Samkvæmt nýjustu könnun YouGov í Bretlandi munu Íhaldsmenn vinna stórsigur í komandi þingkosningum þar í landi þann 12. desember næstkomandi.
Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum, bæta við sig 42 sætum og ná meirihluta upp á 68 þingsæti.
Verkamannaflokkurinn myndi hins vegar bíða afhroð, fá 211 sæti sem væri á pari við ósigurinn 1983, sem eru ein verstu úrslit flokksins í sögunni.
Könnun YouGov byggir á svörum frá 100 þúsund kjósendum úr öllum kjördæmum. Bendir hún til að Íhaldsflokkurinn myndi hirða þingsæti frá Verkamannaflokknum í kjördæmum í miðju og norðurhluta Englands þar sem finna má nokkur af helstu vígjum Verkamannaflokksins.
BBC segir frá því í morgun að Verkamannaflokkurinn ætli sér að gera breytingar á kosningabaráttu sinni, nú þegar tvær vikur eru til kosninga, sér í lagi á þeim svæðum þar sem meirihluti kjósenda studdi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt könnun YouGov

Tengdar fréttir

Corbyn kynnir róttækustu stefnuskrá flokksins í langan tíma
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kynnti stefnuskrá fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 12. desember.

Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur
Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi.