Síldarstúlkan mætti í útgáfuhófið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 08:00 Páll Baldvin afhendir Erlu Nönnu eintakið af stórvirki sínu. Stórvirki Páls Baldvins Baldvinssonar Síldarárin kom nýlega út. Forsíðu bókarinnar prýðir mynd af ungri stúlku í síldarvinnslu. Þegar kápumyndin var valin höfðu útgefendur bókarinnar ekki hugmynd um hver þessi stúlka væri, en eftir töluverða eftirgrennslan tókst að finna hana. Myndin er tekin af sænskum manni sem var á Íslandi um og upp úr 1950, en stúlkan er íslensk og heitir Erla Nanna Jóhannesdóttir. Hún mætti í útgáfuhófið og tók á móti sínu eintaki með bros á vör.Forsíða bókarinnar þar sem Nanna Erla borðar nestið sitt.Erla Nanna var aðeins 13 ára þegar myndin var tekin. Blaðamaður hafði samband við hana og aðspurð segist hún muna vel eftir myndinni. „Ætli þetta hafi ekki verið um 1957. Ég er Siglfirðingur og var að vinna í síld í þrjú sumur. Ég var þarna að borða nestið mitt og þá kom ljósmyndari og fór að mynda í gríð og erg. Ég var ekkert að stilla mér upp en einhver bak við mig endurtók í sífellu: Brostu! Brostu! Ég lét það ekkert trufla mig og hélt áfram að borða nestið.“ Erla Nanna segist ekki hafa hugsað um þessa mynd árum saman. „Það var ekki fyrr en 2014 sem ég fór að velta þessari mynd fyrir mér og hvort hún hefði birst einhvers staðar. Ég vissi að ljósmyndarinn væri sænskur og fór að gúgla og fann myndina þannig. Ég komst að því að myndir þessara ljósmyndara eru á safni í Svíþjóð. Einhvern veginn hefur Páll Baldvin síðan fengið myndina og fyrir örfáum dögum var hringt í mig og mér boðið í útgáfuhófið. Ég fór þangað og mér var vel tekið.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Stórvirki Páls Baldvins Baldvinssonar Síldarárin kom nýlega út. Forsíðu bókarinnar prýðir mynd af ungri stúlku í síldarvinnslu. Þegar kápumyndin var valin höfðu útgefendur bókarinnar ekki hugmynd um hver þessi stúlka væri, en eftir töluverða eftirgrennslan tókst að finna hana. Myndin er tekin af sænskum manni sem var á Íslandi um og upp úr 1950, en stúlkan er íslensk og heitir Erla Nanna Jóhannesdóttir. Hún mætti í útgáfuhófið og tók á móti sínu eintaki með bros á vör.Forsíða bókarinnar þar sem Nanna Erla borðar nestið sitt.Erla Nanna var aðeins 13 ára þegar myndin var tekin. Blaðamaður hafði samband við hana og aðspurð segist hún muna vel eftir myndinni. „Ætli þetta hafi ekki verið um 1957. Ég er Siglfirðingur og var að vinna í síld í þrjú sumur. Ég var þarna að borða nestið mitt og þá kom ljósmyndari og fór að mynda í gríð og erg. Ég var ekkert að stilla mér upp en einhver bak við mig endurtók í sífellu: Brostu! Brostu! Ég lét það ekkert trufla mig og hélt áfram að borða nestið.“ Erla Nanna segist ekki hafa hugsað um þessa mynd árum saman. „Það var ekki fyrr en 2014 sem ég fór að velta þessari mynd fyrir mér og hvort hún hefði birst einhvers staðar. Ég vissi að ljósmyndarinn væri sænskur og fór að gúgla og fann myndina þannig. Ég komst að því að myndir þessara ljósmyndara eru á safni í Svíþjóð. Einhvern veginn hefur Páll Baldvin síðan fengið myndina og fyrir örfáum dögum var hringt í mig og mér boðið í útgáfuhófið. Ég fór þangað og mér var vel tekið.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira