir brugðist hlutleysisskyldu sinni og enginn annar íslenskur borgari hefði notið þessara sætinda af borði dómaranna við sömu aðstæður,“ skrifar Vilhjálmur í athugasemd sinni sem birt hefur verið á Vísi. Segir Vilhjálmur að þótt það sé kunnuglegt stef að Jón Steinar fullyrði að dómarar séu hlutdrægir þegar niðurstaða sé honum ekki þóknanleg sé það nýtt af nálinni að Jón Steinar haldi því fram að dómarar séu hlutdrægir í máli sem hann vinnur. „Fyrir þeim aðdróttunum er engin innistæða en ekkert við málsmeðferð Landsréttar gaf Jóni Steinari tilefni til þess að vega með þessum hætti að dómurum málsins,“ skrifar Vilhjálmur og bendir á að í þremur af sjö einkamálum, þar sem dómur var kveðinn upp í Landsrétti 22. nóvember, hafi málskostnaður verið felldur niður. „Það er því af og frá að dómarar Landsréttar hafi lagt einhverja sérstaka lykkju á leið sína til þess að beita Jón Steinar órétti,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður.
Dómstólar Tengdar fréttir Athugasemd vegna ummæla Jóns Steinars Gunnlaugssonar um dómara Landsréttar Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, uppkveðnum 22. nóvember 2019, var Jón Steinar Gunnlaugsson sýknaður af kröfum umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar og málskostnaður felldur niður. 25. nóvember 2019 18:20 Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Athugasemd vegna ummæla Jóns Steinars Gunnlaugssonar um dómara Landsréttar Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, uppkveðnum 22. nóvember 2019, var Jón Steinar Gunnlaugsson sýknaður af kröfum umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar og málskostnaður felldur niður. 25. nóvember 2019 18:20
Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30