Vilja reisa kláfalyftu á Ísafirði fyrir tvo og hálfan milljarð króna Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2019 13:00 Afstöðumynd frá Odin Skylift sem sýnir hvernig lyftan mun liggja upp Eyrarhlíð fyrir ofan bæinn. Odin Skylift Hópur fjárfesta er tilbúinn að verja tveimur og hálfum milljarði króna í að reisa kláfalyftu á Ísafirði. Gangi áætlanir eftir mun lyftan ferja fyrstu farþegana upp á topp Eyrarfjalls fyrir ofan bæinn eftir þrjú ár. Yrði þetta fyrsti fjallakláfur Íslands en um er að ræða þrettán ára gamla hugmynd sem Úlfur Úlfarsson verslunareigandi á Ísafirði bar upp árið 2006. Hópur Ísfirðinga ákvað að endurvekja þá hugmynd og hefur stofnað félagið Eyrarkláf ehf. sem er í eigu þeirra ásamt kanadíska félagsins Odin Skylift sem er með aðsetur í borginni Toronto. Odin Skylift er í eigu Ísfirðingsins Gissurar Skarphéðinssonar og kanadísks viðskiptafélaga hans.Ísfirðingurinn Gissur Skarphéðinsson er framkvæmdaaðili verkefnisins.AðsendHópurinn sem vill reisa þennan kláf hefur sótt um lóð rétt fyrir ofan Hlíðarveg á Ísafirði fyrir stöðvarhús. Jafnframt hefur verið sótt um lóð á toppi Eyrarhús fyrir endastöðina sem verður 750 metra yfir sjávarmáli. Þar á einnig að reisa veitingasal sem tekur 250 manns í sæti og verður þar að auki með samkomusal. Fáist samþykki fyrir lóðunum þarf einnig að breyta aðal- og deiliskipulagi sveitarfélagsins sem gæti þó mögulega klárast innan árs. Verður þessi lyfta með tveimur kláfum en kostnaðurinn við lyftuna og kláfana er aðeins þriðjungur af heildarkostnaðinum.Stöðvarhúss kláfalyftu í Loen í Noregi sem notast við samskonar kláfalyftu og ísfirski fjárfestingahópurinn skoðar.Aðsend„Það þarf að setja upp vinnubúðir uppi á fjallinu. Það þarf þyrlu til að flytja vinnubúðir upp og annað efni. Á vinnutímanum komum við til með að setja upp vinnukláf til að handlanga vistir, búnað og annað sem til þarf upp á fjall. Því fylgir líka öryggi því í neyðartilvikum væri hægt að nota vinnukláfinn. Að kaupa kláfinn og flytja til Ísafjarðar er þriðjungur kostnaðarins. Síðan eru þessi stöðvarhús og gríðarlegt magn af steypu sem fara í þetta. Það fara um 550 rúmmetrar sirka af steypu í stöðvarhúsið sem er niðri.“ Gissur segir góðan rekstrargrundvöll fyrir svo dýra fjárfestingu á Ísafirði. Miðað við áætlanir eins og þær líta út í dag er búist við að ferðin upp og niður fjallið muni kosta 7.500 krónur.Veitingastaðurinn í endastöð kláfalyftunnar í Loen sem yrði fyrirmynd þess veitingastaðar sem myndi rísa á toppi Eyrarfjalls.„Eins og staðan er í dag er búið að skrá 140 skipakomur til Ísafjarðar næsta sumar sem eru þá rétt um 100 þúsund manns. Það eru til tölur um að 23-24 prósent af þeim fara í skoðunarferðir og annað sem er í boði á svæðinu. Þegar svona er fyrir hendi náum við ákveðinni markaðshlutdeild af því. Síðan kemur annað eins með bílum og flugi til Ísafjarðar. Ef við náum sömu hlutdeild þar er góður rekstrargrundvöllur fyrir þessu. Þegar svona lagað er komið í gagnið er það ákveðið aðdráttarafl fyrir bæinn og svæðið í heild. Út frá rekstri sambærilegra kláfa í Noregi er þetta allt í lagi.“ Þar að auki standi til að gera hringveg 2 um Vestfirði með tilkomu Dýrafjarðarganga. „Þá er þetta bara viðbót við afþreyingu hjá fólki. Ég held bara að það sé til dæmis allt of lítið hlutfall Íslendinga sem ferðast á Vestfirði. Þetta gæti aukið það hlutfall,“ segir Gissur.Kláfalyftan myndi ferja farþega upp þessa hlíð fyrir ofan Ísafjörð. Rekstrargrundvöllur er fyrir slíkri lyftu að mati fjárfesta vegna fjölda skemmtiferðaskipa sem leggur líð sína þangað á hverju ári.AðsendGert er ráð fyrir að kláfalyftan yrði opin alla daga vikunnar frá vori til hausts. Yfir vetrarmánuðina yrði mögulegt að hafa hana opna yfir helgar þegar veður leyfir. „Þá gæti þetta orðið vinsælt fyrir norðurljósaferðir og einnig er hægt að skíða þarna niður ef menn vilja enda nógur snjór.“ Hann segir fjármögnun verkefnisins vera á því stigi að búið er að fá vilyrði fyrir fjármagni en beðið sé eftir að öll leyfi sé komin hús. Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Skipulag Tengdar fréttir 60 prósenta munur á tilboðum í útsýnispallinn á Bolafjalli Fjögur tilboð bárust Bolungarvík í smíði og uppsetningu útsýnispalls á Bolafjalli. Tilboðin voru opnuð í Ráðhúsi Bolungarvíkur í gær. 29. október 2019 11:13 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Hópur fjárfesta er tilbúinn að verja tveimur og hálfum milljarði króna í að reisa kláfalyftu á Ísafirði. Gangi áætlanir eftir mun lyftan ferja fyrstu farþegana upp á topp Eyrarfjalls fyrir ofan bæinn eftir þrjú ár. Yrði þetta fyrsti fjallakláfur Íslands en um er að ræða þrettán ára gamla hugmynd sem Úlfur Úlfarsson verslunareigandi á Ísafirði bar upp árið 2006. Hópur Ísfirðinga ákvað að endurvekja þá hugmynd og hefur stofnað félagið Eyrarkláf ehf. sem er í eigu þeirra ásamt kanadíska félagsins Odin Skylift sem er með aðsetur í borginni Toronto. Odin Skylift er í eigu Ísfirðingsins Gissurar Skarphéðinssonar og kanadísks viðskiptafélaga hans.Ísfirðingurinn Gissur Skarphéðinsson er framkvæmdaaðili verkefnisins.AðsendHópurinn sem vill reisa þennan kláf hefur sótt um lóð rétt fyrir ofan Hlíðarveg á Ísafirði fyrir stöðvarhús. Jafnframt hefur verið sótt um lóð á toppi Eyrarhús fyrir endastöðina sem verður 750 metra yfir sjávarmáli. Þar á einnig að reisa veitingasal sem tekur 250 manns í sæti og verður þar að auki með samkomusal. Fáist samþykki fyrir lóðunum þarf einnig að breyta aðal- og deiliskipulagi sveitarfélagsins sem gæti þó mögulega klárast innan árs. Verður þessi lyfta með tveimur kláfum en kostnaðurinn við lyftuna og kláfana er aðeins þriðjungur af heildarkostnaðinum.Stöðvarhúss kláfalyftu í Loen í Noregi sem notast við samskonar kláfalyftu og ísfirski fjárfestingahópurinn skoðar.Aðsend„Það þarf að setja upp vinnubúðir uppi á fjallinu. Það þarf þyrlu til að flytja vinnubúðir upp og annað efni. Á vinnutímanum komum við til með að setja upp vinnukláf til að handlanga vistir, búnað og annað sem til þarf upp á fjall. Því fylgir líka öryggi því í neyðartilvikum væri hægt að nota vinnukláfinn. Að kaupa kláfinn og flytja til Ísafjarðar er þriðjungur kostnaðarins. Síðan eru þessi stöðvarhús og gríðarlegt magn af steypu sem fara í þetta. Það fara um 550 rúmmetrar sirka af steypu í stöðvarhúsið sem er niðri.“ Gissur segir góðan rekstrargrundvöll fyrir svo dýra fjárfestingu á Ísafirði. Miðað við áætlanir eins og þær líta út í dag er búist við að ferðin upp og niður fjallið muni kosta 7.500 krónur.Veitingastaðurinn í endastöð kláfalyftunnar í Loen sem yrði fyrirmynd þess veitingastaðar sem myndi rísa á toppi Eyrarfjalls.„Eins og staðan er í dag er búið að skrá 140 skipakomur til Ísafjarðar næsta sumar sem eru þá rétt um 100 þúsund manns. Það eru til tölur um að 23-24 prósent af þeim fara í skoðunarferðir og annað sem er í boði á svæðinu. Þegar svona er fyrir hendi náum við ákveðinni markaðshlutdeild af því. Síðan kemur annað eins með bílum og flugi til Ísafjarðar. Ef við náum sömu hlutdeild þar er góður rekstrargrundvöllur fyrir þessu. Þegar svona lagað er komið í gagnið er það ákveðið aðdráttarafl fyrir bæinn og svæðið í heild. Út frá rekstri sambærilegra kláfa í Noregi er þetta allt í lagi.“ Þar að auki standi til að gera hringveg 2 um Vestfirði með tilkomu Dýrafjarðarganga. „Þá er þetta bara viðbót við afþreyingu hjá fólki. Ég held bara að það sé til dæmis allt of lítið hlutfall Íslendinga sem ferðast á Vestfirði. Þetta gæti aukið það hlutfall,“ segir Gissur.Kláfalyftan myndi ferja farþega upp þessa hlíð fyrir ofan Ísafjörð. Rekstrargrundvöllur er fyrir slíkri lyftu að mati fjárfesta vegna fjölda skemmtiferðaskipa sem leggur líð sína þangað á hverju ári.AðsendGert er ráð fyrir að kláfalyftan yrði opin alla daga vikunnar frá vori til hausts. Yfir vetrarmánuðina yrði mögulegt að hafa hana opna yfir helgar þegar veður leyfir. „Þá gæti þetta orðið vinsælt fyrir norðurljósaferðir og einnig er hægt að skíða þarna niður ef menn vilja enda nógur snjór.“ Hann segir fjármögnun verkefnisins vera á því stigi að búið er að fá vilyrði fyrir fjármagni en beðið sé eftir að öll leyfi sé komin hús.
Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Skipulag Tengdar fréttir 60 prósenta munur á tilboðum í útsýnispallinn á Bolafjalli Fjögur tilboð bárust Bolungarvík í smíði og uppsetningu útsýnispalls á Bolafjalli. Tilboðin voru opnuð í Ráðhúsi Bolungarvíkur í gær. 29. október 2019 11:13 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
60 prósenta munur á tilboðum í útsýnispallinn á Bolafjalli Fjögur tilboð bárust Bolungarvík í smíði og uppsetningu útsýnispalls á Bolafjalli. Tilboðin voru opnuð í Ráðhúsi Bolungarvíkur í gær. 29. október 2019 11:13
Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45