Prófaði að grilla hamborgarhrygg Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 11:00 Alfreð Fannar Björnsson er snillingur þegar kemur að því að grilla. Alfreð Fannar Björnsson hefur mikla ástríðu fyrir að grilla og heldur úti síðu á Instagram undir nafninu BBQkongurinn en fylgjendur hans þar eru hátt í 4.000 talsins. Yfirleitt stendur hann ekki við grillið um jólin en hver veit nema breyting verði þar á í ár. Þeir sem fylgjast með Alfreð vita að hann er snillingur þegar kemur að því að grilla alls kyns góðgæti. Hann grillar nánast allt frá pitsum upp í pottrétti, steikur og eftirrétti. Hann segist aldrei hafa grillað jólamatinn en hann prófaði þó einu sinni að grilla hamborgarhrygg. Í forrétt var hann með grafið lambafille sem hann gróf sjálfur. „Ég gróf lambafilleið sex dögum áður en ég matreiddi það og kaldreykti það svo í 10 tíma með beykispónum. Ég bar það svo fram með klettasalati, sultuðum rauðlauk og balsamic-gljáa,“ segir Alfreð. „Við hamborgarhrygginn gerði ég ekkert nema skera tígla í hann. Svo var hann grillaður á snúningsteini við 180 gráður og ég sprautaði malti á hann á 10 mínútna fresti. Þegar 15 mínútur voru eftir kynti ég grillið í botn og penslaði hrygginn með gljáanum. Lyktin á pallinum var unaðsleg, alveg eins og það væru komin jól.“Forrétturinn var grafið lambafille á salatbeð.Grafið lambafille700 g lambafille Gróft saltKryddblanda:6 msk. salt 2 msk. sinnepsfræ 2 msk. fennelfræ 2 msk. kóríanderfræ 3 tsk. rósapipar 2 tsk. svartur pipar 2 msk. oregano 2 tsk. rósmarín 2 tsk. timían 1 tsk. sykur Klettasalat Sultaður rauðlaukur Balsamic-gljáiLambafilletið saltað vel og látið liggja í salti í 3 tíma, svo er saltið skolað af. Kryddinu er blandað saman og kryddblöndunni nuddað vel á kjötið og það svo vakúmpakkað og geymt þannig í 4 daga. Að því loknu er kjötið reykt í reykofni í 10 tíma.Áður en kjötið er borið fram er það skorið í þunnar sneiðar og lagt ofan á beð af klettasalati og sultuðum rauðlauk. Að lokum er balsamic-gljáa dreift yfir.Síðustu mínúturnar var hitinn hækkaður í botn til að fá þessa fallegu grilláferð.Grillaður hamborgarhryggurEinn hamborgarhryggur Malt Gljái: Púðursykur Tómatsósa Sætt sinnepPúðursykri, tómatsósu og sætu sinnepi blandað saman til að búa til gljáa. Tíglar skornir í hrygginn og hann settur á snúningsstein. Grillið er stillt á miðlungshita og grillað þar til kjarnhitinn er 58 gráður. Á 15 mínútna fresti er malti sprautað yfir hrygginn. Þegar kjarnhitinn er orðinn 58 gráður er hryggurinn penslaður með gljáanum og grillið stillt á hæsta hita. Þegar kjarnhitinn hefur náð 62 gráðum er kjötið tekið af grillinu og hryggurinn látinn standa smástund. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólasaga: Huldufólksdansinn Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin Ekki gleyma að drekka vatn Jól 15 metra hermaður Jól Kerti seldust vel Jól Náttúran inni í stofu Jól Allir eiga sinn jólasokk Jól Sálmur 566 - Einu sinni' í ættborg Davíðs Jól Jólanámskeið Jól Fjórði vitringurinn Jól
Alfreð Fannar Björnsson hefur mikla ástríðu fyrir að grilla og heldur úti síðu á Instagram undir nafninu BBQkongurinn en fylgjendur hans þar eru hátt í 4.000 talsins. Yfirleitt stendur hann ekki við grillið um jólin en hver veit nema breyting verði þar á í ár. Þeir sem fylgjast með Alfreð vita að hann er snillingur þegar kemur að því að grilla alls kyns góðgæti. Hann grillar nánast allt frá pitsum upp í pottrétti, steikur og eftirrétti. Hann segist aldrei hafa grillað jólamatinn en hann prófaði þó einu sinni að grilla hamborgarhrygg. Í forrétt var hann með grafið lambafille sem hann gróf sjálfur. „Ég gróf lambafilleið sex dögum áður en ég matreiddi það og kaldreykti það svo í 10 tíma með beykispónum. Ég bar það svo fram með klettasalati, sultuðum rauðlauk og balsamic-gljáa,“ segir Alfreð. „Við hamborgarhrygginn gerði ég ekkert nema skera tígla í hann. Svo var hann grillaður á snúningsteini við 180 gráður og ég sprautaði malti á hann á 10 mínútna fresti. Þegar 15 mínútur voru eftir kynti ég grillið í botn og penslaði hrygginn með gljáanum. Lyktin á pallinum var unaðsleg, alveg eins og það væru komin jól.“Forrétturinn var grafið lambafille á salatbeð.Grafið lambafille700 g lambafille Gróft saltKryddblanda:6 msk. salt 2 msk. sinnepsfræ 2 msk. fennelfræ 2 msk. kóríanderfræ 3 tsk. rósapipar 2 tsk. svartur pipar 2 msk. oregano 2 tsk. rósmarín 2 tsk. timían 1 tsk. sykur Klettasalat Sultaður rauðlaukur Balsamic-gljáiLambafilletið saltað vel og látið liggja í salti í 3 tíma, svo er saltið skolað af. Kryddinu er blandað saman og kryddblöndunni nuddað vel á kjötið og það svo vakúmpakkað og geymt þannig í 4 daga. Að því loknu er kjötið reykt í reykofni í 10 tíma.Áður en kjötið er borið fram er það skorið í þunnar sneiðar og lagt ofan á beð af klettasalati og sultuðum rauðlauk. Að lokum er balsamic-gljáa dreift yfir.Síðustu mínúturnar var hitinn hækkaður í botn til að fá þessa fallegu grilláferð.Grillaður hamborgarhryggurEinn hamborgarhryggur Malt Gljái: Púðursykur Tómatsósa Sætt sinnepPúðursykri, tómatsósu og sætu sinnepi blandað saman til að búa til gljáa. Tíglar skornir í hrygginn og hann settur á snúningsstein. Grillið er stillt á miðlungshita og grillað þar til kjarnhitinn er 58 gráður. Á 15 mínútna fresti er malti sprautað yfir hrygginn. Þegar kjarnhitinn er orðinn 58 gráður er hryggurinn penslaður með gljáanum og grillið stillt á hæsta hita. Þegar kjarnhitinn hefur náð 62 gráðum er kjötið tekið af grillinu og hryggurinn látinn standa smástund.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólasaga: Huldufólksdansinn Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin Ekki gleyma að drekka vatn Jól 15 metra hermaður Jól Kerti seldust vel Jól Náttúran inni í stofu Jól Allir eiga sinn jólasokk Jól Sálmur 566 - Einu sinni' í ættborg Davíðs Jól Jólanámskeið Jól Fjórði vitringurinn Jól