Kínverskir sjónvarpsþættir teknir upp víða um Ísland Björn Þorfinnsson skrifar 28. nóvember 2019 06:23 Kínversku raunveruleikastjörnurnar fengu viðurkenningar afhentar við hátíðlega athöfn í Hörpu í lok ferðarinnar. Í síðustu viku lauk tökum á nýjum kínverskum raunveruleikaþáttum á Íslandi. Sjötíu manna teymi kom að gerð þáttanna og því var umfang verkefnisins stórt. Fjórar kínverskar raunveruleikastjörnur ferðuðust um Ísland og var ábyrg ferðamennska í forgrunni. „Þættirnir munu heita The Protectors og eins og nafnið gefur til kynna munu þeir fjalla um umhverfisvernd og ábyrga ferðahegðun,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Til marks um það hófu kínversku stórstjörnurnar ferðina á því að sverja að halda loforðin átta um ábyrga ferðahegðun, Icelandic Pledge, við komuna til landsins. „Icelandic Pledge er verkefni sem við ákváðum að gefa aukinn kraft í árið 2018 til að skora á ferðamenn að sýna ábyrga hegðun hérlendis. Verkefnið er unnið undir merkjum Inspired by Iceland. Það segir ýmislegt um efni þáttanna að þetta skuli vera upphafsatriðið,“ segir hún. Í lok ferðarinnar var síðan haldinn viðburður í Hörpu þar sem ferðamálaráðherra og sendiherra Kína fluttu erindi og síðan fengu stjörnurnar afhenta sérstaka Icelandic Pledge viðurkenningu.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.Fréttablaðið/StefánAð sögn Ingu Hlínar voru kínversku þáttagerðarmennirnir afar ánægðir með upplifunina hérlendis. „Þeim leið afar vel hér á landi og það sýnir sig í því að Ísland fær mikið vægi í þáttunum. Þeir heimsækja einnig önnur lönd, til dæmis Noreg. Okkur skilst að ferðalagið um Ísland taki þrjá þætti á meðan Noregur fær einn þátt,“ segir hún. Það sem af er ári hefur kínverskum ferðamönnum fjölgað hérlendis um 11 prósent miðað við árið 2018. Þá greindi Fréttablaðið frá því að kínverska flugfélagið Juneyao Air hygðist hefja áætlunarflug til Íslands tvisvar í viku næsta vor og sagði talsmaður fyrirtækisins við Fréttablaðið að flugfélagið gerði ráð fyrir mikilli aukningu kínverskra ferðamanna til Íslands á næstu árum. Það má því segja að hinir kínversku þættir komi á frábærum tíma. „Þetta er næststærsta sjónvarpsstöð Kína sem stendur að framleiðslunni og því má búast við því að tugmilljónir manna horfi á þættina. Þetta verður afar verðmæt landkynning með ábyrgð að leiðarljósi,“ segir Inga Hlín. Hún bendir á að kínverskir ferðamenn séu um margt ólíkir þeim vestrænu. „Kínverjar hafa mikinn áhuga á íslenska vetrinum og sérstaklega norðurljósunum. Eitt helsta ferðatímabilið þeirra er í febrúar í tengslum við kínverska nýárið og því eru kínverskir ferðamenn líklegir til að koma hér líka utan háannatíma sem er eitt af þeim markmiðum sem við höfum í ferðaþjónustunni. Þeir eru því afar verðmæt viðbót,“ segir Inga Hlín. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Kína Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Í síðustu viku lauk tökum á nýjum kínverskum raunveruleikaþáttum á Íslandi. Sjötíu manna teymi kom að gerð þáttanna og því var umfang verkefnisins stórt. Fjórar kínverskar raunveruleikastjörnur ferðuðust um Ísland og var ábyrg ferðamennska í forgrunni. „Þættirnir munu heita The Protectors og eins og nafnið gefur til kynna munu þeir fjalla um umhverfisvernd og ábyrga ferðahegðun,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Til marks um það hófu kínversku stórstjörnurnar ferðina á því að sverja að halda loforðin átta um ábyrga ferðahegðun, Icelandic Pledge, við komuna til landsins. „Icelandic Pledge er verkefni sem við ákváðum að gefa aukinn kraft í árið 2018 til að skora á ferðamenn að sýna ábyrga hegðun hérlendis. Verkefnið er unnið undir merkjum Inspired by Iceland. Það segir ýmislegt um efni þáttanna að þetta skuli vera upphafsatriðið,“ segir hún. Í lok ferðarinnar var síðan haldinn viðburður í Hörpu þar sem ferðamálaráðherra og sendiherra Kína fluttu erindi og síðan fengu stjörnurnar afhenta sérstaka Icelandic Pledge viðurkenningu.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.Fréttablaðið/StefánAð sögn Ingu Hlínar voru kínversku þáttagerðarmennirnir afar ánægðir með upplifunina hérlendis. „Þeim leið afar vel hér á landi og það sýnir sig í því að Ísland fær mikið vægi í þáttunum. Þeir heimsækja einnig önnur lönd, til dæmis Noreg. Okkur skilst að ferðalagið um Ísland taki þrjá þætti á meðan Noregur fær einn þátt,“ segir hún. Það sem af er ári hefur kínverskum ferðamönnum fjölgað hérlendis um 11 prósent miðað við árið 2018. Þá greindi Fréttablaðið frá því að kínverska flugfélagið Juneyao Air hygðist hefja áætlunarflug til Íslands tvisvar í viku næsta vor og sagði talsmaður fyrirtækisins við Fréttablaðið að flugfélagið gerði ráð fyrir mikilli aukningu kínverskra ferðamanna til Íslands á næstu árum. Það má því segja að hinir kínversku þættir komi á frábærum tíma. „Þetta er næststærsta sjónvarpsstöð Kína sem stendur að framleiðslunni og því má búast við því að tugmilljónir manna horfi á þættina. Þetta verður afar verðmæt landkynning með ábyrgð að leiðarljósi,“ segir Inga Hlín. Hún bendir á að kínverskir ferðamenn séu um margt ólíkir þeim vestrænu. „Kínverjar hafa mikinn áhuga á íslenska vetrinum og sérstaklega norðurljósunum. Eitt helsta ferðatímabilið þeirra er í febrúar í tengslum við kínverska nýárið og því eru kínverskir ferðamenn líklegir til að koma hér líka utan háannatíma sem er eitt af þeim markmiðum sem við höfum í ferðaþjónustunni. Þeir eru því afar verðmæt viðbót,“ segir Inga Hlín.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Kína Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira