Stórskáldið kom með lausnina Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 29. nóvember 2019 09:00 Bækur Guðrúnar frá Lundi njóta enn vinsælda meðal þjóðarinnar. Nú á dögunum kom út mappa með plakötum af kápum sígildra íslenskra bóka á vegum útgáfunnar Crymogeu. Sögur á vegg, eins og mappan heitir, inniheldur átta bókarkápur í stærðinni A4 sem henta til að setja í ramma eða hengja vafningalaust á vegg. Ein af kápunum er af Dalalífi Guðrúnar frá Lundi. Dalalíf var fyrsta útgefna verk Guðrúnar og kom út árið 1946 þegar Guðrún var 59 ára. Á næstu árum kom út eitt bindi á ári uns þau urðu fimm. Öll bindin skarta sömu kápumynd. Þeir sem haldið hafa nafni Guðrúnar á lofti, erfingjar hennar og fræðimenn, hafa hins vegar ekki verið vissir um hver höfundur þessarar myndar er. Ákveðið var hins vegar að hafa kápuna á Dalalífi með í pakkanum í von um að það yrði til að varpa ljósi á málin.Eftir umfjöllun í fjölmiðlum þar sem skorað var á þá sem hefðu vitneskju um málið að setja sig í samband við útgáfuna kom lausnin á gátunni smám saman í ljós. Um miðjan 5. áratuginn voru tveir upprennandi listamenn, báðir fæddir og uppaldir á Sauðárkróki, komnir til Reykjavíkur til að afla sér menntunar, þeir Hannes Pétursson skáld og Jóhannes Geir listmálari. Hannes hefur staðfest að Jóhannes Geir hafi sagt sér þá að hann hefði málað myndina framan á Dalalífi. Bróðir Jóhannesar, Stefán Jónsson, auglýsingateiknari og arkitekt, rak teiknistofu í Reykjavík um þetta leyti og Jóhannes fékk stundum verkefni hjá bróður sínum og segir Hannes að þannig hafi þetta komið til. Jóhannes Geir fæddist 1927 og lést 2003. Hann var aðeins 19 ára þegar hann gerði kápumyndina og hafði vart hafið formlegt listnám en sama ár og Dalalíf kom út, 1946, hóf hann nám í Handíða- og myndlistaskólanum. Jóhannes Geir var einkum kunnur á seinni árum fyrir málverk sín af atburðum Sturlungu. Er augljós svipur með þeim verkum og Dalalífskápunni. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Nú á dögunum kom út mappa með plakötum af kápum sígildra íslenskra bóka á vegum útgáfunnar Crymogeu. Sögur á vegg, eins og mappan heitir, inniheldur átta bókarkápur í stærðinni A4 sem henta til að setja í ramma eða hengja vafningalaust á vegg. Ein af kápunum er af Dalalífi Guðrúnar frá Lundi. Dalalíf var fyrsta útgefna verk Guðrúnar og kom út árið 1946 þegar Guðrún var 59 ára. Á næstu árum kom út eitt bindi á ári uns þau urðu fimm. Öll bindin skarta sömu kápumynd. Þeir sem haldið hafa nafni Guðrúnar á lofti, erfingjar hennar og fræðimenn, hafa hins vegar ekki verið vissir um hver höfundur þessarar myndar er. Ákveðið var hins vegar að hafa kápuna á Dalalífi með í pakkanum í von um að það yrði til að varpa ljósi á málin.Eftir umfjöllun í fjölmiðlum þar sem skorað var á þá sem hefðu vitneskju um málið að setja sig í samband við útgáfuna kom lausnin á gátunni smám saman í ljós. Um miðjan 5. áratuginn voru tveir upprennandi listamenn, báðir fæddir og uppaldir á Sauðárkróki, komnir til Reykjavíkur til að afla sér menntunar, þeir Hannes Pétursson skáld og Jóhannes Geir listmálari. Hannes hefur staðfest að Jóhannes Geir hafi sagt sér þá að hann hefði málað myndina framan á Dalalífi. Bróðir Jóhannesar, Stefán Jónsson, auglýsingateiknari og arkitekt, rak teiknistofu í Reykjavík um þetta leyti og Jóhannes fékk stundum verkefni hjá bróður sínum og segir Hannes að þannig hafi þetta komið til. Jóhannes Geir fæddist 1927 og lést 2003. Hann var aðeins 19 ára þegar hann gerði kápumyndina og hafði vart hafið formlegt listnám en sama ár og Dalalíf kom út, 1946, hóf hann nám í Handíða- og myndlistaskólanum. Jóhannes Geir var einkum kunnur á seinni árum fyrir málverk sín af atburðum Sturlungu. Er augljós svipur með þeim verkum og Dalalífskápunni.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira