Draumabyrjun Söru bjó til ævintýraferð og frí í febrúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2019 09:30 Sara Sigmundsdóttir eftir sigurinn á CrossFit Filthy 150 mótinu á Írlandi. Skjámynd/Youtube/Morning Chalk Up Sara Sigmundsdóttir mun ekki keppa á Reykjavik CrossFit Championship í aprílmánuði því íslenska CrossFit stjarnan ætlar bara að keppa á tveimur mótum til viðbótar fram að heimsleikunum í ágúst. Sara Sigmundsdóttir hefur byrjað nýtt keppnistímabil í CrossFit frábærlega með því að vinna „The Open“ og fylgja því síðan eftir með því að vinna CrossFit Filthy 150 mótið á Írlandi. Sara hefur með þessu unnið sér nokkra farseðla á heimsleikana næsta haust og getur því sett upp mánuðina fram að heimsleikunum eftir eigin hentisemi. Sara er kominn til Dúbæ þar sem hún mun keppa á Dubai CrossFit Championship um miðjan desembermánuð. Þar getur hún fylgt eftir frábærri byrjun sinni. Sara er vinsæll og skemmtilegur viðmælandi í CrossFit heiminum enda fáir sem gefa jafnmikið af sér í viðtölum og hún. Sara er hreinskilnin uppmáluð og það gerir viðtölin við hana afarinnileg og skemmtileg. Sara greindi frá framtíðarplönum sínum í viðtölum eftir sigra sína í „The Open“ og á CrossFit Filthy 150 mótinu. Hún gerði meira en það því hún auglýsti líka eftir hugmyndum af mögulegum ferðastöðvum fyrir hana í febrúar. Eftir þessa draumabyrjun á 2020 tímabilinu hefur Sara nefnilega náð að búa sér til frí í febrúar og það ætlar hún að nýta til að fara í ævintýraferð. Sara ræddi aðeins þetta komandi frí sitt í viðtalinu við ritstjóra Morning Chalk Up.„Eftir mótið í Dúbæ þá ætla ég að keppa á Rogue Invitational mótinu og svo eru það bara heimsleikarnir,“ sagði Sara sem þýðir að hún mun ekki keppa á Reykjavik CrossFit Championship mótinu í apríl. Sara segist ætla að taka smá frí í febrúar en frí hjá henni er samt ekkert frí. Sara segist þó ætla að leyfa sér að slaka aðeins á æfingaálaginu í öðrum mánuði ársins og leyfa sér að fara í ævintýraferð. „Ég ætla að fara í tveggja vikna frí og ferðast eitthvað. Ég ætla að fara á einhvern frábæran stað. Mælir þú með einhverjum stað,“ spurði Sara spyrilinn Justin LoFranco. Evrópa var strax úr leik. „Ég vil sól og strendur. Ég hef farið til Balí,“ sagði Sara sem vil prófa eitthvað nýtt í þessari ferð sinni. Áður en Justin LoFranco áttaði sig á því þá var Sara búin að breyta viðtalinu í létt kaffihúsaspjall þar sem hún spurði hann á móti. Hann reyndi þó að komast aftur á strik á ný. Sara nefndi einnig febrúarfríð sitt í viðtali strax eftir sigurinn á CrossFit Filthy 150 mótinu en það má sjá það viðtal hér fyrir neðan en þar fer Sara líka aðeins yfir þessa draumabyrjun sína á tímabilinu. CrossFit Tengdar fréttir Hugmyndin að einvígi Söru og Anníe í „The Open“ fæddist í afmælisferð á bardaga Gunnars Nelson Sara Sigmundsdóttir vann opna hluta heimsleikanna í CrossFit í annað skiptið á þessu ári en einvígi hennar og Anníe Mistar Þórisdóttur í höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík skilaði þeim tveimur efstu sætunum í "The Open“ 2020. 28. nóvember 2019 08:30 Sú argentínska þurfti heimsmet til að vinna Söru í fjórða hluta CrossFit Open Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. 6. nóvember 2019 12:30 Fékk tvær refsingar en vann samt íslensku stelpurnar í fyrsta hluta CrossFit open Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. 22. október 2019 10:30 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir mun ekki keppa á Reykjavik CrossFit Championship í aprílmánuði því íslenska CrossFit stjarnan ætlar bara að keppa á tveimur mótum til viðbótar fram að heimsleikunum í ágúst. Sara Sigmundsdóttir hefur byrjað nýtt keppnistímabil í CrossFit frábærlega með því að vinna „The Open“ og fylgja því síðan eftir með því að vinna CrossFit Filthy 150 mótið á Írlandi. Sara hefur með þessu unnið sér nokkra farseðla á heimsleikana næsta haust og getur því sett upp mánuðina fram að heimsleikunum eftir eigin hentisemi. Sara er kominn til Dúbæ þar sem hún mun keppa á Dubai CrossFit Championship um miðjan desembermánuð. Þar getur hún fylgt eftir frábærri byrjun sinni. Sara er vinsæll og skemmtilegur viðmælandi í CrossFit heiminum enda fáir sem gefa jafnmikið af sér í viðtölum og hún. Sara er hreinskilnin uppmáluð og það gerir viðtölin við hana afarinnileg og skemmtileg. Sara greindi frá framtíðarplönum sínum í viðtölum eftir sigra sína í „The Open“ og á CrossFit Filthy 150 mótinu. Hún gerði meira en það því hún auglýsti líka eftir hugmyndum af mögulegum ferðastöðvum fyrir hana í febrúar. Eftir þessa draumabyrjun á 2020 tímabilinu hefur Sara nefnilega náð að búa sér til frí í febrúar og það ætlar hún að nýta til að fara í ævintýraferð. Sara ræddi aðeins þetta komandi frí sitt í viðtalinu við ritstjóra Morning Chalk Up.„Eftir mótið í Dúbæ þá ætla ég að keppa á Rogue Invitational mótinu og svo eru það bara heimsleikarnir,“ sagði Sara sem þýðir að hún mun ekki keppa á Reykjavik CrossFit Championship mótinu í apríl. Sara segist ætla að taka smá frí í febrúar en frí hjá henni er samt ekkert frí. Sara segist þó ætla að leyfa sér að slaka aðeins á æfingaálaginu í öðrum mánuði ársins og leyfa sér að fara í ævintýraferð. „Ég ætla að fara í tveggja vikna frí og ferðast eitthvað. Ég ætla að fara á einhvern frábæran stað. Mælir þú með einhverjum stað,“ spurði Sara spyrilinn Justin LoFranco. Evrópa var strax úr leik. „Ég vil sól og strendur. Ég hef farið til Balí,“ sagði Sara sem vil prófa eitthvað nýtt í þessari ferð sinni. Áður en Justin LoFranco áttaði sig á því þá var Sara búin að breyta viðtalinu í létt kaffihúsaspjall þar sem hún spurði hann á móti. Hann reyndi þó að komast aftur á strik á ný. Sara nefndi einnig febrúarfríð sitt í viðtali strax eftir sigurinn á CrossFit Filthy 150 mótinu en það má sjá það viðtal hér fyrir neðan en þar fer Sara líka aðeins yfir þessa draumabyrjun sína á tímabilinu.
CrossFit Tengdar fréttir Hugmyndin að einvígi Söru og Anníe í „The Open“ fæddist í afmælisferð á bardaga Gunnars Nelson Sara Sigmundsdóttir vann opna hluta heimsleikanna í CrossFit í annað skiptið á þessu ári en einvígi hennar og Anníe Mistar Þórisdóttur í höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík skilaði þeim tveimur efstu sætunum í "The Open“ 2020. 28. nóvember 2019 08:30 Sú argentínska þurfti heimsmet til að vinna Söru í fjórða hluta CrossFit Open Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. 6. nóvember 2019 12:30 Fékk tvær refsingar en vann samt íslensku stelpurnar í fyrsta hluta CrossFit open Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. 22. október 2019 10:30 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Hugmyndin að einvígi Söru og Anníe í „The Open“ fæddist í afmælisferð á bardaga Gunnars Nelson Sara Sigmundsdóttir vann opna hluta heimsleikanna í CrossFit í annað skiptið á þessu ári en einvígi hennar og Anníe Mistar Þórisdóttur í höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík skilaði þeim tveimur efstu sætunum í "The Open“ 2020. 28. nóvember 2019 08:30
Sú argentínska þurfti heimsmet til að vinna Söru í fjórða hluta CrossFit Open Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. 6. nóvember 2019 12:30
Fékk tvær refsingar en vann samt íslensku stelpurnar í fyrsta hluta CrossFit open Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. 22. október 2019 10:30