Móðurmál: Mikilvægt að bera sig og barnið ekki saman við aðra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 20:00 Andrea Röfn Jónasdóttir segir að fótboltalífið sé alls ekki sá glamúr sem margir halda að það sé. Hún býr ásamt unnusta sínum Arnóri Ingva Traustasyni og Aþenu Röfn dóttur þeirra í Svíþjóð. Samsett/Trendnet-Getty Andrea Röfn Jónasdóttir er viðskiptafræðingur, fyrirsæta og bloggari á Trendnet. Unnusti hennar er Arnór Ingvi Traustason landsliðsmaður í knattspyrnu og parið er búsett í Malmö í Svíþjóð þar sem Arnór spilar fótbolta. Andrea Röfn er heima í fæðingarorlofi með Aþenu Röfn dóttur þeirra sem er níu mánaða gömul. Hún segir að lífið snúist um dótturina og fótbolta, en Andrea Röfn nýtir stutta daglúra dótturinnar í að blogga. „Við erum mjög ánægð með lífið hérna og höfum komið okkur vel fyrir í risíbúð í Slottsstaden. Ég vil meina að hverfið mitt sé Vesturbærinn í Malmö en ég er búin að finna mína Melabúð og Kaffi Vest og er enga stund að rölta niður í miðbæ þegar mig langar. Svo er mikill plús hversu fljót ég er að skjótast yfir til Kaupmannahafnar, en ég á mikið af vinum hinum megin við brúnna.“Arnór Ingvi og Andrea Röfn hafa verið par í þrjú ár. Ljósmyndari Vísis náði þessari fallegu mynd af þeim á HM í Rússlandi árið 2018. Vísir/Vilhelm1. Nafn?Andrea Röfn Jónasdóttir2. Aldur? 27 ára3. Númer hvað er þessi meðganga? Eitt.4. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk?„Ég var nokkrum dögum of sein sem var undarlegt þar sem tíðahringurinn minn var alltaf eins og klukka. Ég keypti því próf og tók það rétt áður en við Arnór fórum að sofa. Prófið sýndi tvö strik en annað þeirra var mjög dauft og við þorðum ekki að taka mark á því og fórum bara að sofa. Við vöknuðum snemma daginn eftir þar sem Arnór og landsliðið voru á leiðinni á HM í Rússlandi sama dag. Til að kveðja liðið var morgunmatur á Hilton fyrir þá og fjölskyldurnar. Ég hoppaði inn í apótek á leiðinni og keypti annað próf, sem ég tók á salerninu á Hilton og stakk svo í veskið án þess að bíða eftir niðurstöðunni. Ég settist svo við borðið með hjartað í buxunum og óléttupróf í veskinu og þóttist kíkja á símann minn þegar ég kíkti á prófið. Það sýndi aftur tvö strik, en nákvæmlega eins og kvöldið áður þar sem annað þeirra var mjög dauft. Við kvöddumst því í mikilli óvissu og Arnór hélt til Rússlands. Á leiðinni heim keypti ég enn eitt prófið, í þetta skiptið keypti ég aðra týpu í von um að niðurstaðan yrði skýrari. Þegar mér var loksins aftur mál að pissa var ég stödd í útskriftarveislu hjá litla frænda mínum og í þetta skiptið fór ekki milli mála að prófið var jákvætt. Loksins þegar Arnór komst í símasamband var ég stödd ein í bíl á leið í aðra veislu. Við náðum ekki einu sinni Facetime, þar sem netið hjá honum var svo lélegt, þannig hann fékk mynd af prófinu í sms-i og svo grétum við saman í símann, hamingjutárum. Næstu dagar voru mjög skrýtnir þar sem við vorum stödd í sitthvoru landinu og það var hálf óraunverulegt að upplifa þessa tilfinningu svona ein. Ég get ekki lýst því hvað það var gott að hittast loksins í Moskvu rúmri viku seinna.“Aðsend mynd5. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? „Ég fór til Rússlands rúmri viku eftir að ég fékk jákvætt próf. Á öðrum degi ferðarinnar helltist skelfileg ógleði yfir mig sem varði frá morgni til kvölds. Við tóku vikur þar sem mér var óglatt allan sólarhringinn en blessunarlega kastaði ég ekki mikið upp. Þetta var extra erfitt þar sem ég var stödd í Rússlandi, í sturluðum hita og maturinn var gjörólíkur því sem ég er vön. Ég var oft tvo til þrjá tíma að koma mér af stað á morgnana, var við það að líða út af á einum leiknum og það eina sem ég náði að koma niður var hvítt baguette brauð, morgunkorn og bananar áður en ég fékk algjört ógeð af þeim. Þegar við komum svo heim til Malmö hélt ógleðin áfram en var bærilegri á þann hátt að ég var stödd heima hjá mér og gat borðað betur. Á 11.til 12. viku fór þetta svo að róast og mér fór að líða betur.“7. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? „Mér fannst það ekkert mál útlitslega og naut þess að fylgjast með bumbunni stækka. Það var meira krefjandi að ná góðum svefni, vera stanslaust mál að pissa og að vera andstutt eftir tíu litlar tröppur.“8. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? „Ég hef mjög góða reynslu af heilbrigðisþjónustunni hérna í Svíþjóð. Ljósmóðirin okkar var yndisleg og það sama má segja um hverja einustu manneskju sem ég hitti í tengslum við meðgönguna og í fæðingunni sjálfri.“9. Undirbjuggu þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? „Við fengum mikla fræðslu frá ljósmóðurinni sem leiddi okkur í gegnum ferlið og það sem við værum að fara að ganga í gegnum. Annars fórum við ekki á neitt námskeið heldur létum okkur nægja að glugga í nokkrar bækur á kvöldin.“10. Hvernig var fæðingin? „Ég var gengin 12 daga fram yfir og á þriðjudegi förum við Arnór upp á deild til að skoða hvort eitthvað væri farið að malla. Þá var ekkert farið af stað og ég var handviss um að ég færi ekki af stað nema með gangsetningu á föstudeginum, þá komin sléttar tvær vikur fram yfir. Aðfararnótt miðvikudagsins fékk ég síðan verki með ekkert alltof löngu millibili, en þar sem ég trúði því ekki að ég myndi fara sjálf af stað þá tók ég ekkert of mikið mark á þeim.Ég var mögulega í smá afneitun þar sem Arnór og liðið hans áttu að fljúga til London á miðvikudeginum, spila við Chelsea á fimmtudeginum og koma til baka um kvöldið. Þannig á miðvikudagsmorgninum „píndi“ ég Arnór í æfingadressið, skutlaði honum upp á leikvang og keyrði svo sjálf upp á fæðingardeild til að ganga aftur úr skugga um að ekkert væri í gangi. En um leið og ég labbaði þarna inn helltist yfir mig stress og staðreyndin að barnið gæti bara vel verið á leiðinni að sjálfu sér. Á meðan gekk Arnór um gangana uppi á velli hjá liðinu og gat ekki hugsað sér að ferðast með þeim á þessum tímapunkti. Ég var skoðuð og enn með sömu útvíkkun og kvöldið áður en þarna var tekin ákvörðun um að hjálpa mér af stað í von um að ég myndi fæða samdægurs. Þá væri möguleiki fyrir Arnór að ferðast daginn eftir og ná leiknum. Sumir eiga erfitt með að skilja hvers vegna þessi leikur var að flækjast fyrir okkur en þeir sem vita eitthvað um fótbolta vita líka hve mikið leikmenn langar að ná leikjum sem þessum. En Arnór var því mættur upp á deild hálftíma á eftir mér, búinn að keyra á bíl aðstoðarþjálfarans heim að sækja heimferðartöskuna sem hafði beðið tilbúin í rúman mánuð. Verkirnir frá því um nóttina höfðu dottið niður en voru þarna að byrja aftur og satt að segja held ég að gangsetningarvökvinn hafi gert ansi lítið, enda var fyrsta skotið af honum pínulítið. Ég var bara að fara af stað. Verkirnir voru strax mjög sársaukafullir og ég fór í bað til að deyfa þá. Þar tók ég næsta skammt af gangsetningarvökva en fleiri urðu skammtarnir ekki. Á hádegi, eftir 90 mínútna bað, var ég komin með fjóra í útvíkkun og langaði upp úr. Þá fékk ég glaðloft, sem virkaði vel þangað til ég fékk nóg af því þar sem verkirnir voru orðnir miklu verri. Þá var klukkan 14 og ég komin með tæpa átta í útvíkkun. Mér var boðin frekari deyfing og þáði mænurótardeyfingu, eitthvað sem ég mæli hiklaust með við allar verðandi mæður sem spyrja.Þegar deyfingin tók að virka gat ég slakað á, spjallað við Arnór og fengið mér aðeins að borða. Fyrir mér var það algjörlega ómetanlegt og ég náði að safna töluverðri orku fyrir komandi átök. 45 mínútum síðar var ég komin með fulla útvíkkun og rúmum klukkutíma síðar fékk ég rembingstilfinningu. Um 50 mínútum síðar, klukkan 16:50 þann 20. febrúar mætti Aþena Röfn í heiminn eftir að hafa tekið sér sinn tíma í móðurkviði, tilbúin í þetta líf. Ítarlegri og lengri fæðingarsaga er á Trendnet.“ Aðsend vel11. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið?„Ólýsanlega góð, falleg og stórkostleg. Hún er það mögnuð og falleg að ég fæ tár í augun á stundinni bara við að rifja hana upp.“12. Hvað kom mest á óvart við að vera móðir? „Hvað tíminn líður hratt.“13. Fengu þið að vita kynið?„Já við fengum að vita kynið. Ég hafði alltaf ímyndað mér að fyrsta barnið mitt yrði strákur og ég yrði algjör strákamamma. Það kom því skemmtilega á óvart að ég gengi með stelpu og í dag finnst mér brjálæðislega skemmtilegt að vera stelpumamma. Við mamma mín erum mjög nánar og ég vona að við Aþena Röfn munum eiga jafn fallegt mæðgnasamband í framtíðinni.“14. Fékkstu eitthvað matar-æði? „Ekki í miklum mæli, aðallega epli, appelsínur og ber. Ég hugsaði oft að ef ég byggi á Íslandi væri ég örugglega með miklu meira matar-æði, en mig langaði oft í súkkulaðisnúð, bragðaref og flatkökur sem ég hreinlega gat ekki fengið hérna úti.“15. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? „Alls ekki! Mér þykir svo vænt um Röfn en þegar ég var skírð Andrea Röfn voru tvær aðrar Rafnir á landinu og foreldrar mínir þurftu að sækja um leyfi fyrir nafninu. Ég var því mjög hrifin af því að halda nafninu innan fjölskyldunnar og blessunarlega var Arnór sammála mér í því.Aþenu nafnið var síðan það fyrsta sem kom upp hjá okkur sem fyrsta nafn, mjög stuttu eftir að við fengum að vita kynið. Við prófuðum nokkrum sinnum að renna yfir nafnalista og gefa öðrum nöfnum gaum en hættum því alltaf, Aþena var bara okkar nafn. Við bjuggum í Aþenu árið 2017 og eigum ótrúlega dýrmætar og fallegar minningar þaðan.“ 17. Hvað fannst þér skemmtilegast við að ganga með barn? „Að finna fyrir þessu litla lífi vaxa innra með mér, sérstaklega þegar hún var farin að hreyfa sig og sparka. Mér fannst líka skemmtilegt að halda kynjaveislu þar sem við Arnór vissum kynið en enginn annar í kringum okkur.“18. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? „Mér finnst alltof mikið talað um meðgöngu og fæðingar, miðað við það sem koma skal að lokinni fæðingu. Brjóstagjöf er klárlega umræðuefni sem á skilið meira pláss.Mér finnst umræðan snúast rosalega mikið um það hvað brjóstagjöfin sé falleg og yndisleg, en það gleymist að nefna erfiðleikana, hvað hún tekur á í upphafi og mögulega fylgikvilla eins og sýkingar og stíflur. Þá finnst mér einnig gleymast að tala um að hún hentar ekki öllum og að það sé líka bara allt í lagi.“20. Hvernig var þín upplifun af brjóstagjöf? „Í byrjun gekk brjóstagjöfin vel, en henni fylgdu sár og stíflur. Ég komst yfir þá erfiðleika og þegar leið á gekk brjóstagjöfin mjög vel og gerir það enn sem ég er mjög þakklát fyrir.“21. Finnst þér þú sjálf hafa breyst eitthvað við það að verða mamma? „Ég held að það hafi einfaldlega dregið fram í mér mínar bestu hliðar og geri mér betur grein fyrir því hvaða manneskju ég hef að geyma. Mér finnst ég hafa áttað mig betur á því hvað skiptir mig mestu máli í lífinu, og í hvað ég tími orku minni og athygli.“22. Hvaða áhrif hefur þetta haft á sambandið? „Við höfum þroskast heilmikið, bæði sem einstaklingar og sem par. Okkur hefur tekist vel til með að halda okkar áhugamálum á lofti og aðlagað þau breyttum aðstæðum. Í sumar fórum við til dæmis oft í golf á meðan Aþena Röfn svaf í vagninum.“23. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? „Að fylgja eigin innsæi í einu og öllu og hugsa fyrst og fremst um þarfir sínar og barnsins. Mér finnst líka mikilvægt að vera aldrei í samanburði við aðrar mæður og börn, það tekur allt sinn aðlögunartíma og hann er ekki sá sami hjá öllum - börn eru öll sitthvor einstaklingurinn og þau passa ekki öll inn í einn kassa. Það þurfa allir að fá að finna sína rútínu í mismunandi aðstæðum og þó að barnið þitt sofi eða borði öðruvísi en það næsta, eða er lengur að fá tennur eða byrja að skríða, þá er það alveg eðlilegt.Ég fagna hverju stigi hjá Aþenu Röfn en hún fær að finna sinn takt upp á eigin spýtur og ég hef aldrei staðið sjálfa mig að því að bíða eftir næsta stigi í hennar þroska. Það er miklu skemmtilegra að njóta hvers tímabils fyrir sig því tíminn líður svo hratt.“Mynd/Trendnet24. Er erfitt að vera að ganga í gegnum þetta tímabil svona langt frá fjölskyldunni? „Já mér finnst það alveg erfitt, en það hefur líka sína kosti. Mér finnst langerfiðast að geta ekki umgengist fjölskyldur okkar Arnórs meira. Aþena Röfn er fyrsta barnabarnið báðum megin og því langar alla að knúsa hana í klessu en það er ekki alltaf í boði. Hérna er þetta svolítið allt eða ekkert, annað hvort erum við bara þrjú eða erum með gesti í heimsókn í nokkra daga. Sem betur fer er fjölskyldan dugleg að kíkja í heimsókn og fær þannig annars konar samveru með Aþenu Röfn en hún fengi ef við byggjum á Íslandi.Ég sakna þess líka smá að fá að upplifa þetta tímabil meira með tveimur bestu vinkonum mínum sem eiga báðar stráka fædda í maí. En fótboltanum fylgja mikil ferðalög og við mæðgurnar erum duglegar að fara heim þar sem fjölskyldur okkar Arnórs taka okkur opnum örmum og maður fær smjörþefinn af því að vera í orlofi á Íslandi. Fyrir utan það að ég myndi seint fara á fimm eða sex mismunandi kaffihúsadeit á einum og sama deginum ef ég byggi á landinu.“25. Hvernig gengur að sameina vinnu Arnórs og það að vera með ungabarn? „Það gengur mjög vel en er krefjandi fyrir okkur bæði. Fótboltinn er mjög óhefðbundin vinna, honum fylgir mikil pressa um að vera í standi andlega sem líkamlega, standa sig vel í einum til tveimur leikjum í viku og vera á sífelldu ferðalagi. Honum fylgir ekkert fæðingarorlof og það er nánast aldrei frí um helgar.Helsti kosturinn er klárlega sá að hann klárar æfingar um eitt eða tvö og á þá restina af deginum til að eyða með okkur. Þann tíma nýtum við vel enda mjög dýrmætur. Þetta fótboltalíf er alls ekki sá glamúr sem margir halda að það sé, og það tekur á okkur bæði á mismunandi máta. Við mæðgurnar erum meira og minna límdar saman en fyrir Arnór fylgir þessu mikill söknuður á köflum. Sem betur fer er fótboltinn líka skemmtilegur og gefandi, sérstaklega þegar það gengur vel hjá liðinu eins og núna.“ Börn og uppeldi Móðurmál Tengdar fréttir Móðurmál: Stofnaði fyrirtækið Maur.is ólétt og með ungbarn "Það er eins og konur séu með blæti fyrir því að láta ófrískum konum líða pínku pons illa með sjálfa sig.“ Þetta segir Ilmur Eir stofnandi Maur.is en hún og kærasti hennar Haraldur Örn eignuðust sitt fyrsta barn, Valkyrju Maríu á síðasta ári. 7. október 2019 20:15 Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp „Finnst mikilvægt að konur séu meðvitaðar um að ef þeim líður ekki vel að þá er það allt í lagi og það er mjög mikilvægt að þora að tala um það og fá aðstoð“ segir Sylvía Lovetank myndlistarmaður. 25. október 2019 11:45 Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York "Einu sinni kom ég heim úr Costco með heila 40 manna fermingartertu með svona hvítu sykurkremi bara af því að mig langaði svo í hana.” Segir Rós Kristjánsdóttir gullsmíðanemi sem eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs með kærasta sínum Þorsteini B. Friðrikssyni framkvæmdarstjóra Tea Time games. 28. september 2019 13:15 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Andrea Röfn Jónasdóttir er viðskiptafræðingur, fyrirsæta og bloggari á Trendnet. Unnusti hennar er Arnór Ingvi Traustason landsliðsmaður í knattspyrnu og parið er búsett í Malmö í Svíþjóð þar sem Arnór spilar fótbolta. Andrea Röfn er heima í fæðingarorlofi með Aþenu Röfn dóttur þeirra sem er níu mánaða gömul. Hún segir að lífið snúist um dótturina og fótbolta, en Andrea Röfn nýtir stutta daglúra dótturinnar í að blogga. „Við erum mjög ánægð með lífið hérna og höfum komið okkur vel fyrir í risíbúð í Slottsstaden. Ég vil meina að hverfið mitt sé Vesturbærinn í Malmö en ég er búin að finna mína Melabúð og Kaffi Vest og er enga stund að rölta niður í miðbæ þegar mig langar. Svo er mikill plús hversu fljót ég er að skjótast yfir til Kaupmannahafnar, en ég á mikið af vinum hinum megin við brúnna.“Arnór Ingvi og Andrea Röfn hafa verið par í þrjú ár. Ljósmyndari Vísis náði þessari fallegu mynd af þeim á HM í Rússlandi árið 2018. Vísir/Vilhelm1. Nafn?Andrea Röfn Jónasdóttir2. Aldur? 27 ára3. Númer hvað er þessi meðganga? Eitt.4. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk?„Ég var nokkrum dögum of sein sem var undarlegt þar sem tíðahringurinn minn var alltaf eins og klukka. Ég keypti því próf og tók það rétt áður en við Arnór fórum að sofa. Prófið sýndi tvö strik en annað þeirra var mjög dauft og við þorðum ekki að taka mark á því og fórum bara að sofa. Við vöknuðum snemma daginn eftir þar sem Arnór og landsliðið voru á leiðinni á HM í Rússlandi sama dag. Til að kveðja liðið var morgunmatur á Hilton fyrir þá og fjölskyldurnar. Ég hoppaði inn í apótek á leiðinni og keypti annað próf, sem ég tók á salerninu á Hilton og stakk svo í veskið án þess að bíða eftir niðurstöðunni. Ég settist svo við borðið með hjartað í buxunum og óléttupróf í veskinu og þóttist kíkja á símann minn þegar ég kíkti á prófið. Það sýndi aftur tvö strik, en nákvæmlega eins og kvöldið áður þar sem annað þeirra var mjög dauft. Við kvöddumst því í mikilli óvissu og Arnór hélt til Rússlands. Á leiðinni heim keypti ég enn eitt prófið, í þetta skiptið keypti ég aðra týpu í von um að niðurstaðan yrði skýrari. Þegar mér var loksins aftur mál að pissa var ég stödd í útskriftarveislu hjá litla frænda mínum og í þetta skiptið fór ekki milli mála að prófið var jákvætt. Loksins þegar Arnór komst í símasamband var ég stödd ein í bíl á leið í aðra veislu. Við náðum ekki einu sinni Facetime, þar sem netið hjá honum var svo lélegt, þannig hann fékk mynd af prófinu í sms-i og svo grétum við saman í símann, hamingjutárum. Næstu dagar voru mjög skrýtnir þar sem við vorum stödd í sitthvoru landinu og það var hálf óraunverulegt að upplifa þessa tilfinningu svona ein. Ég get ekki lýst því hvað það var gott að hittast loksins í Moskvu rúmri viku seinna.“Aðsend mynd5. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? „Ég fór til Rússlands rúmri viku eftir að ég fékk jákvætt próf. Á öðrum degi ferðarinnar helltist skelfileg ógleði yfir mig sem varði frá morgni til kvölds. Við tóku vikur þar sem mér var óglatt allan sólarhringinn en blessunarlega kastaði ég ekki mikið upp. Þetta var extra erfitt þar sem ég var stödd í Rússlandi, í sturluðum hita og maturinn var gjörólíkur því sem ég er vön. Ég var oft tvo til þrjá tíma að koma mér af stað á morgnana, var við það að líða út af á einum leiknum og það eina sem ég náði að koma niður var hvítt baguette brauð, morgunkorn og bananar áður en ég fékk algjört ógeð af þeim. Þegar við komum svo heim til Malmö hélt ógleðin áfram en var bærilegri á þann hátt að ég var stödd heima hjá mér og gat borðað betur. Á 11.til 12. viku fór þetta svo að róast og mér fór að líða betur.“7. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? „Mér fannst það ekkert mál útlitslega og naut þess að fylgjast með bumbunni stækka. Það var meira krefjandi að ná góðum svefni, vera stanslaust mál að pissa og að vera andstutt eftir tíu litlar tröppur.“8. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? „Ég hef mjög góða reynslu af heilbrigðisþjónustunni hérna í Svíþjóð. Ljósmóðirin okkar var yndisleg og það sama má segja um hverja einustu manneskju sem ég hitti í tengslum við meðgönguna og í fæðingunni sjálfri.“9. Undirbjuggu þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? „Við fengum mikla fræðslu frá ljósmóðurinni sem leiddi okkur í gegnum ferlið og það sem við værum að fara að ganga í gegnum. Annars fórum við ekki á neitt námskeið heldur létum okkur nægja að glugga í nokkrar bækur á kvöldin.“10. Hvernig var fæðingin? „Ég var gengin 12 daga fram yfir og á þriðjudegi förum við Arnór upp á deild til að skoða hvort eitthvað væri farið að malla. Þá var ekkert farið af stað og ég var handviss um að ég færi ekki af stað nema með gangsetningu á föstudeginum, þá komin sléttar tvær vikur fram yfir. Aðfararnótt miðvikudagsins fékk ég síðan verki með ekkert alltof löngu millibili, en þar sem ég trúði því ekki að ég myndi fara sjálf af stað þá tók ég ekkert of mikið mark á þeim.Ég var mögulega í smá afneitun þar sem Arnór og liðið hans áttu að fljúga til London á miðvikudeginum, spila við Chelsea á fimmtudeginum og koma til baka um kvöldið. Þannig á miðvikudagsmorgninum „píndi“ ég Arnór í æfingadressið, skutlaði honum upp á leikvang og keyrði svo sjálf upp á fæðingardeild til að ganga aftur úr skugga um að ekkert væri í gangi. En um leið og ég labbaði þarna inn helltist yfir mig stress og staðreyndin að barnið gæti bara vel verið á leiðinni að sjálfu sér. Á meðan gekk Arnór um gangana uppi á velli hjá liðinu og gat ekki hugsað sér að ferðast með þeim á þessum tímapunkti. Ég var skoðuð og enn með sömu útvíkkun og kvöldið áður en þarna var tekin ákvörðun um að hjálpa mér af stað í von um að ég myndi fæða samdægurs. Þá væri möguleiki fyrir Arnór að ferðast daginn eftir og ná leiknum. Sumir eiga erfitt með að skilja hvers vegna þessi leikur var að flækjast fyrir okkur en þeir sem vita eitthvað um fótbolta vita líka hve mikið leikmenn langar að ná leikjum sem þessum. En Arnór var því mættur upp á deild hálftíma á eftir mér, búinn að keyra á bíl aðstoðarþjálfarans heim að sækja heimferðartöskuna sem hafði beðið tilbúin í rúman mánuð. Verkirnir frá því um nóttina höfðu dottið niður en voru þarna að byrja aftur og satt að segja held ég að gangsetningarvökvinn hafi gert ansi lítið, enda var fyrsta skotið af honum pínulítið. Ég var bara að fara af stað. Verkirnir voru strax mjög sársaukafullir og ég fór í bað til að deyfa þá. Þar tók ég næsta skammt af gangsetningarvökva en fleiri urðu skammtarnir ekki. Á hádegi, eftir 90 mínútna bað, var ég komin með fjóra í útvíkkun og langaði upp úr. Þá fékk ég glaðloft, sem virkaði vel þangað til ég fékk nóg af því þar sem verkirnir voru orðnir miklu verri. Þá var klukkan 14 og ég komin með tæpa átta í útvíkkun. Mér var boðin frekari deyfing og þáði mænurótardeyfingu, eitthvað sem ég mæli hiklaust með við allar verðandi mæður sem spyrja.Þegar deyfingin tók að virka gat ég slakað á, spjallað við Arnór og fengið mér aðeins að borða. Fyrir mér var það algjörlega ómetanlegt og ég náði að safna töluverðri orku fyrir komandi átök. 45 mínútum síðar var ég komin með fulla útvíkkun og rúmum klukkutíma síðar fékk ég rembingstilfinningu. Um 50 mínútum síðar, klukkan 16:50 þann 20. febrúar mætti Aþena Röfn í heiminn eftir að hafa tekið sér sinn tíma í móðurkviði, tilbúin í þetta líf. Ítarlegri og lengri fæðingarsaga er á Trendnet.“ Aðsend vel11. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið?„Ólýsanlega góð, falleg og stórkostleg. Hún er það mögnuð og falleg að ég fæ tár í augun á stundinni bara við að rifja hana upp.“12. Hvað kom mest á óvart við að vera móðir? „Hvað tíminn líður hratt.“13. Fengu þið að vita kynið?„Já við fengum að vita kynið. Ég hafði alltaf ímyndað mér að fyrsta barnið mitt yrði strákur og ég yrði algjör strákamamma. Það kom því skemmtilega á óvart að ég gengi með stelpu og í dag finnst mér brjálæðislega skemmtilegt að vera stelpumamma. Við mamma mín erum mjög nánar og ég vona að við Aþena Röfn munum eiga jafn fallegt mæðgnasamband í framtíðinni.“14. Fékkstu eitthvað matar-æði? „Ekki í miklum mæli, aðallega epli, appelsínur og ber. Ég hugsaði oft að ef ég byggi á Íslandi væri ég örugglega með miklu meira matar-æði, en mig langaði oft í súkkulaðisnúð, bragðaref og flatkökur sem ég hreinlega gat ekki fengið hérna úti.“15. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? „Alls ekki! Mér þykir svo vænt um Röfn en þegar ég var skírð Andrea Röfn voru tvær aðrar Rafnir á landinu og foreldrar mínir þurftu að sækja um leyfi fyrir nafninu. Ég var því mjög hrifin af því að halda nafninu innan fjölskyldunnar og blessunarlega var Arnór sammála mér í því.Aþenu nafnið var síðan það fyrsta sem kom upp hjá okkur sem fyrsta nafn, mjög stuttu eftir að við fengum að vita kynið. Við prófuðum nokkrum sinnum að renna yfir nafnalista og gefa öðrum nöfnum gaum en hættum því alltaf, Aþena var bara okkar nafn. Við bjuggum í Aþenu árið 2017 og eigum ótrúlega dýrmætar og fallegar minningar þaðan.“ 17. Hvað fannst þér skemmtilegast við að ganga með barn? „Að finna fyrir þessu litla lífi vaxa innra með mér, sérstaklega þegar hún var farin að hreyfa sig og sparka. Mér fannst líka skemmtilegt að halda kynjaveislu þar sem við Arnór vissum kynið en enginn annar í kringum okkur.“18. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? „Mér finnst alltof mikið talað um meðgöngu og fæðingar, miðað við það sem koma skal að lokinni fæðingu. Brjóstagjöf er klárlega umræðuefni sem á skilið meira pláss.Mér finnst umræðan snúast rosalega mikið um það hvað brjóstagjöfin sé falleg og yndisleg, en það gleymist að nefna erfiðleikana, hvað hún tekur á í upphafi og mögulega fylgikvilla eins og sýkingar og stíflur. Þá finnst mér einnig gleymast að tala um að hún hentar ekki öllum og að það sé líka bara allt í lagi.“20. Hvernig var þín upplifun af brjóstagjöf? „Í byrjun gekk brjóstagjöfin vel, en henni fylgdu sár og stíflur. Ég komst yfir þá erfiðleika og þegar leið á gekk brjóstagjöfin mjög vel og gerir það enn sem ég er mjög þakklát fyrir.“21. Finnst þér þú sjálf hafa breyst eitthvað við það að verða mamma? „Ég held að það hafi einfaldlega dregið fram í mér mínar bestu hliðar og geri mér betur grein fyrir því hvaða manneskju ég hef að geyma. Mér finnst ég hafa áttað mig betur á því hvað skiptir mig mestu máli í lífinu, og í hvað ég tími orku minni og athygli.“22. Hvaða áhrif hefur þetta haft á sambandið? „Við höfum þroskast heilmikið, bæði sem einstaklingar og sem par. Okkur hefur tekist vel til með að halda okkar áhugamálum á lofti og aðlagað þau breyttum aðstæðum. Í sumar fórum við til dæmis oft í golf á meðan Aþena Röfn svaf í vagninum.“23. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? „Að fylgja eigin innsæi í einu og öllu og hugsa fyrst og fremst um þarfir sínar og barnsins. Mér finnst líka mikilvægt að vera aldrei í samanburði við aðrar mæður og börn, það tekur allt sinn aðlögunartíma og hann er ekki sá sami hjá öllum - börn eru öll sitthvor einstaklingurinn og þau passa ekki öll inn í einn kassa. Það þurfa allir að fá að finna sína rútínu í mismunandi aðstæðum og þó að barnið þitt sofi eða borði öðruvísi en það næsta, eða er lengur að fá tennur eða byrja að skríða, þá er það alveg eðlilegt.Ég fagna hverju stigi hjá Aþenu Röfn en hún fær að finna sinn takt upp á eigin spýtur og ég hef aldrei staðið sjálfa mig að því að bíða eftir næsta stigi í hennar þroska. Það er miklu skemmtilegra að njóta hvers tímabils fyrir sig því tíminn líður svo hratt.“Mynd/Trendnet24. Er erfitt að vera að ganga í gegnum þetta tímabil svona langt frá fjölskyldunni? „Já mér finnst það alveg erfitt, en það hefur líka sína kosti. Mér finnst langerfiðast að geta ekki umgengist fjölskyldur okkar Arnórs meira. Aþena Röfn er fyrsta barnabarnið báðum megin og því langar alla að knúsa hana í klessu en það er ekki alltaf í boði. Hérna er þetta svolítið allt eða ekkert, annað hvort erum við bara þrjú eða erum með gesti í heimsókn í nokkra daga. Sem betur fer er fjölskyldan dugleg að kíkja í heimsókn og fær þannig annars konar samveru með Aþenu Röfn en hún fengi ef við byggjum á Íslandi.Ég sakna þess líka smá að fá að upplifa þetta tímabil meira með tveimur bestu vinkonum mínum sem eiga báðar stráka fædda í maí. En fótboltanum fylgja mikil ferðalög og við mæðgurnar erum duglegar að fara heim þar sem fjölskyldur okkar Arnórs taka okkur opnum örmum og maður fær smjörþefinn af því að vera í orlofi á Íslandi. Fyrir utan það að ég myndi seint fara á fimm eða sex mismunandi kaffihúsadeit á einum og sama deginum ef ég byggi á landinu.“25. Hvernig gengur að sameina vinnu Arnórs og það að vera með ungabarn? „Það gengur mjög vel en er krefjandi fyrir okkur bæði. Fótboltinn er mjög óhefðbundin vinna, honum fylgir mikil pressa um að vera í standi andlega sem líkamlega, standa sig vel í einum til tveimur leikjum í viku og vera á sífelldu ferðalagi. Honum fylgir ekkert fæðingarorlof og það er nánast aldrei frí um helgar.Helsti kosturinn er klárlega sá að hann klárar æfingar um eitt eða tvö og á þá restina af deginum til að eyða með okkur. Þann tíma nýtum við vel enda mjög dýrmætur. Þetta fótboltalíf er alls ekki sá glamúr sem margir halda að það sé, og það tekur á okkur bæði á mismunandi máta. Við mæðgurnar erum meira og minna límdar saman en fyrir Arnór fylgir þessu mikill söknuður á köflum. Sem betur fer er fótboltinn líka skemmtilegur og gefandi, sérstaklega þegar það gengur vel hjá liðinu eins og núna.“
Börn og uppeldi Móðurmál Tengdar fréttir Móðurmál: Stofnaði fyrirtækið Maur.is ólétt og með ungbarn "Það er eins og konur séu með blæti fyrir því að láta ófrískum konum líða pínku pons illa með sjálfa sig.“ Þetta segir Ilmur Eir stofnandi Maur.is en hún og kærasti hennar Haraldur Örn eignuðust sitt fyrsta barn, Valkyrju Maríu á síðasta ári. 7. október 2019 20:15 Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp „Finnst mikilvægt að konur séu meðvitaðar um að ef þeim líður ekki vel að þá er það allt í lagi og það er mjög mikilvægt að þora að tala um það og fá aðstoð“ segir Sylvía Lovetank myndlistarmaður. 25. október 2019 11:45 Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York "Einu sinni kom ég heim úr Costco með heila 40 manna fermingartertu með svona hvítu sykurkremi bara af því að mig langaði svo í hana.” Segir Rós Kristjánsdóttir gullsmíðanemi sem eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs með kærasta sínum Þorsteini B. Friðrikssyni framkvæmdarstjóra Tea Time games. 28. september 2019 13:15 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Móðurmál: Stofnaði fyrirtækið Maur.is ólétt og með ungbarn "Það er eins og konur séu með blæti fyrir því að láta ófrískum konum líða pínku pons illa með sjálfa sig.“ Þetta segir Ilmur Eir stofnandi Maur.is en hún og kærasti hennar Haraldur Örn eignuðust sitt fyrsta barn, Valkyrju Maríu á síðasta ári. 7. október 2019 20:15
Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp „Finnst mikilvægt að konur séu meðvitaðar um að ef þeim líður ekki vel að þá er það allt í lagi og það er mjög mikilvægt að þora að tala um það og fá aðstoð“ segir Sylvía Lovetank myndlistarmaður. 25. október 2019 11:45
Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York "Einu sinni kom ég heim úr Costco með heila 40 manna fermingartertu með svona hvítu sykurkremi bara af því að mig langaði svo í hana.” Segir Rós Kristjánsdóttir gullsmíðanemi sem eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs með kærasta sínum Þorsteini B. Friðrikssyni framkvæmdarstjóra Tea Time games. 28. september 2019 13:15