Bakað af ástríðu og kærleika Hjördís Erna Þorgeirsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 10:30 Emilie Zmaher og Bo Rotgans standa vaktina á kaffihúsinu. SIGTRYGGUR Emilie Zmaher flutti til Íslands fyrir þremur árum og rekur nú kaffihúsið Emilie and the Cool Kids í miðbæ Reykjavíkur. Hún er hrifin af landi og þjóð en segir þó fátt jafnast á við frönsk jól þar sem allt snýst um að borða, drekka og njóta. Við erum þriggja manna fjölskylda, Stéphane, Polly og ég, og við komum til Íslands fyrir þremur árum. Við opnuðum fyrsta kaffihúsið í janúar árið 2007 í Nice og eigum núna þrettán kaffihús með franska viðskiptafélaganum mínum og sex einkaleyfi," segir Emilie.Hlýlegt andrúmsloftÁ kaffihúsinu er heimilislegur og vingjarnlegur andi. „Við vildum bjóða upp á notalegan og huggulegan stað fyrir fólk til þess að slaka á í amstri hversdagsins. Þess vegna teljum við mikilvægt að vera með sófa, hlýjar skreytingar og opið eldhús þar sem þú getur talað við viðskiptavinina og þeir séð hvernig allt er heimagert og ferskt. Það var mikilvægt fyrir tíu árum og er hiklaust enn mikilvægara í dag. Það er gott að fá almennilegt kaffi en mikilvægast er fólkið sem útbýr það, brosir til þín og man smáatriðin, eins og að þú viljir einfaldan eða með haframjólk og svo framvegis. Og ef þig langar að tala meira, þá er það í lagi, við þörfnumst meiri mannlegra samskipta.“ Emilie og Stéphane höfðu komið nokkrum sinnum til landsins áður en þau ákváðu að slá til og flytjast búferlum. „Við komum upphaflega til Íslands vegna þess að við þráðum breytingar og áskoranir. Við eigum íslenska vini sem hafa hjálpað okkur mikið. Við komum hingað 3-4 sinnum í frí og okkur leið afskaplega vel hérna vegna þess að það er hljótt, lítil streita og Reykjavík er lítil borg. Við þurftum að endurræsa okkur og einblína á það sem skiptir máli eins og fjölskyldan, tími án áhyggja og náttúran.“Frönsk sælkerajólEmilie kann að meta jólin á Íslandi en segir þó fátt jafn töfrandi og jólin í heimalandinu. „Ég ætla ekki að ljúga, ég elska jólin í Frakklandi. Við höfum verið hér um jólin. Nú í ár ætlum við að fara til foreldra minna, sem búa nálægt París. Við erum mjög spennt að fara. En ég elska andrúmsloftið fyrir jólin í Reykjavík, skautasvellið, leitina að jólasveinum á reykvískum byggingum, heitt kakó og gómsætar vöfflur á Kaffi Mokka.“ Frakkar eru, eins og alkunna er, miklir sælkerar og því kemur varla á óvart að maturinn sé í aðalhlutverki. „Jólin í Frakklandi snúast fyrst og fremst um mat, við útbúum allt saman, byrjum að borða klukkan sex, hættum um miðnætti og á meðan við borðum þá tölum við um það sem við ætlum að borða næsta dag.“ Hátíðirnar snúast þó líka um hefðir, samveru og það að skapa minningar. „Þetta snýst þó ekki eingöngu um mat en við eigum dóttur og viljum upplifa og deila þessu sérstaka augnabliki með henni og fjölskyldunni okkar. Við reynum að viðhalda þessum hefðum. Á aðfangadag, áður en hún fer að sofa, setur hún skóna sína undir tréð, eða réttara sagt setjum við öll skóna okkar undir tréð. Fullorðnir bíða þá þangað til börnin sofna og þá setjum við allar gjafirnar undir tréð við hliðina á skónum,“ útskýrir Emilie. „Á jóladag vöknum við snemma vegna þess að krakkarnir eru of spenntir til þess að sofa, móðir mín lagar kaffi og te, og við fylgjumst með börnunum opna gjafirnar. Síðar, eftir að við höfum útbúið hádegismatinn, fer faðir minn í vínkjallarann (sem er undir húsinu, hálfgerður leynistaður), og sækir kampavín, hvítvín og rauðvín (við þurfum vitaskuld mismunandi vín með hverri máltíð). Já, þetta snýst svo sannarlega um mat. Varðandi matinn, þá skilja foreldrar mínir ekki alveg hvers vegna við borðum svona lítið kjöt. Við erum ekki vegan eða grænmetisætur en við erum ekki sérstaklega hrifin af kjöti og erum að reyna að draga úr neyslu á dýraafurðum. Þau skilja þetta ekki alveg vegna þess að þau tilheyra annarri kynslóð sem trúði því að við gætum ekki lifað án kjöts. En það eru jól og við viljum að öllum líði vel svo að við þegjum bara, brosum, borðum og drekkum.“Alúð við matargerðEmilie hefur vakið athygli fyrir vel heppnað bakkelsi án dýraafurða og því ekki úr vegi að spyrja hver galdurinn sé. „Lykillinn á bak við bakstur án dýraafurða er að vera forvitinn og úrræðagóður. Eins og ég sagði þá er ég ekki vegan en ég elska að baka vegan bakkelsi, það er áskorun fyrir mig og þegar vel tekst til þá er það betra en hefðbundið bakkelsi. Það er safaríkara, endist lengur og er bara betra. Ég nota gjarnan eplamauk í stað eggja en eitt egg er um það bil 60 grömm svo að í stað eins eggs, set ég 60 grömm af eplamauki,“ segir Emilie. „Hvað mjólkurvörur varðar, þá er það auðveldara vegna þess að náttúran gefur okkur svo mikið af jurtamjólk. Haframjólkin er í uppáhaldi hjá mér vegna þess að það eru svo margir sem eru með ofnæmi fyrir soja og hnetum. Fyrir skonsurnar, sem eru ekki jafn sætar, nota ég ólífuolíu í stað smjörs, ég bjó í Nice í fimmtán ár þar sem ólífuolía er notuð í allt. Ég held að ef þú vilt baka eða elda, hvort sem það er vegan eða ekki, þá skipti mestu máli að nálgast það af alúð, og hugsa til þeirra sem munu borða það. Við borðum vegna þess að við þurfum þess en líka vegna ánægju, að deila augnablikinu með öðrum. Og ef þú hugsar svoleiðis á meðan þú bakar er ég 99% viss um að útkoman verður góð. Stundum held ég fólk sem hafi gaman af því að baka og elda tjái þannig ást sína á fólki og trú á mannkynið.“Kryddbrauðið hennar Emilie er ómótstæðilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGURVegan kryddbrauðÞessi uppskrift er fyrir 30x11 cm kökuform 650 g hveiti 500 ml heitt vatn 100 g hlynsíróp (eða melassi) 160 ml olía (sólblóma-, repju- eða kókosolía) 200 g púðursykur 2 msk. eða 30 ml eplaedik 2 tsk. eða 10 g matarsódi 1 tsk. eða 5 g lyftiduft 4 tsk. eða 10 g engifer 2 tsk. eða 5 g kanill 1 tsk. eða 2,5 g negull 1 tsk. eða 2,5 g múskat 1 tsk. eða 2,5 g kardimommur 2 tsk. eða 10 ml vanilluduft eða dropar Jólaóskir og einn bolli kærleikur (meira ef vill) Stillið ofninn á 170°C, spreyið kökuformið. Hitið vatnið næstum að 40°C og hrærið saman við hlynsíróp, eplaedik og vanillu. Blandið þurrefnum, hveiti, púðursykri, matarsóda, lyftidufti og kryddi saman í miðlungsstóra skál. Hrærið blautu innihaldsefnunum varfærnislega saman við þurrefnin með viðarsleif. Ekki hræra of mikið en óskaðu þér fyrir jólin og hugsaðu til þeirra sem munu njóta kökunnar. Settu blönduna í formið. Bakaðu í 45 mínútur (hugsanlega aðeins lengur eða þar til tannstöngull kemur hreinn út. Taktu brauðið úr ofninum og leyfðu því að kólna í fimm mínútur. Taktu brauðið úr forminu, helltu yfir það smávegis sírópi og stráðu svo á það perlusykri. Njóttu með vinum, fjölskyldu eða ein/n yfir góðri jólamynd. Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Mest lesið Laufabrauð Jól Gyðingakökur Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 9. desember Jól Sætar súkkulaðispesíur Jólin Jólaljósmyndakeppnin: Frestur rennur út á miðnætti Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Karlar í nærbuxum Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Skín í rauðar skotthúfur Jól
Emilie Zmaher flutti til Íslands fyrir þremur árum og rekur nú kaffihúsið Emilie and the Cool Kids í miðbæ Reykjavíkur. Hún er hrifin af landi og þjóð en segir þó fátt jafnast á við frönsk jól þar sem allt snýst um að borða, drekka og njóta. Við erum þriggja manna fjölskylda, Stéphane, Polly og ég, og við komum til Íslands fyrir þremur árum. Við opnuðum fyrsta kaffihúsið í janúar árið 2007 í Nice og eigum núna þrettán kaffihús með franska viðskiptafélaganum mínum og sex einkaleyfi," segir Emilie.Hlýlegt andrúmsloftÁ kaffihúsinu er heimilislegur og vingjarnlegur andi. „Við vildum bjóða upp á notalegan og huggulegan stað fyrir fólk til þess að slaka á í amstri hversdagsins. Þess vegna teljum við mikilvægt að vera með sófa, hlýjar skreytingar og opið eldhús þar sem þú getur talað við viðskiptavinina og þeir séð hvernig allt er heimagert og ferskt. Það var mikilvægt fyrir tíu árum og er hiklaust enn mikilvægara í dag. Það er gott að fá almennilegt kaffi en mikilvægast er fólkið sem útbýr það, brosir til þín og man smáatriðin, eins og að þú viljir einfaldan eða með haframjólk og svo framvegis. Og ef þig langar að tala meira, þá er það í lagi, við þörfnumst meiri mannlegra samskipta.“ Emilie og Stéphane höfðu komið nokkrum sinnum til landsins áður en þau ákváðu að slá til og flytjast búferlum. „Við komum upphaflega til Íslands vegna þess að við þráðum breytingar og áskoranir. Við eigum íslenska vini sem hafa hjálpað okkur mikið. Við komum hingað 3-4 sinnum í frí og okkur leið afskaplega vel hérna vegna þess að það er hljótt, lítil streita og Reykjavík er lítil borg. Við þurftum að endurræsa okkur og einblína á það sem skiptir máli eins og fjölskyldan, tími án áhyggja og náttúran.“Frönsk sælkerajólEmilie kann að meta jólin á Íslandi en segir þó fátt jafn töfrandi og jólin í heimalandinu. „Ég ætla ekki að ljúga, ég elska jólin í Frakklandi. Við höfum verið hér um jólin. Nú í ár ætlum við að fara til foreldra minna, sem búa nálægt París. Við erum mjög spennt að fara. En ég elska andrúmsloftið fyrir jólin í Reykjavík, skautasvellið, leitina að jólasveinum á reykvískum byggingum, heitt kakó og gómsætar vöfflur á Kaffi Mokka.“ Frakkar eru, eins og alkunna er, miklir sælkerar og því kemur varla á óvart að maturinn sé í aðalhlutverki. „Jólin í Frakklandi snúast fyrst og fremst um mat, við útbúum allt saman, byrjum að borða klukkan sex, hættum um miðnætti og á meðan við borðum þá tölum við um það sem við ætlum að borða næsta dag.“ Hátíðirnar snúast þó líka um hefðir, samveru og það að skapa minningar. „Þetta snýst þó ekki eingöngu um mat en við eigum dóttur og viljum upplifa og deila þessu sérstaka augnabliki með henni og fjölskyldunni okkar. Við reynum að viðhalda þessum hefðum. Á aðfangadag, áður en hún fer að sofa, setur hún skóna sína undir tréð, eða réttara sagt setjum við öll skóna okkar undir tréð. Fullorðnir bíða þá þangað til börnin sofna og þá setjum við allar gjafirnar undir tréð við hliðina á skónum,“ útskýrir Emilie. „Á jóladag vöknum við snemma vegna þess að krakkarnir eru of spenntir til þess að sofa, móðir mín lagar kaffi og te, og við fylgjumst með börnunum opna gjafirnar. Síðar, eftir að við höfum útbúið hádegismatinn, fer faðir minn í vínkjallarann (sem er undir húsinu, hálfgerður leynistaður), og sækir kampavín, hvítvín og rauðvín (við þurfum vitaskuld mismunandi vín með hverri máltíð). Já, þetta snýst svo sannarlega um mat. Varðandi matinn, þá skilja foreldrar mínir ekki alveg hvers vegna við borðum svona lítið kjöt. Við erum ekki vegan eða grænmetisætur en við erum ekki sérstaklega hrifin af kjöti og erum að reyna að draga úr neyslu á dýraafurðum. Þau skilja þetta ekki alveg vegna þess að þau tilheyra annarri kynslóð sem trúði því að við gætum ekki lifað án kjöts. En það eru jól og við viljum að öllum líði vel svo að við þegjum bara, brosum, borðum og drekkum.“Alúð við matargerðEmilie hefur vakið athygli fyrir vel heppnað bakkelsi án dýraafurða og því ekki úr vegi að spyrja hver galdurinn sé. „Lykillinn á bak við bakstur án dýraafurða er að vera forvitinn og úrræðagóður. Eins og ég sagði þá er ég ekki vegan en ég elska að baka vegan bakkelsi, það er áskorun fyrir mig og þegar vel tekst til þá er það betra en hefðbundið bakkelsi. Það er safaríkara, endist lengur og er bara betra. Ég nota gjarnan eplamauk í stað eggja en eitt egg er um það bil 60 grömm svo að í stað eins eggs, set ég 60 grömm af eplamauki,“ segir Emilie. „Hvað mjólkurvörur varðar, þá er það auðveldara vegna þess að náttúran gefur okkur svo mikið af jurtamjólk. Haframjólkin er í uppáhaldi hjá mér vegna þess að það eru svo margir sem eru með ofnæmi fyrir soja og hnetum. Fyrir skonsurnar, sem eru ekki jafn sætar, nota ég ólífuolíu í stað smjörs, ég bjó í Nice í fimmtán ár þar sem ólífuolía er notuð í allt. Ég held að ef þú vilt baka eða elda, hvort sem það er vegan eða ekki, þá skipti mestu máli að nálgast það af alúð, og hugsa til þeirra sem munu borða það. Við borðum vegna þess að við þurfum þess en líka vegna ánægju, að deila augnablikinu með öðrum. Og ef þú hugsar svoleiðis á meðan þú bakar er ég 99% viss um að útkoman verður góð. Stundum held ég fólk sem hafi gaman af því að baka og elda tjái þannig ást sína á fólki og trú á mannkynið.“Kryddbrauðið hennar Emilie er ómótstæðilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGURVegan kryddbrauðÞessi uppskrift er fyrir 30x11 cm kökuform 650 g hveiti 500 ml heitt vatn 100 g hlynsíróp (eða melassi) 160 ml olía (sólblóma-, repju- eða kókosolía) 200 g púðursykur 2 msk. eða 30 ml eplaedik 2 tsk. eða 10 g matarsódi 1 tsk. eða 5 g lyftiduft 4 tsk. eða 10 g engifer 2 tsk. eða 5 g kanill 1 tsk. eða 2,5 g negull 1 tsk. eða 2,5 g múskat 1 tsk. eða 2,5 g kardimommur 2 tsk. eða 10 ml vanilluduft eða dropar Jólaóskir og einn bolli kærleikur (meira ef vill) Stillið ofninn á 170°C, spreyið kökuformið. Hitið vatnið næstum að 40°C og hrærið saman við hlynsíróp, eplaedik og vanillu. Blandið þurrefnum, hveiti, púðursykri, matarsóda, lyftidufti og kryddi saman í miðlungsstóra skál. Hrærið blautu innihaldsefnunum varfærnislega saman við þurrefnin með viðarsleif. Ekki hræra of mikið en óskaðu þér fyrir jólin og hugsaðu til þeirra sem munu njóta kökunnar. Settu blönduna í formið. Bakaðu í 45 mínútur (hugsanlega aðeins lengur eða þar til tannstöngull kemur hreinn út. Taktu brauðið úr ofninum og leyfðu því að kólna í fimm mínútur. Taktu brauðið úr forminu, helltu yfir það smávegis sírópi og stráðu svo á það perlusykri. Njóttu með vinum, fjölskyldu eða ein/n yfir góðri jólamynd.
Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Mest lesið Laufabrauð Jól Gyðingakökur Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 9. desember Jól Sætar súkkulaðispesíur Jólin Jólaljósmyndakeppnin: Frestur rennur út á miðnætti Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Karlar í nærbuxum Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Skín í rauðar skotthúfur Jól