Hættu með kýrnar og byggðu upp stærsta hótel hreppsins Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2019 21:45 Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon eiga Hótel Dyrhólaey í Mýrdal. Stöð 2/Einar Árnason. Nánast allir sveitabæir í Mýrdal eru komnir í ferðaþjónustu og er hefðbundinn búskapur mjög á undanhaldi. Á sama tíma hefur erlendum starfsmönnum fjölgað svo að rótgrónir Mýrdælingar segjast varla þekkja helming íbúanna. Fjallað var um mannlíf í Mýrdal í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Bændurnir á Brekkum í Mýrdal, þau Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, voru með þeim fyrstu í sveitinni til að færa sig alfarið yfir í ferðaþjónustu fyrir aldarfjórðungi en þau hættu kúabúskap. „Þetta fór illa saman,“ segir Steinþór. „Það var ekki bæði hægt að mjólka og elda matinn. Það bara gekk ekki upp,“ segir Margrét Ebba. Hótelið þeirra, Hótel Dyrhólaey, er núna það stærsta í Mýrdalshreppi, með 150 herbergjum og tugum erlendra starfsmanna.Veitingahúsið Svarta fjaran við Reynisfjöru er í eigu þriggja bænda í Reynishverfi.Stöð 2/Einar Árnason.Í Reynishverfi tóku þrír bæir sig saman og stofnuðu veitingahúsið Svörtu fjöruna. „Hefðbundinn búskapur er að lognast út af hér. Þannig að menn lifa hér orðið að stærstum hluta á ferðamanninum. Það er hann sem skiptir okkur öllu máli hér í dag,“ segir veitingahússeigandinn Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti. Fimmtán erlendir starfsmenn veitingahússins búa í smáhýsum á jörðinni. „Maður þekkir varla orðið annan hvern mann, sko. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af útlendingum sem búa hér, sem eru að vinna hér á hótelunum og svoleiðis,“ segir Guðni.Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason.Oddviti Mýrdalshrepps, Einar Freyr Elínarson, segir ferðaþjónustuna hafa reynst lyftistöng í sveit, sem áður bjó við samdrátt. „En nú höfum við séð bara alveg ótrúlega uppbyggingu hérna á þessu svæði, sem er auðvitað bara gott,“ segir oddvitinn. Bændurnir á Vatnsskarðshólum eru ekki í ferðaþjónustu. „Nei, ekkert svoleiðis,“ segir kúabóndinn Gunnar Þormar Þorsteinsson. „Ein af þeim fáu sem eru ekki í ferðaþjónustu,“ segir Þorbjörg Kristjánsdóttir. Hér verða þó áfram veðurathuganir, - nafn Vatnsskarðshóla mun áfram heyrast í veðurfregnum. „Já, já. Úrkoma í grennd,“ segir Gunnar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34 Ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við áður en ég úreldist "Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. 24. nóvember 2019 08:15 Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
Nánast allir sveitabæir í Mýrdal eru komnir í ferðaþjónustu og er hefðbundinn búskapur mjög á undanhaldi. Á sama tíma hefur erlendum starfsmönnum fjölgað svo að rótgrónir Mýrdælingar segjast varla þekkja helming íbúanna. Fjallað var um mannlíf í Mýrdal í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Bændurnir á Brekkum í Mýrdal, þau Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, voru með þeim fyrstu í sveitinni til að færa sig alfarið yfir í ferðaþjónustu fyrir aldarfjórðungi en þau hættu kúabúskap. „Þetta fór illa saman,“ segir Steinþór. „Það var ekki bæði hægt að mjólka og elda matinn. Það bara gekk ekki upp,“ segir Margrét Ebba. Hótelið þeirra, Hótel Dyrhólaey, er núna það stærsta í Mýrdalshreppi, með 150 herbergjum og tugum erlendra starfsmanna.Veitingahúsið Svarta fjaran við Reynisfjöru er í eigu þriggja bænda í Reynishverfi.Stöð 2/Einar Árnason.Í Reynishverfi tóku þrír bæir sig saman og stofnuðu veitingahúsið Svörtu fjöruna. „Hefðbundinn búskapur er að lognast út af hér. Þannig að menn lifa hér orðið að stærstum hluta á ferðamanninum. Það er hann sem skiptir okkur öllu máli hér í dag,“ segir veitingahússeigandinn Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti. Fimmtán erlendir starfsmenn veitingahússins búa í smáhýsum á jörðinni. „Maður þekkir varla orðið annan hvern mann, sko. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af útlendingum sem búa hér, sem eru að vinna hér á hótelunum og svoleiðis,“ segir Guðni.Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps.Stöð 2/Einar Árnason.Oddviti Mýrdalshrepps, Einar Freyr Elínarson, segir ferðaþjónustuna hafa reynst lyftistöng í sveit, sem áður bjó við samdrátt. „En nú höfum við séð bara alveg ótrúlega uppbyggingu hérna á þessu svæði, sem er auðvitað bara gott,“ segir oddvitinn. Bændurnir á Vatnsskarðshólum eru ekki í ferðaþjónustu. „Nei, ekkert svoleiðis,“ segir kúabóndinn Gunnar Þormar Þorsteinsson. „Ein af þeim fáu sem eru ekki í ferðaþjónustu,“ segir Þorbjörg Kristjánsdóttir. Hér verða þó áfram veðurathuganir, - nafn Vatnsskarðshóla mun áfram heyrast í veðurfregnum. „Já, já. Úrkoma í grennd,“ segir Gunnar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34 Ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við áður en ég úreldist "Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. 24. nóvember 2019 08:15 Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50
Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34
Ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við áður en ég úreldist "Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. 24. nóvember 2019 08:15
Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15
Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48